Eru söfnin of uppskrúfuð? 23. febrúar 2005 00:01 Sem unnandi nútímalistar hefur það oftar en ekki komið mér á óvart hversu fáir það eru í raun sem njóta hennar, og spyr því hvað veldur. Eftir óvísindalega skoðanakönnun meðal fólks í kringum mig komst ég að því að mörgum þykir hún óskiljanleg og óttalegt bull, listamennirnir setji sig á háan stall og tali eitthvað sem enginn skilur. Algengasta svarið var að fólki finnist eins og listin tæki sig svo hátíðlega og ætti að vera svo merkileg að það væri ekkert fyrir venjulega manneskju að skilja hana og fólk þyrfti helst prófgráður í listum og listasögu til að geta notið hennar. Algengast er að fólk nálgist nútímalist í gegnum söfnin og þá er ég aðallega að tala um myndlist. Í þessari óformlegu könnun minni komst ég nefnilega að því að mörgum þykja söfnin of uppskrúfuð til þess að áhugi sé á að sækja þau sér til gagns og gamans, og fannst áhugavert að velta þeirri spurningu upp hvort það hafi eitthvað að segja hvað varðar almennt áhugaleysi almennings á nútímalist. Ég veit vel að það er fjöldi fólks sem fer á söfn og í gallerý og skoðar list af miklum áhuga. Fyrirbæri eins og Kling & Bang hafa hleypt miklu grósku í hlutina og margt spennandi að gerast, en það er ekki beint hægt að segja að meirihluti fólks sé að kynna sér þessa list. Ég er sannfærð um það að nánast hver einasta manneskja sem komin er yfir 16 ára aldurinn getur nefnt um fimm nöfn á kvikmyndastjörnum á nokkrum sekúndum en gæti varla stunið upp einu nafni á núlifandi myndlistarmanni eða konu. Listin er vissulega erfið og ekki hlaupið að því að skilja hana, því hún er eins og þraut og verkefnið er að leggja það á sig myndast við að skilja hana fordómalaust. Og á meðan í okkur blundar mannlegur áhugi á manneskjunni ætti listin að vekja áhuga hjá mun fleirum en hún gerir í dag, því listinni er ekkert óviðkomandi og hún er ekki yfir neitt eða neinn hafinn. Allir hafa skoðun á nútímalist og það er einmitt það sem gerir hana spennandi, hún vekur upp spurningar, tilfinningar og ýtir við fólki. Þess vegna finnst mér það vera hlutverk safnsins að færa mann nær listinni og gera hana aðgengilega en ekki ýta fólki frá. Andrúmsloftið á safninu skiptir öllu máli og að safnið taki vel á móti manni. Á Laugaveginum er starfandi listasafn í einkaeign sem heitir því einfalda nafni Safn og er sennilega besta safn landsins. Fyrir það fyrsta eru munirnir á safninu einstakir, sýningarnar uppsettar af mikilli fagmennsku og einlægni, og þess helsti kostur er ef til vill sá að gestum safnins líður eins og heima hjá sér. Gestunum er gert kleift að njóta listaverkanna í nálægð, og starfsmaður safnsins ber virðingu fyrir gestinum og leyfir honum að njóta safnsins í friði. Það eru að sjálfsögðu eftirlitsmyndavélar út um allt en án þess að nokkur taki eftir þeim. Sá sem horfir á gestinn er því algerlega ósýnilegur og truflar á engan hátt. Um þessar mundir er þar verk eftir Jóhann Jóhannsson tónlistarmann sem tekur um klukkutíma og leggur hann til í sýningaskránni að fólk tylli sér niður og gefi sér tíma til að njóta þess. Hann segir jafnframt: "Í raun er listasafn einn af fáum opinberum stöðum þar sem fólk getur íhugað í næði, hugleitt og virt hlutina gaumgæfilega fyrir sér, ekki ósvipað því sem fólk gerir í kirkjum." En til þess að það gangi vel þarf manni að líða að maður sé velkominn á safnið. Til þess að fá þetta næði þarf frið, en ekki endilega eins frið og maður sækir sér á bókasafn þar sem allir þegja af því að allir þurfa að einbeita sér við lesturinn. Maður þarf kannski ekki svo mikið að einbeita sér við að stara á listaverkið heldur að hafa frið til að íhuga það og týnast jafnvel í því litla stund. Það er hægt að vera í friði og íhugun þó það sé fólk að tala, þó það sé fólk að teikna, þó það sé fólk sem stendur við hlið manns og starir á sama listaverkið og maður sjálfur. Sá sem gleymir sér í íhugun þarf ekki endilega þögn, heldur einfaldlega fá að vera í friði. Virðing safnsins fyrir gestunum og virðing gestanna fyrir hvorum öðrum skiptir því sköpum. Hinsvegar snýst virðing safnanna oft um listaverkin sjálf og svo mikið er verið að passa upp á þau og upphefja að venjulega manneskjan sem bregður sér inn á safnið er nánast fyrir, og maður fær á tilfinninguna að næst þega tortryggni safnavörðurinn kíkir á manna að maður ætti bara að fara að koma sér út. Söfnin geta nefnilega verið uppskrúfuð vegna þess að þau meta listaverkin meira en gestinn sem kemur að líta á þau og kemur þannig í veg fyrir að samtal milli listaverks á áhorfanda eigi sér stað. Kristín Eva Þórhallsdóttir -[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Sem unnandi nútímalistar hefur það oftar en ekki komið mér á óvart hversu fáir það eru í raun sem njóta hennar, og spyr því hvað veldur. Eftir óvísindalega skoðanakönnun meðal fólks í kringum mig komst ég að því að mörgum þykir hún óskiljanleg og óttalegt bull, listamennirnir setji sig á háan stall og tali eitthvað sem enginn skilur. Algengasta svarið var að fólki finnist eins og listin tæki sig svo hátíðlega og ætti að vera svo merkileg að það væri ekkert fyrir venjulega manneskju að skilja hana og fólk þyrfti helst prófgráður í listum og listasögu til að geta notið hennar. Algengast er að fólk nálgist nútímalist í gegnum söfnin og þá er ég aðallega að tala um myndlist. Í þessari óformlegu könnun minni komst ég nefnilega að því að mörgum þykja söfnin of uppskrúfuð til þess að áhugi sé á að sækja þau sér til gagns og gamans, og fannst áhugavert að velta þeirri spurningu upp hvort það hafi eitthvað að segja hvað varðar almennt áhugaleysi almennings á nútímalist. Ég veit vel að það er fjöldi fólks sem fer á söfn og í gallerý og skoðar list af miklum áhuga. Fyrirbæri eins og Kling & Bang hafa hleypt miklu grósku í hlutina og margt spennandi að gerast, en það er ekki beint hægt að segja að meirihluti fólks sé að kynna sér þessa list. Ég er sannfærð um það að nánast hver einasta manneskja sem komin er yfir 16 ára aldurinn getur nefnt um fimm nöfn á kvikmyndastjörnum á nokkrum sekúndum en gæti varla stunið upp einu nafni á núlifandi myndlistarmanni eða konu. Listin er vissulega erfið og ekki hlaupið að því að skilja hana, því hún er eins og þraut og verkefnið er að leggja það á sig myndast við að skilja hana fordómalaust. Og á meðan í okkur blundar mannlegur áhugi á manneskjunni ætti listin að vekja áhuga hjá mun fleirum en hún gerir í dag, því listinni er ekkert óviðkomandi og hún er ekki yfir neitt eða neinn hafinn. Allir hafa skoðun á nútímalist og það er einmitt það sem gerir hana spennandi, hún vekur upp spurningar, tilfinningar og ýtir við fólki. Þess vegna finnst mér það vera hlutverk safnsins að færa mann nær listinni og gera hana aðgengilega en ekki ýta fólki frá. Andrúmsloftið á safninu skiptir öllu máli og að safnið taki vel á móti manni. Á Laugaveginum er starfandi listasafn í einkaeign sem heitir því einfalda nafni Safn og er sennilega besta safn landsins. Fyrir það fyrsta eru munirnir á safninu einstakir, sýningarnar uppsettar af mikilli fagmennsku og einlægni, og þess helsti kostur er ef til vill sá að gestum safnins líður eins og heima hjá sér. Gestunum er gert kleift að njóta listaverkanna í nálægð, og starfsmaður safnsins ber virðingu fyrir gestinum og leyfir honum að njóta safnsins í friði. Það eru að sjálfsögðu eftirlitsmyndavélar út um allt en án þess að nokkur taki eftir þeim. Sá sem horfir á gestinn er því algerlega ósýnilegur og truflar á engan hátt. Um þessar mundir er þar verk eftir Jóhann Jóhannsson tónlistarmann sem tekur um klukkutíma og leggur hann til í sýningaskránni að fólk tylli sér niður og gefi sér tíma til að njóta þess. Hann segir jafnframt: "Í raun er listasafn einn af fáum opinberum stöðum þar sem fólk getur íhugað í næði, hugleitt og virt hlutina gaumgæfilega fyrir sér, ekki ósvipað því sem fólk gerir í kirkjum." En til þess að það gangi vel þarf manni að líða að maður sé velkominn á safnið. Til þess að fá þetta næði þarf frið, en ekki endilega eins frið og maður sækir sér á bókasafn þar sem allir þegja af því að allir þurfa að einbeita sér við lesturinn. Maður þarf kannski ekki svo mikið að einbeita sér við að stara á listaverkið heldur að hafa frið til að íhuga það og týnast jafnvel í því litla stund. Það er hægt að vera í friði og íhugun þó það sé fólk að tala, þó það sé fólk að teikna, þó það sé fólk sem stendur við hlið manns og starir á sama listaverkið og maður sjálfur. Sá sem gleymir sér í íhugun þarf ekki endilega þögn, heldur einfaldlega fá að vera í friði. Virðing safnsins fyrir gestunum og virðing gestanna fyrir hvorum öðrum skiptir því sköpum. Hinsvegar snýst virðing safnanna oft um listaverkin sjálf og svo mikið er verið að passa upp á þau og upphefja að venjulega manneskjan sem bregður sér inn á safnið er nánast fyrir, og maður fær á tilfinninguna að næst þega tortryggni safnavörðurinn kíkir á manna að maður ætti bara að fara að koma sér út. Söfnin geta nefnilega verið uppskrúfuð vegna þess að þau meta listaverkin meira en gestinn sem kemur að líta á þau og kemur þannig í veg fyrir að samtal milli listaverks á áhorfanda eigi sér stað. Kristín Eva Þórhallsdóttir -[email protected]
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun