Öllum tilraunum Evrópusinna hrint 27. febrúar 2005 00:01 Andstæðingar Evrópusambandsaðildar innan Framsóknarflokksins hrundu öllum tilraunum á flokksþingi til að færa flokkinn nær aðildarumsókn. Þótt sjónarmið Halldórs Ásgrímssonar hefðu þannig orðið undir var hann endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins með 78 prósentum atkvæða. Afstaðan til Evrópusambandsins reyndist stærsta deilumálið á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar Íslands virtust hafa öll vopn í sínum höndum fyrir flokksþingið þegar þeim tókst að koma inn í fyrstu drög að ályktun, texta þar sem sagði að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á þessu kjörtímabili, það er innan tveggja ára. Þegar á fyrsta degi flokksþings á föstudag varð ljóst að þetta yrði þurrkað út. Í gær birtust næstu drög að ályktun en þar sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins og almennrar þróunar Evrópumála væru líkur á að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan Evrópusambandsins. Og ennnfremur, að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Athygli vakti í gær að formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, lýsti stuðningi við þennan texta meðan varaformaðurinn, Guðni Ágústsson, lýsti sig mótfallinn slíkri samþykkt. Andstæðingar höfðu sitt fram og strokað var yfir þennan texta og í morgun birtust þriðju drögin. Þar sagði að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöðu þeirrar vinnu skyldi bera undir næsta flokksþing - til samþykktar eða synjunar. En andstæðingar héldu áfram að reka flóttann. Í lokasamþykkt var búið að þynna orðalagið enn út með því bæta við „hugsanlegs“ undirbúnings og niðurstaðan yrði borin undir næsta flokksþing til kynningar, en hvorki til samþykktar né synjunar. Athygli vakti að tveir fyrrverandi forystumenn flokksins, þeir Steingrímur Hermannsson og Páll Pétursson, beittu sér mjög í málinu gegn Evrópusinnum. Steingrímur vildi ekki segja að andstæðingar aðildarviðræðna hafi unnið góðan sigur, heldur skynsemin. Guðni Ágústsson sagði þetta sáttaniðurstöðu. Átök urðu einnig um framtíð Reykjavíkurflugvallar en samkvæmt fyrstu ályktunardrögum átti flugvöllurinn að víkja. Því var hins vegar snúið við og samþykkti flokksþingið einróma að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Reykjavík og samgöngumiðstöð komið þar upp hið fyrsta til að styrkja innanlandsflugið. Forysta flokksins var svo í dag öll endurkjörin. Halldór Ásgrímsson hlaut 406 af 520 atkvæðum í formannskjöri, eða 78 prósent atkvæða, Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður með 75 prósentum atkvæða, og Siv Friðleifsdóttir var endurkjörin ritari flokksins með 78 prósentum atkvæða. Enginn bauð sig fram gegn þremenningunum en athygli vekur að þau fengu öll veikari kosningu nú en á síðasta flokksþingi. Þá voru þau öll kosin með um eða yfir 90 prósentum atkvæða og Halldór hlaut þá nærri rússneska kosningu. Annað var uppi á teningunum nú. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Andstæðingar Evrópusambandsaðildar innan Framsóknarflokksins hrundu öllum tilraunum á flokksþingi til að færa flokkinn nær aðildarumsókn. Þótt sjónarmið Halldórs Ásgrímssonar hefðu þannig orðið undir var hann endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins með 78 prósentum atkvæða. Afstaðan til Evrópusambandsins reyndist stærsta deilumálið á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar Íslands virtust hafa öll vopn í sínum höndum fyrir flokksþingið þegar þeim tókst að koma inn í fyrstu drög að ályktun, texta þar sem sagði að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á þessu kjörtímabili, það er innan tveggja ára. Þegar á fyrsta degi flokksþings á föstudag varð ljóst að þetta yrði þurrkað út. Í gær birtust næstu drög að ályktun en þar sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins og almennrar þróunar Evrópumála væru líkur á að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan Evrópusambandsins. Og ennnfremur, að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Athygli vakti í gær að formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, lýsti stuðningi við þennan texta meðan varaformaðurinn, Guðni Ágústsson, lýsti sig mótfallinn slíkri samþykkt. Andstæðingar höfðu sitt fram og strokað var yfir þennan texta og í morgun birtust þriðju drögin. Þar sagði að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöðu þeirrar vinnu skyldi bera undir næsta flokksþing - til samþykktar eða synjunar. En andstæðingar héldu áfram að reka flóttann. Í lokasamþykkt var búið að þynna orðalagið enn út með því bæta við „hugsanlegs“ undirbúnings og niðurstaðan yrði borin undir næsta flokksþing til kynningar, en hvorki til samþykktar né synjunar. Athygli vakti að tveir fyrrverandi forystumenn flokksins, þeir Steingrímur Hermannsson og Páll Pétursson, beittu sér mjög í málinu gegn Evrópusinnum. Steingrímur vildi ekki segja að andstæðingar aðildarviðræðna hafi unnið góðan sigur, heldur skynsemin. Guðni Ágústsson sagði þetta sáttaniðurstöðu. Átök urðu einnig um framtíð Reykjavíkurflugvallar en samkvæmt fyrstu ályktunardrögum átti flugvöllurinn að víkja. Því var hins vegar snúið við og samþykkti flokksþingið einróma að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Reykjavík og samgöngumiðstöð komið þar upp hið fyrsta til að styrkja innanlandsflugið. Forysta flokksins var svo í dag öll endurkjörin. Halldór Ásgrímsson hlaut 406 af 520 atkvæðum í formannskjöri, eða 78 prósent atkvæða, Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður með 75 prósentum atkvæða, og Siv Friðleifsdóttir var endurkjörin ritari flokksins með 78 prósentum atkvæða. Enginn bauð sig fram gegn þremenningunum en athygli vekur að þau fengu öll veikari kosningu nú en á síðasta flokksþingi. Þá voru þau öll kosin með um eða yfir 90 prósentum atkvæða og Halldór hlaut þá nærri rússneska kosningu. Annað var uppi á teningunum nú.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira