Krónan hefur kallað á stríð 28. febrúar 2005 00:01 Krónan tók nýja verðstefnu í gagnið um helgina, að sögn Hróars Björnssonar rekstrarstjóra fyrirtækisins. Hann sagði, að þar með hefði hún kallað á verðstríð sem væri komið til að vera. "Við ætlum ekkert að beygja okkur," sagði hann. "Samfara nýju verðstefnunni leggjum við áherslu á nauðsynjavörurnar. Við ætlum fyrst og fremst að vera með samkeppnishæfar vörur og vera mjög virk í samkeppninni." Hróar sagði, að hin nýja verðstefna hefði tekið gildi á laugardag. Krónan ætlaði sér að vera mjög nærri Bónus í verðum. "Við erum búnir að kalla á stríð," sagði hann. Spurður hvað þær lækkanir sem orðið hefðu í Krónunni um helgina myndu vega í matarkörfunni sagði Hróar að það lægi ekki nákvæmlega fyrir. "Við lækkuðum sumar vörur um allt að 25 prósent. Þannig voru mjólkurvörurnar keyrðar niður ásamt þurrvörunni." Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri í Bónusi sagði að neytendur hefðu getað treyst lágu vöruverði í Bónus - verslunum og þar yrði engin breyting á. "Bónus verður lægst eins og verið hefur. Krónan er að lækka örfáa vöruflokka og við munum bregðast við því. Við erum að skanna 1000 - 1500 vörunúmer hjá þeim á hverjum degi og þar munar í heildina yfir 16 prósentum hvað þeir eru dýrari heldur en Bónus" Hróar sagði að Krónumenn kæmu til með að verða mjög virkir í verðstríðinu. Þeim hefði verið tekið gríðarlega vel um helgina og þeir myndu halda ótrauðir áfram. Nettó mun einnig taka virkan þátt í verðstríðinu að sögn Guðjóns Stefánssonar framkvæmdastjóra. "Við fylgjum markaðinum eins og hann er hverju sinni," sagði hann. "Við höfum verið með lægstu verð í landinu, stundum ásamt með öðrum, og við ætlum okkur að halda því áfram. Við höfum fært til verð um á 6 - 800 liðum í síðustu viku, en breyttum áður verði á um það bil 100 liðum vikulega Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Krónan tók nýja verðstefnu í gagnið um helgina, að sögn Hróars Björnssonar rekstrarstjóra fyrirtækisins. Hann sagði, að þar með hefði hún kallað á verðstríð sem væri komið til að vera. "Við ætlum ekkert að beygja okkur," sagði hann. "Samfara nýju verðstefnunni leggjum við áherslu á nauðsynjavörurnar. Við ætlum fyrst og fremst að vera með samkeppnishæfar vörur og vera mjög virk í samkeppninni." Hróar sagði, að hin nýja verðstefna hefði tekið gildi á laugardag. Krónan ætlaði sér að vera mjög nærri Bónus í verðum. "Við erum búnir að kalla á stríð," sagði hann. Spurður hvað þær lækkanir sem orðið hefðu í Krónunni um helgina myndu vega í matarkörfunni sagði Hróar að það lægi ekki nákvæmlega fyrir. "Við lækkuðum sumar vörur um allt að 25 prósent. Þannig voru mjólkurvörurnar keyrðar niður ásamt þurrvörunni." Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri í Bónusi sagði að neytendur hefðu getað treyst lágu vöruverði í Bónus - verslunum og þar yrði engin breyting á. "Bónus verður lægst eins og verið hefur. Krónan er að lækka örfáa vöruflokka og við munum bregðast við því. Við erum að skanna 1000 - 1500 vörunúmer hjá þeim á hverjum degi og þar munar í heildina yfir 16 prósentum hvað þeir eru dýrari heldur en Bónus" Hróar sagði að Krónumenn kæmu til með að verða mjög virkir í verðstríðinu. Þeim hefði verið tekið gríðarlega vel um helgina og þeir myndu halda ótrauðir áfram. Nettó mun einnig taka virkan þátt í verðstríðinu að sögn Guðjóns Stefánssonar framkvæmdastjóra. "Við fylgjum markaðinum eins og hann er hverju sinni," sagði hann. "Við höfum verið með lægstu verð í landinu, stundum ásamt með öðrum, og við ætlum okkur að halda því áfram. Við höfum fært til verð um á 6 - 800 liðum í síðustu viku, en breyttum áður verði á um það bil 100 liðum vikulega
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira