Feðrum gert erfitt að vera ábyrgir 9. mars 2005 00:01 Feðrum er gert erfitt um vik að vera ábyrgir foreldrar, því ekki er gengið út frá því að þeir geti sinnt foreldrahlutverkinu. Þetta segir Garðar Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra, sem kynnti borgarstjóra í morgun hugmyndir um stofnun karlaathvarfs. Félag ábyrgra feðra hefur gefið út bókina Feður og börn á nýrri öld, en í henni er að finna ítarlega úttekt á stöðu forsjárlausra feðra á Íslandi og barna þeirra. Fulltrúar félagsins afhentu borgarstjóra eintak af bókinni í morgun auk þess sem þeir kynntu stefnuskrá sína og helstu markmið, sem eru sameiginleg forsjá, jöfn umönnun og foreldrajafnrétti. Um 600 manns eru í Félagi ábyrgra feðra. Garðar Baldvinsson, formaður félagsins, segir að íslensk lög í þessum efnum tiltölulega góð en að túlkun þeirra sé í anda þeirrar stefnu að feður séu óábyrgir og eigi engan rétt. Feðrum sé gert erfitt um vik að vera ábyrgðir foreldrar. Á meðan það sé ekki viðurkennt að börn búi hjá forsjárlausu foreldri sé ekki viðurkennt að foreldrið þurfi húsnæði fyrir börnin. Þá sé ekki gengið út frá því að feður sinni foreldraskyldum sínum gagnvart barninu heldur sé barnið í umgengi hjá föðurnum. Félagið telji túlkun laganna þannig ganga gegn þeirri stefnu sem sett sé fram í barnalögum um að börn eigi tvímælalausan rétt á báðum foreldrum sínum. Félag ábyrgra feðra kynnti borgarstjóra einnig hugmyndir um að stofna sérstakt karlaathvarf sem hugsað yrði sem upplýsingasetur sem veitti ráðgjöf og húsnæðisaðstoð. Hann segir þetta nauðsynlegt því margir feður standi uppi slyppir og snauðir eftir skilnað og búi ekki yfir aðstöðu til að taka á móti börnum sínum. Garðar segist geta séð fyrir sér að eftir eitt til tvö ár verði borgin verið búin að koma upp slíku athvarfi. Það kosti 10-20 milljónir á ári að reka það en kostnaðurinn af réttindaleysi feðra hlaupi á tugum milljarða á ári. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Feðrum er gert erfitt um vik að vera ábyrgir foreldrar, því ekki er gengið út frá því að þeir geti sinnt foreldrahlutverkinu. Þetta segir Garðar Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra, sem kynnti borgarstjóra í morgun hugmyndir um stofnun karlaathvarfs. Félag ábyrgra feðra hefur gefið út bókina Feður og börn á nýrri öld, en í henni er að finna ítarlega úttekt á stöðu forsjárlausra feðra á Íslandi og barna þeirra. Fulltrúar félagsins afhentu borgarstjóra eintak af bókinni í morgun auk þess sem þeir kynntu stefnuskrá sína og helstu markmið, sem eru sameiginleg forsjá, jöfn umönnun og foreldrajafnrétti. Um 600 manns eru í Félagi ábyrgra feðra. Garðar Baldvinsson, formaður félagsins, segir að íslensk lög í þessum efnum tiltölulega góð en að túlkun þeirra sé í anda þeirrar stefnu að feður séu óábyrgir og eigi engan rétt. Feðrum sé gert erfitt um vik að vera ábyrgðir foreldrar. Á meðan það sé ekki viðurkennt að börn búi hjá forsjárlausu foreldri sé ekki viðurkennt að foreldrið þurfi húsnæði fyrir börnin. Þá sé ekki gengið út frá því að feður sinni foreldraskyldum sínum gagnvart barninu heldur sé barnið í umgengi hjá föðurnum. Félagið telji túlkun laganna þannig ganga gegn þeirri stefnu sem sett sé fram í barnalögum um að börn eigi tvímælalausan rétt á báðum foreldrum sínum. Félag ábyrgra feðra kynnti borgarstjóra einnig hugmyndir um að stofna sérstakt karlaathvarf sem hugsað yrði sem upplýsingasetur sem veitti ráðgjöf og húsnæðisaðstoð. Hann segir þetta nauðsynlegt því margir feður standi uppi slyppir og snauðir eftir skilnað og búi ekki yfir aðstöðu til að taka á móti börnum sínum. Garðar segist geta séð fyrir sér að eftir eitt til tvö ár verði borgin verið búin að koma upp slíku athvarfi. Það kosti 10-20 milljónir á ári að reka það en kostnaðurinn af réttindaleysi feðra hlaupi á tugum milljarða á ári.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira