Óskynsamleg ákvörðun Guðmundur Magnússon skrifar 11. mars 2005 00:01 Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri tók ekki skynsamlega ákvörðun þegar hann réð Auðun Georg Ólafsson í starf fréttastjóra Útvarpsins í gær. Hægt er að líta svo á að honum hafi verið vandi á höndum eftir að meirihluti útvarpsráðs mælti með Auðuni og fulltrúar stjórnarandstöðunnar í ráðinu skiluðu auðu. En hafa ber í huga að útvarpsstjóri þurfti ekki að fara eftir meðmælum ráðins og hefur ekki alltaf gert. Lögum samkvæmt á hann að taka sjálfstæða ákvörðun. Hann getur því ekki vísað ábyrgðinni frá sér eins og hann gerir óbeint í fréttatilkynningu þeirri sem hann sendi frá sér í gær, en þar talar hann um að umsögn útvarpsráðs vegi þyngra en aðrar umsagnir. Ástæðan fyrir því að ákvörðun útvarpsstjóra getur ekki talist skynsamleg er ekki sú að hinn nýi fréttastjóri sé óhæfur til starfa. Um það er ekki hægt að dæma fyrirfram. Hann hefur ágæta menntun og starfsreynslu sem sennilega getur nýst honum á hinum nýja vettvangi. Og ekki er tilefni að gera að því skóna að hann hyggist ganga til starfa með öðru hugarfari en því að vinna fréttastofuni gagn í samræmi við lögboðið hlutverk hennar. Honum er óskað er velfarnaðar í vandasömu starfi. Ástæðan fyrir því að ráðningin er gagnrýnd er önnur. Hún er sú að það blasir við öllum að eitthvað annað en hrein fagleg sjónarmið búa að baki ráðningunni. Með fullri virðingu fyrir hinum nýja fréttastjóra var hann ekki hæfasti umsækjandinn. Ágreiningslaust er að af tíu umsækjendum um starfið er hann sá sem minnsta reynslu hefur. Hefðu almenn og fagleg viðmið verið höfð að leiðarljósi hefðu vinnubrögðin við ráðninguna verið með öðrum hætti. Og þá hefði ekki verið gengið framhjá reyndustu fréttamönnum landsins með marklausum og ótækum skýringum eins og raunin er. Fréttastofan þarf hvorki fjármálastjóra né sölustjóra heldur öflugan fagmann sem stýrt getur fréttastofunni í erfiðri samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Útvarpsstjóri og hinn pólitíski meirihluti í útvarpsráði, sem ekki hefur farið leynt með óánægju sína með fréttastofuna, tefla djarft. En hvað vakir fyrir mönnum? Til hvers á þessi ráðning raunverulega að leiða? Trúa útvarpsstjóri og meirihluti útvarpsráðs því virkilega að það sé stofnuninni til framdráttar að standa að málum með þessum hætti? Hvaða skilaboð er verið að senda út í þjóðfélagið og til starfsmanna? Er ekki tími til kominn að þessir aðilar yfirgefi hinn gamla tíma pólitískra sjónarmiða og átti sig á því að þau standa eðlilegri þróun Ríkisútvarpsins fyrir þrifum? Því miður er ástæða til að ætla að ráðning hins nýja fréttastjóra muni auka ófrið um stofnunina í stað þess að lægja öldur eins og þörf er á eftir langvinnar deilur, jafnt meðal starfsmanna innanhúss og úti í þjóðfélaginu þar sem pólitísk orrahríð hefur um árabil verið um hlutverk Ríkisútvarpsins. Ráðningin verður Ríkisútvarpinu hvorki til álitsauka né framdráttar vegna þess hvernig að henni er staðið. Sterkar líkur eru hins vegar á því að hún skaði trúverðugveikleika fréttastofunnar og samkeppnisstöðu Ríkisútvarpsins á tíma þegar stofnunin má síst við því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri tók ekki skynsamlega ákvörðun þegar hann réð Auðun Georg Ólafsson í starf fréttastjóra Útvarpsins í gær. Hægt er að líta svo á að honum hafi verið vandi á höndum eftir að meirihluti útvarpsráðs mælti með Auðuni og fulltrúar stjórnarandstöðunnar í ráðinu skiluðu auðu. En hafa ber í huga að útvarpsstjóri þurfti ekki að fara eftir meðmælum ráðins og hefur ekki alltaf gert. Lögum samkvæmt á hann að taka sjálfstæða ákvörðun. Hann getur því ekki vísað ábyrgðinni frá sér eins og hann gerir óbeint í fréttatilkynningu þeirri sem hann sendi frá sér í gær, en þar talar hann um að umsögn útvarpsráðs vegi þyngra en aðrar umsagnir. Ástæðan fyrir því að ákvörðun útvarpsstjóra getur ekki talist skynsamleg er ekki sú að hinn nýi fréttastjóri sé óhæfur til starfa. Um það er ekki hægt að dæma fyrirfram. Hann hefur ágæta menntun og starfsreynslu sem sennilega getur nýst honum á hinum nýja vettvangi. Og ekki er tilefni að gera að því skóna að hann hyggist ganga til starfa með öðru hugarfari en því að vinna fréttastofuni gagn í samræmi við lögboðið hlutverk hennar. Honum er óskað er velfarnaðar í vandasömu starfi. Ástæðan fyrir því að ráðningin er gagnrýnd er önnur. Hún er sú að það blasir við öllum að eitthvað annað en hrein fagleg sjónarmið búa að baki ráðningunni. Með fullri virðingu fyrir hinum nýja fréttastjóra var hann ekki hæfasti umsækjandinn. Ágreiningslaust er að af tíu umsækjendum um starfið er hann sá sem minnsta reynslu hefur. Hefðu almenn og fagleg viðmið verið höfð að leiðarljósi hefðu vinnubrögðin við ráðninguna verið með öðrum hætti. Og þá hefði ekki verið gengið framhjá reyndustu fréttamönnum landsins með marklausum og ótækum skýringum eins og raunin er. Fréttastofan þarf hvorki fjármálastjóra né sölustjóra heldur öflugan fagmann sem stýrt getur fréttastofunni í erfiðri samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Útvarpsstjóri og hinn pólitíski meirihluti í útvarpsráði, sem ekki hefur farið leynt með óánægju sína með fréttastofuna, tefla djarft. En hvað vakir fyrir mönnum? Til hvers á þessi ráðning raunverulega að leiða? Trúa útvarpsstjóri og meirihluti útvarpsráðs því virkilega að það sé stofnuninni til framdráttar að standa að málum með þessum hætti? Hvaða skilaboð er verið að senda út í þjóðfélagið og til starfsmanna? Er ekki tími til kominn að þessir aðilar yfirgefi hinn gamla tíma pólitískra sjónarmiða og átti sig á því að þau standa eðlilegri þróun Ríkisútvarpsins fyrir þrifum? Því miður er ástæða til að ætla að ráðning hins nýja fréttastjóra muni auka ófrið um stofnunina í stað þess að lægja öldur eins og þörf er á eftir langvinnar deilur, jafnt meðal starfsmanna innanhúss og úti í þjóðfélaginu þar sem pólitísk orrahríð hefur um árabil verið um hlutverk Ríkisútvarpsins. Ráðningin verður Ríkisútvarpinu hvorki til álitsauka né framdráttar vegna þess hvernig að henni er staðið. Sterkar líkur eru hins vegar á því að hún skaði trúverðugveikleika fréttastofunnar og samkeppnisstöðu Ríkisútvarpsins á tíma þegar stofnunin má síst við því.