Ráðherra vill breyta samningi 13. mars 2005 00:01 "Ég mun skoða í vikunni hvort hægt sé að endurskoða eða breyta þessum samningi sem Ríkiskaup hafa gert vegna varðskipanna," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún er afar vonsvikin með að horft sé framhjá íslenskum skipasmíðastöðvum eins og gerðist í síðustu viku þegar Ríkiskaup tók tilboði pólskra aðila um breytingar og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý. Valgerður segist vilja fylgja fordæmi annarra þjóða sem vernda sinn skipasmíðaiðnað og hækka endurgreiðslur aðstöðugjalda enda sýni þetta ákveðna mál hversu samkeppnishæfar íslenskar skipasmíðastöðvar séu í raun og veru. "Þarna munar aðeins nokkrum milljónum króna og í mínum huga sannar það að við eigum sóknarfæri á þessum vettvangi. Við eigum tækifæri til að lagfæra samkeppnisstöðu þessara fyrirtækja án þess að brjóta lög eða reglur og því vil ég beita mér fyrir." Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að hvað stofnunina varðaði væri engin spurning um hagræðið af því að láta endurbætur á varðskipunum fara fram hérlendis. "Að sjálfsögðu er betra á allan máta að láta endurbyggja skipin hér en við komum ekki að þessari ákvörðun að neinu leyti. Þótt ekki hafi munað meira en 13 til 14 milljónum á tilboði erlendu aðilanna og þeirra íslensku voru fleiri þættir mikilvægari við þessa ákvörðun, til að mynda þessi ISO gæðavottun sem Pólverjarnir hafa en Íslendingarnir ekki og þar utan er reynsla Pólverjanna mun meiri við slík verk og það vegur þungt." Georg vildi ekki meta kostnað Gæslunnar við að sigla skipunum tveimur til Póllands og fljúga áhöfninni heim aftur eins og þörf verður á en þar að auki verður að greiða kostnað tveggja starfsmanna allan tímann sem skipin eru í slipp en þeirra hlutverk er að hafa eftirlit með verkinu og gæta þess að farið sé í einu og öllu eftir útboðsgögnum. "Það segir sig sjálft að kostnaður yrði umtalsvert minni ef skipin þyrftu aðeins að fara til Akureyrar og mikið hagræði að því fyrir okkur." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
"Ég mun skoða í vikunni hvort hægt sé að endurskoða eða breyta þessum samningi sem Ríkiskaup hafa gert vegna varðskipanna," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún er afar vonsvikin með að horft sé framhjá íslenskum skipasmíðastöðvum eins og gerðist í síðustu viku þegar Ríkiskaup tók tilboði pólskra aðila um breytingar og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý. Valgerður segist vilja fylgja fordæmi annarra þjóða sem vernda sinn skipasmíðaiðnað og hækka endurgreiðslur aðstöðugjalda enda sýni þetta ákveðna mál hversu samkeppnishæfar íslenskar skipasmíðastöðvar séu í raun og veru. "Þarna munar aðeins nokkrum milljónum króna og í mínum huga sannar það að við eigum sóknarfæri á þessum vettvangi. Við eigum tækifæri til að lagfæra samkeppnisstöðu þessara fyrirtækja án þess að brjóta lög eða reglur og því vil ég beita mér fyrir." Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að hvað stofnunina varðaði væri engin spurning um hagræðið af því að láta endurbætur á varðskipunum fara fram hérlendis. "Að sjálfsögðu er betra á allan máta að láta endurbyggja skipin hér en við komum ekki að þessari ákvörðun að neinu leyti. Þótt ekki hafi munað meira en 13 til 14 milljónum á tilboði erlendu aðilanna og þeirra íslensku voru fleiri þættir mikilvægari við þessa ákvörðun, til að mynda þessi ISO gæðavottun sem Pólverjarnir hafa en Íslendingarnir ekki og þar utan er reynsla Pólverjanna mun meiri við slík verk og það vegur þungt." Georg vildi ekki meta kostnað Gæslunnar við að sigla skipunum tveimur til Póllands og fljúga áhöfninni heim aftur eins og þörf verður á en þar að auki verður að greiða kostnað tveggja starfsmanna allan tímann sem skipin eru í slipp en þeirra hlutverk er að hafa eftirlit með verkinu og gæta þess að farið sé í einu og öllu eftir útboðsgögnum. "Það segir sig sjálft að kostnaður yrði umtalsvert minni ef skipin þyrftu aðeins að fara til Akureyrar og mikið hagræði að því fyrir okkur."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira