Við borgum ekki! 15. mars 2005 00:01 Umsækjendum um starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins finnst þeir hafðir að fíflum. Formlegt mat á hæfni umsækjenda fer fram með ærinni fyrirhöfn og málefnaleg tillaga gerð um ráðningu. Þá kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn telur sig eiga stöðuna! Mér finnst ég líka hafa verið hafður að fífli. Afnotagjöldin eru lögboðin skylda og stofnunin er eign landsmanna allra. Nú er komið í ljós að þetta er allt misskilningur. RÚV er í eigu stjórnmálaflokka og þeir fara með það eins og þinglýsta eign sína. Ef ekki er farið eftir eðlilegum leikreglum á Ríkisútvarpinu, er réttast að landsmenn hætti að greiða afnotagjöldin. Tími borgaralegrar óhlýðni er runninn upp. Borgaraleg óhlýðni Með borgaralegri óhlýðni er átt við lögbrot af prinsippástæðum. Lögin eru brotin, því er ekki leynt, heldur beinlínis látið vita af því. Mikilvægt er að viðkomandi hagnist ekkert persónulega á lögbrotinu, enda er það ekki tilgangurinn. Í þessu tilfelli yrði stofnaður bankareikningur og afnotagjöldin greidd inn á hann, en Ríkisútvarpið látið vita af því. Peningarnir eru síðan geymdir á reikningnum uns leikreglur eru virtar og eðlilegt ástand skapast. Best væri auðvitað að einhver félagasamtök gættu reikningsins og héldu utan um það hverjir greiddu inn á hann. En þetta er þó engin nauðsyn, hver einstaklingur sem getur ekki samvisku sinnar vegna greitt afnotagjöldin, getur stofnað slíkan reikning sjálfur. RÚV getur ekki rukkað Spurningin sem eðlilega vaknar er þessi: Hvað gerist þegar RÚV fer að rukka inn afnotagjöldin? Svarið við því er einfalt. RÚV verður bent á það kurteislega að upphæðin hafi verið greidd inn á reikning og kvittun sýnd fyrir því. Óhlýðnin byggist á virðingu fyrir hlutverki Ríkisútvarpsins og því er erfitt fyrir stofnunina að ganga hart fram. Þeir sem grafa undan RÚV er ekki hinir óhlýðnu, heldur þeir stjórnendur stofnunarinnar sem grafið hafa undan lögmæti hennar með ákvörðunum sínum. Að siga lögmönnum og lögreglu á yfirlýsta stuðningsmenn stofnunarinnar er hreint glapræði. Daginn sem reynt verður að siga lögreglunni á fólk sem ekki hefur greitt mun RÚV hrynja til grunna. Hér þarf í rauninni ekki nema einn til, en því fleiri sem ekki greiða, því betra. Ríkisútvarpið verður ekki í neinni stöðu til að rukka inn afnotagjöldin af þeim sem greitt hafa þau inn á sérstakan reikning. Ég hygg að stofnuninni muni ekki einu sinni detta það í hug. RÚV hefur ekki hreinan skjöld í þessu máli, enda augljóslega brotið eðlilegar leikreglur í lýðræðissamfélagi. RÚV og réttarríkið Nú mun sjálfsagt heyrast hljóð úr horni um réttaríkið og hættuna á því að borgararnir taki lögin í sínar hendur. Svarið við þessu er einfalt: Var ráðning fréttastjóra útvarpsins dæmi um virðingu fyrir réttarríkinu og lýðræðislegum stjórnarháttum? Bar ráðningin vitni um háleita virðingu fyrir jafnrétti borgaranna? Er ekki augljóst að stjórnendur RÚV nota réttarríkið sem skálkaskjól og réttlætingu fyrir athöfnum sem augljóslega ganga þvert gegn þeim hugsjónum sem það byggist á? Staðreyndin er sú að hvergi í Evrópu myndu stjórnvöld komast upp með dellu af því tagi sem ráðning fréttastjóra Ríkisútvarpsins er dæmi um. Sérstaklega yrði slíkt litið hornauga í Austur-Evrópu, enda kannast menn við aðferðirnar. Engin ástæða er til að láta slíkt yfir sig ganga hér heldur. Hefur einhver ástæðu til að greiða afnotagjöldin eftir það sem á undan er gengið? Birgir Hermannsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Umsækjendum um starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins finnst þeir hafðir að fíflum. Formlegt mat á hæfni umsækjenda fer fram með ærinni fyrirhöfn og málefnaleg tillaga gerð um ráðningu. Þá kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn telur sig eiga stöðuna! Mér finnst ég líka hafa verið hafður að fífli. Afnotagjöldin eru lögboðin skylda og stofnunin er eign landsmanna allra. Nú er komið í ljós að þetta er allt misskilningur. RÚV er í eigu stjórnmálaflokka og þeir fara með það eins og þinglýsta eign sína. Ef ekki er farið eftir eðlilegum leikreglum á Ríkisútvarpinu, er réttast að landsmenn hætti að greiða afnotagjöldin. Tími borgaralegrar óhlýðni er runninn upp. Borgaraleg óhlýðni Með borgaralegri óhlýðni er átt við lögbrot af prinsippástæðum. Lögin eru brotin, því er ekki leynt, heldur beinlínis látið vita af því. Mikilvægt er að viðkomandi hagnist ekkert persónulega á lögbrotinu, enda er það ekki tilgangurinn. Í þessu tilfelli yrði stofnaður bankareikningur og afnotagjöldin greidd inn á hann, en Ríkisútvarpið látið vita af því. Peningarnir eru síðan geymdir á reikningnum uns leikreglur eru virtar og eðlilegt ástand skapast. Best væri auðvitað að einhver félagasamtök gættu reikningsins og héldu utan um það hverjir greiddu inn á hann. En þetta er þó engin nauðsyn, hver einstaklingur sem getur ekki samvisku sinnar vegna greitt afnotagjöldin, getur stofnað slíkan reikning sjálfur. RÚV getur ekki rukkað Spurningin sem eðlilega vaknar er þessi: Hvað gerist þegar RÚV fer að rukka inn afnotagjöldin? Svarið við því er einfalt. RÚV verður bent á það kurteislega að upphæðin hafi verið greidd inn á reikning og kvittun sýnd fyrir því. Óhlýðnin byggist á virðingu fyrir hlutverki Ríkisútvarpsins og því er erfitt fyrir stofnunina að ganga hart fram. Þeir sem grafa undan RÚV er ekki hinir óhlýðnu, heldur þeir stjórnendur stofnunarinnar sem grafið hafa undan lögmæti hennar með ákvörðunum sínum. Að siga lögmönnum og lögreglu á yfirlýsta stuðningsmenn stofnunarinnar er hreint glapræði. Daginn sem reynt verður að siga lögreglunni á fólk sem ekki hefur greitt mun RÚV hrynja til grunna. Hér þarf í rauninni ekki nema einn til, en því fleiri sem ekki greiða, því betra. Ríkisútvarpið verður ekki í neinni stöðu til að rukka inn afnotagjöldin af þeim sem greitt hafa þau inn á sérstakan reikning. Ég hygg að stofnuninni muni ekki einu sinni detta það í hug. RÚV hefur ekki hreinan skjöld í þessu máli, enda augljóslega brotið eðlilegar leikreglur í lýðræðissamfélagi. RÚV og réttarríkið Nú mun sjálfsagt heyrast hljóð úr horni um réttaríkið og hættuna á því að borgararnir taki lögin í sínar hendur. Svarið við þessu er einfalt: Var ráðning fréttastjóra útvarpsins dæmi um virðingu fyrir réttarríkinu og lýðræðislegum stjórnarháttum? Bar ráðningin vitni um háleita virðingu fyrir jafnrétti borgaranna? Er ekki augljóst að stjórnendur RÚV nota réttarríkið sem skálkaskjól og réttlætingu fyrir athöfnum sem augljóslega ganga þvert gegn þeim hugsjónum sem það byggist á? Staðreyndin er sú að hvergi í Evrópu myndu stjórnvöld komast upp með dellu af því tagi sem ráðning fréttastjóra Ríkisútvarpsins er dæmi um. Sérstaklega yrði slíkt litið hornauga í Austur-Evrópu, enda kannast menn við aðferðirnar. Engin ástæða er til að láta slíkt yfir sig ganga hér heldur. Hefur einhver ástæðu til að greiða afnotagjöldin eftir það sem á undan er gengið? Birgir Hermannsson
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun