OPEC-ríkin auka olíuframleiðslu 16. mars 2005 00:01 OPEC-ríkin ætla að auka olíuframleiðslu til að slá á síhækkandi olíuverð en aukningin hefur engin áhrif á olíumarkaði enn sem komið er. Dollarinn fellur enn fyrir vikið. Olíumálaráðherra OPEC tilkynntu í morgun að dælt yrði upp meiri olíu. Aukningin nemur tveimur prósentum, eða hálfri milljón fata á dag, en olíuverð nálgast nú óðfluga 55 dollara fyrir fatið á ný. Til greina kemur að auka framleiðsluna meira haldist verðið áfram svo hátt. Talsmenn OPEC segjast telja eðlilegt olíuverð vera á milli 40 og 50 dollarar á fatið og að stefnt sé að því að ná fram því verði. Olíuverð á Evrópumarkaði er engu að síður svipað og í gær og aðeins um tvo dollara frá sögulegu hámarki. Sérfræðingar á markaði telja mestar líkur á að verðið hækki áfram í ljósi vaxandi eftirspurnar og í raun sé yfirlýsing OPEC marklaus í því samhengi, því að OPEC-ríkin séu ekki fær um að framleiða mikið meiri olíu en nú er. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
OPEC-ríkin ætla að auka olíuframleiðslu til að slá á síhækkandi olíuverð en aukningin hefur engin áhrif á olíumarkaði enn sem komið er. Dollarinn fellur enn fyrir vikið. Olíumálaráðherra OPEC tilkynntu í morgun að dælt yrði upp meiri olíu. Aukningin nemur tveimur prósentum, eða hálfri milljón fata á dag, en olíuverð nálgast nú óðfluga 55 dollara fyrir fatið á ný. Til greina kemur að auka framleiðsluna meira haldist verðið áfram svo hátt. Talsmenn OPEC segjast telja eðlilegt olíuverð vera á milli 40 og 50 dollarar á fatið og að stefnt sé að því að ná fram því verði. Olíuverð á Evrópumarkaði er engu að síður svipað og í gær og aðeins um tvo dollara frá sögulegu hámarki. Sérfræðingar á markaði telja mestar líkur á að verðið hækki áfram í ljósi vaxandi eftirspurnar og í raun sé yfirlýsing OPEC marklaus í því samhengi, því að OPEC-ríkin séu ekki fær um að framleiða mikið meiri olíu en nú er.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira