Hart deilt á lóðaúthlutun 20. mars 2005 00:01 Ónafngreindur auglýsandi bauð í gær hverjum þeim sem sækti um og fengi einbýlishúsalóð í lóðaúthlutun í Lambaseli átta milljónir króna fyrir lóðina. Verði einhver við boðinu þýðir það að viðkomandi hagnist um 3,4 milljónir króna. Auglýsandinn lýsir sjálfum sér sem reykvískri fjölskyldu og segist gera þetta til að auka líkurnar á að fá lóð og mótmæla "vandræðaástandi" í lóðamálum í Reykjavík. Auglýsingin birtist sama dag og borgin auglýsti eftir umsóknum um 30 lóðir fyrir einbýlishús. Auglýsandinn neitar að greina frá nafni sínu en sagði í tölvupósti að hann væri hvorki í samstarfi við stjórnmálaflokk né verktaka. Með auglýsingunni væru reglur borgarinnar beygðar en ekki brotnar. Hann áætlar að 10-20 þúsund Reykvíkingar sækist eftir Lambaselslóðunum og bendir á að einstaklingar og byggingaverktakar safni kennitölum til að auka líkur sínar. Eftirmarkaðsverð lóða sé komið langt fram yfir það sem borgin fari fram á. Í Kópavogi og Hafnarfirði sé gert heiðursmannasamkomulag um að skipta hagnaði af sölu húss milli einstaklings sem fékk lóð og byggingaverktaka eftir ákveðnum hlutföllum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi telur auglýsinguna sýna ófremdarástandið í lóðamálum í borginni. Það minni á ástandið fyrir 1980, þegar lóðir gengu kaupum og sölum. "Við munum auðvitað fylgjast grannt með þróun þessa máls. Ef niðurstaðan verður sú að ákvæðin halda ekki, sem við settum til að lóðirnar færu til fjölskyldna sem byggja yfir sjálfa sig, mun þeirri skoðun vaxa fiskur um hrygg að sanngjarnast sé að bjóða einbýlishúsalóðir út eins og aðrar lóðir," segir Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira
Ónafngreindur auglýsandi bauð í gær hverjum þeim sem sækti um og fengi einbýlishúsalóð í lóðaúthlutun í Lambaseli átta milljónir króna fyrir lóðina. Verði einhver við boðinu þýðir það að viðkomandi hagnist um 3,4 milljónir króna. Auglýsandinn lýsir sjálfum sér sem reykvískri fjölskyldu og segist gera þetta til að auka líkurnar á að fá lóð og mótmæla "vandræðaástandi" í lóðamálum í Reykjavík. Auglýsingin birtist sama dag og borgin auglýsti eftir umsóknum um 30 lóðir fyrir einbýlishús. Auglýsandinn neitar að greina frá nafni sínu en sagði í tölvupósti að hann væri hvorki í samstarfi við stjórnmálaflokk né verktaka. Með auglýsingunni væru reglur borgarinnar beygðar en ekki brotnar. Hann áætlar að 10-20 þúsund Reykvíkingar sækist eftir Lambaselslóðunum og bendir á að einstaklingar og byggingaverktakar safni kennitölum til að auka líkur sínar. Eftirmarkaðsverð lóða sé komið langt fram yfir það sem borgin fari fram á. Í Kópavogi og Hafnarfirði sé gert heiðursmannasamkomulag um að skipta hagnaði af sölu húss milli einstaklings sem fékk lóð og byggingaverktaka eftir ákveðnum hlutföllum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi telur auglýsinguna sýna ófremdarástandið í lóðamálum í borginni. Það minni á ástandið fyrir 1980, þegar lóðir gengu kaupum og sölum. "Við munum auðvitað fylgjast grannt með þróun þessa máls. Ef niðurstaðan verður sú að ákvæðin halda ekki, sem við settum til að lóðirnar færu til fjölskyldna sem byggja yfir sjálfa sig, mun þeirri skoðun vaxa fiskur um hrygg að sanngjarnast sé að bjóða einbýlishúsalóðir út eins og aðrar lóðir," segir Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira