Varasöm þétting flugvallarsvæðis 21. mars 2005 00:01 Í Morgunblaðinu föstudaginn 25. febrúar s.l. er stuttlega kynnt tilboð Skipulagsráðs Reykjavíkurborgar til Háskólans í Reykjavík um lóð í Vatnsmýrinni, nánar tiltekið ofan Nauthólsvíkur. Mat á umhverfisáhrifum nýbyggingarsvæða Þótt nýbyggingarsvæði (þ.m.t. bygging verslunarmiðstöðva og bílastæða) þurfi ekki að sæta umhverfismati geta þau haft umtalsverð umhverfisáhrif - landröskun, sjónmengun, ljósmengun, vatnsmengun, hávaði, loftmengun, o.fl. Undirritaður hefur nokkrum sinnum bent á misræmi í íslensku lögunum um umhverfismat og tilskipun Evrópusambandsins. Í tilskipun sambandsins skulu t.d. nýbyggingarsvæði (þ.m.t. bygging verslunarmiðstöðva og bílastæða) sæta umhverfismati (skv. 2. viðauka). Samkvæmt Evrópudómstólnum er aðildarþjóðum (þ.m.t. þjóðir EES) ekki heimilt að fjarlægja einstaka framkvæmdaflokka af lista tilskipunarinnar, líkt og gert er í íslensku lögunum. Umhverfisáhrif flugvallarins Að mörgu þarf að hyggja þegar skipuleggja skal 20 þúsund manna þekkingar- og háskólaþorp á heimsmælikvarða einsog málið var kynnt í Morgunblaðinu. Umhverfisáhrif þekkingar- og háskólaþorpsins verða mikil en áhrif flugvallarins á þorpið verða ekki síður veruleg. Hér verður í stuttu máli fjallað um niðurstöður tveggja skýrslna sem kynntar voru m.a. í tengslum við atkvæðagreiðsluna um Reykjavíkurflugvöll 2001. Annars vegar er um að ræða hljóðvistargreiningu og hinsvegar áhættumatsgreiningu. Hávaði Embætti Borgarverkfræðings hafði frumkvæði að greiningunni. Umferðardeild verkfræðistofunnar Línuhönnunar hf. og Flugmálastjórn unnu verkið í sameiningu. Í reglugerð um hávaða er ekki að finna nein viðmiðunarmörk fyrir flugvélahávaða, en tiltekið: "Ef upp koma tilvik sem þessar reglur ná ekki yfir, skal velja viðurkennda hávaðareglu sem stuðst er við í slíkum tilvikum í einhverju hinna Norðurlandanna". Á Norðurlöndunum er yfirleitt miðað við að hljóðstig frá flugumferð á nýjum íbúðasvæðum (þ.m.t. kennslustofnanir og sjúkrahús) skuli vera innan 55dB. Meðfylgjandi mynd sýnir hljóðstig við Reykjavíkurflugvöll fyrir um 4 árum. Hvít svæði hafa lægri hljóðstig en 55dB vegna flugtaka og lendinga á flugvellinum. Hljóðstig svæðisins sem Reykjavíkurborg hefur boðið Háskólanum í Reykjavík er 60-70dB. Í reglugerð nr 478-2003 kemur fram: "Bannað er að byggja íbúðarhús í nágrenni flugvalla í aðflugsstefnu flugbrauta þar sem hætta er á slysum og að hávaði fari yfir leyfileg mörk." Í aðalskipulagi Reykjavíkur (sem gildi til 2024) er gert ráð fyirr að norður-suðurbraut verði aflögð árið 2016. Það þýðir að hávaðinn verður enn meiri á tilboðssvæði Reykjavíkur því það liggur í flugstefnu austur-vesturbrautar. Útreikningarnir frá 2001 gerðu ráð fyrir 50-50 notkun á brautunum. Umferðarskipulag Hávaði frá flugumferð er ekki eini hávaði svæðisins því umferðin er mikil og mun aukast. Einsog allir vita sem keyra reglulega vestur í bæ er umferðin þar orðin afar þung og erfið á álagstímum. Til þess að leysa úr þessum umferðarhnútum hefur Samgönguráðherra sett 200 milljónir í undirbúning á Hlíðarfætisgöngum á Samgönguáætlun 2005-2008. Hlíðarfótsverkefnið er 4.akreina stofnbraut frá Vatnsmýrarsvæðinu, gegnum Öskjuhlíðina, að mislægum gatnamót í Fossvogsdalnum, og áfram undir Kópavog að mislægum gatnamótum við Smáralind. Fjöldi bíla úr Öskjuhlíðargöngum við umrætt gjafaland hefur verið áætlaður 25.000 á sólarhring 2012 (án 20.000 manna háskólaþorps). Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins skulu þéttbýlissvæði með fleiri en 100.000 íbúa gera hávaðakort sem sýnir heildarhávaða svæðisins innan 2010. Það þýðir að leggja verður saman hávaðann frá flugvellinum og hávaða frá umferð í nágrenninu. Hávaðinn á Vatnsmýrarsvæðinu mun því aukast enn frekar. Áhættugreining Árið 1997 var unnið áhættumat fyrir Reykjavíkurflugvöll. Eins og búast mátti við er áhættan mest næst flugvellinum og í stefnu flugbrautanna. Slysalínan - sem þýddi 1-2. dauðsföll á hverja 100.000 þúsund íbúa á ári - náði t.d næstum að Kringlumýrarbraut vegna austur-vesturbrautar. Flugvöllurinn telst samt vera öruggur því dauðsföll þurfa að vera fleiri en 3. á hverja 100.000 þúsund íbúa á ári ef áhættan er ekki ásættanleg skv. reglugerð nr. 505-2000. Ef koma á 20 þúsund manna háskólaþorpi í nágrenni vallarins eru líkur á því að áhættan verði ekki ásættanleg. Lokaorð Umrætt landsvæði er ekki besta byggingalóð landsins fyrir íbúðasvæði eða kennslustofnanir. Sýnt hefur verið fram á að frekari þétting flugvallarsvæðins getur verið varasöm og jafnvel ólögleg miðað við reglugerð nr. 478-2003. Flugvöllurinn er ekki að fara á morgun. Samkomulag hefur verið gert um að völlurinn standi a.m.k. 20 ár í viðbót. Þangað til er nægur tími til að standa vel að kynningu á nýtingu alls Vatnsmýrarsvæðins fyrir alla borgara. Rétt er að benda á að lokum að mikilvægi Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur er sérstaklega mikið sem útivistarsvæða innan höfuðborgarinnar. Ekki er ráðlegt að þétta byggð of mikið og ganga þannig á náttúru og græn lungu borgarinnar, komandi kynslóðir munu ekki fyrirgefa það. Björgvin Þorsteinsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu föstudaginn 25. febrúar s.l. er stuttlega kynnt tilboð Skipulagsráðs Reykjavíkurborgar til Háskólans í Reykjavík um lóð í Vatnsmýrinni, nánar tiltekið ofan Nauthólsvíkur. Mat á umhverfisáhrifum nýbyggingarsvæða Þótt nýbyggingarsvæði (þ.m.t. bygging verslunarmiðstöðva og bílastæða) þurfi ekki að sæta umhverfismati geta þau haft umtalsverð umhverfisáhrif - landröskun, sjónmengun, ljósmengun, vatnsmengun, hávaði, loftmengun, o.fl. Undirritaður hefur nokkrum sinnum bent á misræmi í íslensku lögunum um umhverfismat og tilskipun Evrópusambandsins. Í tilskipun sambandsins skulu t.d. nýbyggingarsvæði (þ.m.t. bygging verslunarmiðstöðva og bílastæða) sæta umhverfismati (skv. 2. viðauka). Samkvæmt Evrópudómstólnum er aðildarþjóðum (þ.m.t. þjóðir EES) ekki heimilt að fjarlægja einstaka framkvæmdaflokka af lista tilskipunarinnar, líkt og gert er í íslensku lögunum. Umhverfisáhrif flugvallarins Að mörgu þarf að hyggja þegar skipuleggja skal 20 þúsund manna þekkingar- og háskólaþorp á heimsmælikvarða einsog málið var kynnt í Morgunblaðinu. Umhverfisáhrif þekkingar- og háskólaþorpsins verða mikil en áhrif flugvallarins á þorpið verða ekki síður veruleg. Hér verður í stuttu máli fjallað um niðurstöður tveggja skýrslna sem kynntar voru m.a. í tengslum við atkvæðagreiðsluna um Reykjavíkurflugvöll 2001. Annars vegar er um að ræða hljóðvistargreiningu og hinsvegar áhættumatsgreiningu. Hávaði Embætti Borgarverkfræðings hafði frumkvæði að greiningunni. Umferðardeild verkfræðistofunnar Línuhönnunar hf. og Flugmálastjórn unnu verkið í sameiningu. Í reglugerð um hávaða er ekki að finna nein viðmiðunarmörk fyrir flugvélahávaða, en tiltekið: "Ef upp koma tilvik sem þessar reglur ná ekki yfir, skal velja viðurkennda hávaðareglu sem stuðst er við í slíkum tilvikum í einhverju hinna Norðurlandanna". Á Norðurlöndunum er yfirleitt miðað við að hljóðstig frá flugumferð á nýjum íbúðasvæðum (þ.m.t. kennslustofnanir og sjúkrahús) skuli vera innan 55dB. Meðfylgjandi mynd sýnir hljóðstig við Reykjavíkurflugvöll fyrir um 4 árum. Hvít svæði hafa lægri hljóðstig en 55dB vegna flugtaka og lendinga á flugvellinum. Hljóðstig svæðisins sem Reykjavíkurborg hefur boðið Háskólanum í Reykjavík er 60-70dB. Í reglugerð nr 478-2003 kemur fram: "Bannað er að byggja íbúðarhús í nágrenni flugvalla í aðflugsstefnu flugbrauta þar sem hætta er á slysum og að hávaði fari yfir leyfileg mörk." Í aðalskipulagi Reykjavíkur (sem gildi til 2024) er gert ráð fyirr að norður-suðurbraut verði aflögð árið 2016. Það þýðir að hávaðinn verður enn meiri á tilboðssvæði Reykjavíkur því það liggur í flugstefnu austur-vesturbrautar. Útreikningarnir frá 2001 gerðu ráð fyrir 50-50 notkun á brautunum. Umferðarskipulag Hávaði frá flugumferð er ekki eini hávaði svæðisins því umferðin er mikil og mun aukast. Einsog allir vita sem keyra reglulega vestur í bæ er umferðin þar orðin afar þung og erfið á álagstímum. Til þess að leysa úr þessum umferðarhnútum hefur Samgönguráðherra sett 200 milljónir í undirbúning á Hlíðarfætisgöngum á Samgönguáætlun 2005-2008. Hlíðarfótsverkefnið er 4.akreina stofnbraut frá Vatnsmýrarsvæðinu, gegnum Öskjuhlíðina, að mislægum gatnamót í Fossvogsdalnum, og áfram undir Kópavog að mislægum gatnamótum við Smáralind. Fjöldi bíla úr Öskjuhlíðargöngum við umrætt gjafaland hefur verið áætlaður 25.000 á sólarhring 2012 (án 20.000 manna háskólaþorps). Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins skulu þéttbýlissvæði með fleiri en 100.000 íbúa gera hávaðakort sem sýnir heildarhávaða svæðisins innan 2010. Það þýðir að leggja verður saman hávaðann frá flugvellinum og hávaða frá umferð í nágrenninu. Hávaðinn á Vatnsmýrarsvæðinu mun því aukast enn frekar. Áhættugreining Árið 1997 var unnið áhættumat fyrir Reykjavíkurflugvöll. Eins og búast mátti við er áhættan mest næst flugvellinum og í stefnu flugbrautanna. Slysalínan - sem þýddi 1-2. dauðsföll á hverja 100.000 þúsund íbúa á ári - náði t.d næstum að Kringlumýrarbraut vegna austur-vesturbrautar. Flugvöllurinn telst samt vera öruggur því dauðsföll þurfa að vera fleiri en 3. á hverja 100.000 þúsund íbúa á ári ef áhættan er ekki ásættanleg skv. reglugerð nr. 505-2000. Ef koma á 20 þúsund manna háskólaþorpi í nágrenni vallarins eru líkur á því að áhættan verði ekki ásættanleg. Lokaorð Umrætt landsvæði er ekki besta byggingalóð landsins fyrir íbúðasvæði eða kennslustofnanir. Sýnt hefur verið fram á að frekari þétting flugvallarsvæðins getur verið varasöm og jafnvel ólögleg miðað við reglugerð nr. 478-2003. Flugvöllurinn er ekki að fara á morgun. Samkomulag hefur verið gert um að völlurinn standi a.m.k. 20 ár í viðbót. Þangað til er nægur tími til að standa vel að kynningu á nýtingu alls Vatnsmýrarsvæðins fyrir alla borgara. Rétt er að benda á að lokum að mikilvægi Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur er sérstaklega mikið sem útivistarsvæða innan höfuðborgarinnar. Ekki er ráðlegt að þétta byggð of mikið og ganga þannig á náttúru og græn lungu borgarinnar, komandi kynslóðir munu ekki fyrirgefa það. Björgvin Þorsteinsson
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun