Er lýðræði loks að skjóta rótum? Guðmundur Magnússon skrifar 22. mars 2005 00:01 Er lýðræði að skjóta rótum í ríkjum araba? Þessi spurning ber æ oftar á góma. Tilefnið er atburðir sem verið hafa að gerast í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og þar í nágrenni. Sumir líkja þeim við lýðræðisbyltinguna í Austur-Evrópu á níunda áratug síðustu aldar. Harðstjórnarríki ofsatrúarmanna og olíukónga séu að falla eins og alræðisríki kommúnista forðum. Við skulum líta á þetta nánar. Svæðið sem um ræðir er sannarlega ekki þekkt fyrir lýðræði eða virðingu fyrir mannréttindum. Aðeins eitt ríki getur talist búa við lýðræðisskipun og það er Ísrael. Í öðrum ríkjum er hefðin sú að völdin flytjast frá föður til sonar. Öll stjórnarandstaða er kæfð niður og ríkt eftirlit er með þeim sem grunaðir eru um skoðanir sem ekki eru þóknanlegar valdhöfum. Þess vegna vekur það athygli þegar lýðræði og réttur einstaklinga er skyndilega orðið mál málananna í þessum heimshluta. Hvað hefur verið að gerast? Stutt er síðan Palestínumenn, sem lengst af hafa lotið stjórn hryðjuverkahópa, gengu að kjörborðinu og kusu sér forseta í frjálsum kosningum. Það var fráfall Jassers Arafats sem hleypti þeirri skriðu af stað. Um líkt leyti buðu átta milljónir Íraka hótunum og ógnunum hryðjuverkamanna birginn og tóku þátt í lýðræðislegum þingkosningum. Þær voru haldnar þrátt fyrir ótryggt ástand,ekki síst fyrir hvatningu hins hófsama trúarleiðtoga Ali al-Sistani. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum mánuðum að slíkt ætti eftir að gerast í ríki Saddams Husseins og sona hans? Jafnvel í Saudí-Arabíu hafa nýskeð farið fram lýðræðislegar sveitarstjórnarkosningar. Eftir þessu er tekið í nágrannalöndunum þar sem menn hafa enn ekki fengið að njóta réttar síns. Ástæðan er sú að netið og gervihnattasjónvarp miðla þessum upplýsingum til almennings sem áður var fullkomlega fáfróður um umheiminn og varð að láta sér nægja opinberar fréttir valdhafanna. Sjónvarpsstöðvar eins og Al Jazeera eiga hér stóran hlut að máli. Fram hjá því verður ekki horft að innrás Bandaríkjamanna og samherja þeirra í Írak skiptir miklu málí í þessu sambandi. Jafnvel þótt hún sé fordæmd sem ólögleg og óskynsamleg er því ekki að neita að hún hefur vakið gífurlega áhuga á því meðal araba og annarra þjóða á svæðinu að þeir fái sjálfir að stjórna sínum málum. Yfirlýst markmið Bandaríkjamanna var að koma á lýðræði í landinu og kosningarnar voru liður í að efna það fyrirheit. En það eru atburðir í Líbanon að undanförnu sem menn veita sérstaka athygli. Gífurlegt uppnám hefur skapast í kjölfar morðsins á Rafik Hariri forsætisráðherra landsins. Talið er að Sýrlendingar standi á bak við glæpinn en þeir hafa haft fjölmennt herlið í landinu um árabil. Reiði almennings birtist í fjöldamótmælum á götum úti. Stjórn Líbanons, sem höll var undir Sýrlendinga, náði ekki tökum ástandinu og neyddist til að segja af sér. Sýrlendingar hafa nú lofað að kalla hermenn sína brott og fyrirheit hefur verið gefið um frjálsar kosningar í maí. Í júlí eru síðan fyrirhugaðar lýðræðislegar kosningar til þings Palestinumanna. Ekki er hægt að útiloka að þar vinni herskáir rétttrúnaðarmenn sigur. Lýðræði á enga vörn gagnvart mönnum sem nota það til að taka það úr sambandi. Í september verða forsetakosningar í Egyptalandi. Í fyrsta sinn í aldarfjórðung verður leyft mótframboð gegn forseta landsins, Hosni Mubarak. Í smáríkjunum við Persaflóa, Qatar og Bahrain, eru miklar umræður í gangi um að koma á fjölflokkakerfi. Við erum vön því að heyra eingöngu fréttir af hryðjuverkum,blóðbaði og öðrum hörmungum frá þessum heimshluta. Þess vegna vekja fréttir um lýðræðishreyfinguna óvæntu bæði undrun og gleði. Það væri mikil gæfa fyrir mannkynið allt ef þessi hreyfing fengi að skjóta rótum og umskapa þjóðfélög araba. Hvort sú verður raunin sker framtíðin ein úr um.Guðmundur Magnússon -[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Er lýðræði að skjóta rótum í ríkjum araba? Þessi spurning ber æ oftar á góma. Tilefnið er atburðir sem verið hafa að gerast í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og þar í nágrenni. Sumir líkja þeim við lýðræðisbyltinguna í Austur-Evrópu á níunda áratug síðustu aldar. Harðstjórnarríki ofsatrúarmanna og olíukónga séu að falla eins og alræðisríki kommúnista forðum. Við skulum líta á þetta nánar. Svæðið sem um ræðir er sannarlega ekki þekkt fyrir lýðræði eða virðingu fyrir mannréttindum. Aðeins eitt ríki getur talist búa við lýðræðisskipun og það er Ísrael. Í öðrum ríkjum er hefðin sú að völdin flytjast frá föður til sonar. Öll stjórnarandstaða er kæfð niður og ríkt eftirlit er með þeim sem grunaðir eru um skoðanir sem ekki eru þóknanlegar valdhöfum. Þess vegna vekur það athygli þegar lýðræði og réttur einstaklinga er skyndilega orðið mál málananna í þessum heimshluta. Hvað hefur verið að gerast? Stutt er síðan Palestínumenn, sem lengst af hafa lotið stjórn hryðjuverkahópa, gengu að kjörborðinu og kusu sér forseta í frjálsum kosningum. Það var fráfall Jassers Arafats sem hleypti þeirri skriðu af stað. Um líkt leyti buðu átta milljónir Íraka hótunum og ógnunum hryðjuverkamanna birginn og tóku þátt í lýðræðislegum þingkosningum. Þær voru haldnar þrátt fyrir ótryggt ástand,ekki síst fyrir hvatningu hins hófsama trúarleiðtoga Ali al-Sistani. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum mánuðum að slíkt ætti eftir að gerast í ríki Saddams Husseins og sona hans? Jafnvel í Saudí-Arabíu hafa nýskeð farið fram lýðræðislegar sveitarstjórnarkosningar. Eftir þessu er tekið í nágrannalöndunum þar sem menn hafa enn ekki fengið að njóta réttar síns. Ástæðan er sú að netið og gervihnattasjónvarp miðla þessum upplýsingum til almennings sem áður var fullkomlega fáfróður um umheiminn og varð að láta sér nægja opinberar fréttir valdhafanna. Sjónvarpsstöðvar eins og Al Jazeera eiga hér stóran hlut að máli. Fram hjá því verður ekki horft að innrás Bandaríkjamanna og samherja þeirra í Írak skiptir miklu málí í þessu sambandi. Jafnvel þótt hún sé fordæmd sem ólögleg og óskynsamleg er því ekki að neita að hún hefur vakið gífurlega áhuga á því meðal araba og annarra þjóða á svæðinu að þeir fái sjálfir að stjórna sínum málum. Yfirlýst markmið Bandaríkjamanna var að koma á lýðræði í landinu og kosningarnar voru liður í að efna það fyrirheit. En það eru atburðir í Líbanon að undanförnu sem menn veita sérstaka athygli. Gífurlegt uppnám hefur skapast í kjölfar morðsins á Rafik Hariri forsætisráðherra landsins. Talið er að Sýrlendingar standi á bak við glæpinn en þeir hafa haft fjölmennt herlið í landinu um árabil. Reiði almennings birtist í fjöldamótmælum á götum úti. Stjórn Líbanons, sem höll var undir Sýrlendinga, náði ekki tökum ástandinu og neyddist til að segja af sér. Sýrlendingar hafa nú lofað að kalla hermenn sína brott og fyrirheit hefur verið gefið um frjálsar kosningar í maí. Í júlí eru síðan fyrirhugaðar lýðræðislegar kosningar til þings Palestinumanna. Ekki er hægt að útiloka að þar vinni herskáir rétttrúnaðarmenn sigur. Lýðræði á enga vörn gagnvart mönnum sem nota það til að taka það úr sambandi. Í september verða forsetakosningar í Egyptalandi. Í fyrsta sinn í aldarfjórðung verður leyft mótframboð gegn forseta landsins, Hosni Mubarak. Í smáríkjunum við Persaflóa, Qatar og Bahrain, eru miklar umræður í gangi um að koma á fjölflokkakerfi. Við erum vön því að heyra eingöngu fréttir af hryðjuverkum,blóðbaði og öðrum hörmungum frá þessum heimshluta. Þess vegna vekja fréttir um lýðræðishreyfinguna óvæntu bæði undrun og gleði. Það væri mikil gæfa fyrir mannkynið allt ef þessi hreyfing fengi að skjóta rótum og umskapa þjóðfélög araba. Hvort sú verður raunin sker framtíðin ein úr um.Guðmundur Magnússon -[email protected]
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar