Hvað gerist næst? Guðmundur Magnússon skrifar 1. apríl 2005 00:01 Það ræðst líklga á fundi útvarpsráðs á þriðjudaginn hvað næst gerist í fréttastjóramálinu svonefnda. Nú hefur Auðun Georg Ólafsson ákveðið að draga sig til baka en einhver verður víst að stjórna fréttastofunni. Sá möguleiki er fyrir hendi að einhver annar úr hópi umsækjenda verði valinn í starfið en meiri líkur eru þó á því að annað hvort verði staðan auglýst á ný eða ráðning látin bíða þar til ný lög um Ríkisútvarpið, sem liggja fyrir Alþingi í frumvarpsformi, hafa tekið gildi. Varafréttastjóri mundi þá stjórna fréttastofunni á meðan. En hvað verður um Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra? Pereatið sem hann fékk hjá samstarfsfólki sínu er einsdæmi í sögu opinberrar stofnunar hér á landi. Það er tæpast ánægjulegt fyrir hann að ganga um Útvarpshúsið og þurfa að vinna náið með fólki sem ber til hans þann hug sem vantraustsyfirlýsingin sýnir. Ýmsir hafa fullyrt að Markús Örn hafi sýnt því áhuga um nokkurt skeið að hverfa til annarra starfa. Í því sambandi hafa menn einkum nefnt utanríkisþjónustuna. Markús Örn er öflugur maður og mundi vafalaust sóma sér vel á slíkum vettvangi. Hvort ríkisstjórin sé reiðubúin að ganga í málið núna er annar handleggur; kannski þykir það ekki líta vel út eftir framgöngu Markúsar í fréttastjóramálinu. En nefna má í þessu sambandi að laust er starf sendiherra í Kaupmannahöfn því Þorsteinn Pálsson er á heimleið. Hvað sem þessum vangaveltum líður virðist blasa við að Ríkisútvarpið getur ekki til lengri tíma búið við óbreytta forystu. Raunar má segja að það gildi ekkert síður um útvarpsráð en útvarpsstjóra; meirihluti þess sýndi furðulegt dómgreindarleysi í fréttastjóramálinu. En varla fara menn að skipta um útvarpsráð núna þegar segja má að dagar þess séu allir samkvæmt stjórnarfrumvarpinu sem líklegt verður samþykkt á Alþingi innan fárra vikna. Líklega er það skoðun meirihluta fólks að ráðning Auðuns Georgs í starf fréttastjóra hafi verið misráðin og að hvatir til hennar hafi verið pólitískar. En ekki má horfa fram hjá því að mörgum finnst líka að starfsfólk útvarpsins - ekki síst fréttamennirnir - hafi á stundum gengið of langt. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, hefur talað um einelti í þessu sambandi og Auðun Georg gagnrýnir harðlega vinnubrögð fréttamannanna í yfirlýsingu sinni í gær. Líklegt verður því að telja að Ríkisútvarpið og fréttastofan sérstaklega hafi beðið skaða af fréttastjóramálinu, alveg óháð réttmæti málstaðarins. Þetta gerist á sama tíma og Ríkisútvarpið er að horfa upp á stóraukna samkeppni frá Símanum og Skjá einum annars vegar og svo hins vegar Stöð 2, Bylgjunni og Talstöðinni nýju. Eigi Ríkisútvarpið að rétta úr kútnum eftir það sem á undan er gengið þarf áreiðanlega mikið átak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það ræðst líklga á fundi útvarpsráðs á þriðjudaginn hvað næst gerist í fréttastjóramálinu svonefnda. Nú hefur Auðun Georg Ólafsson ákveðið að draga sig til baka en einhver verður víst að stjórna fréttastofunni. Sá möguleiki er fyrir hendi að einhver annar úr hópi umsækjenda verði valinn í starfið en meiri líkur eru þó á því að annað hvort verði staðan auglýst á ný eða ráðning látin bíða þar til ný lög um Ríkisútvarpið, sem liggja fyrir Alþingi í frumvarpsformi, hafa tekið gildi. Varafréttastjóri mundi þá stjórna fréttastofunni á meðan. En hvað verður um Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra? Pereatið sem hann fékk hjá samstarfsfólki sínu er einsdæmi í sögu opinberrar stofnunar hér á landi. Það er tæpast ánægjulegt fyrir hann að ganga um Útvarpshúsið og þurfa að vinna náið með fólki sem ber til hans þann hug sem vantraustsyfirlýsingin sýnir. Ýmsir hafa fullyrt að Markús Örn hafi sýnt því áhuga um nokkurt skeið að hverfa til annarra starfa. Í því sambandi hafa menn einkum nefnt utanríkisþjónustuna. Markús Örn er öflugur maður og mundi vafalaust sóma sér vel á slíkum vettvangi. Hvort ríkisstjórin sé reiðubúin að ganga í málið núna er annar handleggur; kannski þykir það ekki líta vel út eftir framgöngu Markúsar í fréttastjóramálinu. En nefna má í þessu sambandi að laust er starf sendiherra í Kaupmannahöfn því Þorsteinn Pálsson er á heimleið. Hvað sem þessum vangaveltum líður virðist blasa við að Ríkisútvarpið getur ekki til lengri tíma búið við óbreytta forystu. Raunar má segja að það gildi ekkert síður um útvarpsráð en útvarpsstjóra; meirihluti þess sýndi furðulegt dómgreindarleysi í fréttastjóramálinu. En varla fara menn að skipta um útvarpsráð núna þegar segja má að dagar þess séu allir samkvæmt stjórnarfrumvarpinu sem líklegt verður samþykkt á Alþingi innan fárra vikna. Líklega er það skoðun meirihluta fólks að ráðning Auðuns Georgs í starf fréttastjóra hafi verið misráðin og að hvatir til hennar hafi verið pólitískar. En ekki má horfa fram hjá því að mörgum finnst líka að starfsfólk útvarpsins - ekki síst fréttamennirnir - hafi á stundum gengið of langt. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, hefur talað um einelti í þessu sambandi og Auðun Georg gagnrýnir harðlega vinnubrögð fréttamannanna í yfirlýsingu sinni í gær. Líklegt verður því að telja að Ríkisútvarpið og fréttastofan sérstaklega hafi beðið skaða af fréttastjóramálinu, alveg óháð réttmæti málstaðarins. Þetta gerist á sama tíma og Ríkisútvarpið er að horfa upp á stóraukna samkeppni frá Símanum og Skjá einum annars vegar og svo hins vegar Stöð 2, Bylgjunni og Talstöðinni nýju. Eigi Ríkisútvarpið að rétta úr kútnum eftir það sem á undan er gengið þarf áreiðanlega mikið átak.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun