Óttast afleiðingar við sölu sjóðs 7. apríl 2005 00:01 Einhver banki eða peningastofnun mun eignast fyrsta veðrétt í nær öllum bújörðum hér á landi ef hugmyndir um að selja Lánasjóð landbúnaðarins á almennum peningamarkaði ná fram að ganga. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, vakti athygli á þessu og hugsanlegum afleiðingum í utandagskrárumræðu um málið á Alþingi í morgun, en sjóðurinn er opinber sjóður sem bændur hafa byggt upp með greiðslum og nýtur ríkisábyrgðar. Jón sagði að bændum hefði brugðið þegar tilkynnt hefði verið í fréttum Ríkissjónvarpsins 30. mars að ríkisstjórnin hefði ákveðið að selja lánasjóðinn og að svo kynni að fara að viðskiptabanki í eigu hinna ýmsu eignarhaldsfélaga, fjársterkra einstaklinga eða fyrirtækjasamsteypna eignaðist fyrsta veðrétt í nánast öllum jörðum á Íslandi. Fyrsti veðréttur á öllum jörðum í höndum bankastofnana sem eingöngu hugsuðu um tímabundinn gróða gæti á skömmum tíma gjörbreytt eignarhaldi á jörðum og búsetumynstri í landinu. Jón sagðist ekki viss um að það væri vilji þjóðarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu Bylgjunnar hefur sjóðurinn verið mjög sveigjanlegur í innheimtu á lánum, langt umfram það sem nú tíðkast á peningamarkaðnum og óttast nú ýmsir að með harðari innheimtuaðgerðum kunni fjölmargar bújarðir að falla í hendur nýrra eigenda ef sjóðurinn verði seldur. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skipaði um síðustu áramót starfshóp til að fara yfir mál sjóðsins í ljósi nýrrar og gjörbreyttrar stöðu á almenna fjármálamarkaðnum. Hann fullvissaði Jón Bjarnason að fullt samráð yrði haft við bændur um allar breytingar og meðal annars yrði skoðaður sá möguleiki að eignir sjóðsins umfram skuldbindingar rynnu í Lífeyrissjóð bænda ef til sölu kæmi. Hann óttaðist ekki að hagsmunum bænda yrði stefnt í voða þótt nýr eigandi eignaðist fyrsta verðrétt í fjölda bújarða því nú væru sumir bændur þegar farnir að greiða upp lán sín við sjóðinn með öðrum hagstæðari lánum og á hann þar væntanlega við vel stæða bændur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Einhver banki eða peningastofnun mun eignast fyrsta veðrétt í nær öllum bújörðum hér á landi ef hugmyndir um að selja Lánasjóð landbúnaðarins á almennum peningamarkaði ná fram að ganga. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, vakti athygli á þessu og hugsanlegum afleiðingum í utandagskrárumræðu um málið á Alþingi í morgun, en sjóðurinn er opinber sjóður sem bændur hafa byggt upp með greiðslum og nýtur ríkisábyrgðar. Jón sagði að bændum hefði brugðið þegar tilkynnt hefði verið í fréttum Ríkissjónvarpsins 30. mars að ríkisstjórnin hefði ákveðið að selja lánasjóðinn og að svo kynni að fara að viðskiptabanki í eigu hinna ýmsu eignarhaldsfélaga, fjársterkra einstaklinga eða fyrirtækjasamsteypna eignaðist fyrsta veðrétt í nánast öllum jörðum á Íslandi. Fyrsti veðréttur á öllum jörðum í höndum bankastofnana sem eingöngu hugsuðu um tímabundinn gróða gæti á skömmum tíma gjörbreytt eignarhaldi á jörðum og búsetumynstri í landinu. Jón sagðist ekki viss um að það væri vilji þjóðarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu Bylgjunnar hefur sjóðurinn verið mjög sveigjanlegur í innheimtu á lánum, langt umfram það sem nú tíðkast á peningamarkaðnum og óttast nú ýmsir að með harðari innheimtuaðgerðum kunni fjölmargar bújarðir að falla í hendur nýrra eigenda ef sjóðurinn verði seldur. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skipaði um síðustu áramót starfshóp til að fara yfir mál sjóðsins í ljósi nýrrar og gjörbreyttrar stöðu á almenna fjármálamarkaðnum. Hann fullvissaði Jón Bjarnason að fullt samráð yrði haft við bændur um allar breytingar og meðal annars yrði skoðaður sá möguleiki að eignir sjóðsins umfram skuldbindingar rynnu í Lífeyrissjóð bænda ef til sölu kæmi. Hann óttaðist ekki að hagsmunum bænda yrði stefnt í voða þótt nýr eigandi eignaðist fyrsta verðrétt í fjölda bújarða því nú væru sumir bændur þegar farnir að greiða upp lán sín við sjóðinn með öðrum hagstæðari lánum og á hann þar væntanlega við vel stæða bændur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira