Síminn ekki á hendi eins aðila 7. apríl 2005 00:01 Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvert vægi verðs verður þegar tilboð í Síman verða metin. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, segir unnið að því að meta vægi allra þátta sem koma til greina við mat á tilboðum. "Erum við að tala um að verðið vegi 40 prósent, 50 prósent, 60 prósent eða 70 prósent? Það ræðst auðvitað heilmikið af því, en væntanlega yrði munurinn að vera lítill til þess að verðið réði ekki nánast úrslitum," segir Jón. Enn sé verið að fara yfir fjölmarga þætti með ráðgjöfum einkavæðingarnefndar frá Morgan Stanley og niðurstöður þeirrar vinnu verði kynntar fljótt. Ferlið eigi því að vera mjög gagnsætt og byggt á hlutlægum aðferðum. Auk verðhugmynda verður meðal annars horft til eftirfarandi þátta við mat á tilboðum: Fjárhagslegs styrks og lýsingar á fjármögnun, reynslu af rekstri fyrirtækja, hugmynda og framtíðarsýnar varðandi rekstur Símans, starfsmenn fyrirtækisins og þjónustu í þéttbýli og dreifibýli næstu fimm árin. Þetta hafa starfsmenn greiningardeilda Landsbankans og Íslandsbanka gagnrýnt og sagt ferlið við fystu sýn sýnast ógagnsætt. Það eigi við þau skilyrði sem sett séu og kröfu um reynlsu fjárfsetahópsins. Það komi á óvart að almenningi skuli ekki boðið að taka þátt í einkavæðingunni milliliðalaust eins og þegar ríkisbankarnir voru seldir. Verður að selja til almennings Jón Sveinsson segir það vilja ríkisins að Síminn komist í eigu almennings, að minnsta kosti að hluta til. Því sé það skilyrði sett að 30 prósent af heildarhlutafé Símans verði selt almenningi og öðrum fjárfestum. Eru lífeyrissjóðir og aðrir hafðir í huga í því samhengi en ekki er tilgreint strax hversu stór hluturinn til þeirra verður. Þetta verði að gerast fyrir árslok 2007. Þegar sala Símans var kynnt kom fram að með því að selja allan eignarhlut ríkisins til eins hóps fengist hærra verð. Því væri ekki valin sú leið að halda 30 prósentum af hlutafénu eftir og selja beint til almennings. Væntanlegir fjárfestar væru tilbúnir til að greiða hæsta verð fyrir allt eigið fé Símans í einu. "Það var grundvallarpunkturinn sem gengið var eftir í því efni," sagði Jón. Ekki hefði verið gerð könnun á því hvort hærra verð fengist ef engar takmarkandi reglur giltu um eignarhaldið. "Við göngum út frá því að almennar reglur Kauphallarinnar gildi í því efni þegar fyrirtæki eru sett á markað með þessu hætti," sagði Jón spurður um fyrirkomulag á sölu hlutabréfa til almennings. Það yrði í verkahring væntanlegra eigenda að ákveða verðið með hliðsjón af markaðsaðstæðum á þeim tíma. Ríkið kæmi ekki að þessu ferli með beinum hætti en fylgdist með að farið yrði eftir öllum skuldbindingum í sölusamningum. Í samtali við Fréttablaðið segir hann eigendur Símans ekki geta sett verðið það hátt að enginn vilji kaupa. Þeir verði að losa sig við þessi 30 prósent. Engin skilyrði 2008 "Grundvallarhugsunun er sú að enginn einn fari með 51 prósenta hlut fram að skráningu félagsins á aðallista. Eftir það, þegar slík skráning hefur farið fram í árslok 2007 í síðasta lagi og seldur hefur verið 30 eignarhlutur til almennings og annarra fjárfesta, þá getur eigandinn gert það sem hann vill," segir Jón um það skilyrði að enginn megi eiga meira en 45 prósent í Símanum. Af því leiðir að minnst þrír ótengdir aðilar verði að vera á bak við hvert tilboð. "Þetta fellur að þeirri hugsun að æskilegt sé að fyrirtæki af þessu tagi sé að minnsta kosti með einhverjum hætti í dreifðri eignaraðild - ekki á hendi eins aðila, einnar fjölsyldu, einnar samstæðu," segir Jón. Það skilyrði að Síminn eigi að vera skráður á aðallista Kauphallarinnar fyrir árslok 2007 gefi það sterkt til kynna að ríkisstjórnin vilji að félagið verði að hluta til í almenningseigu. Verðið ekki gefið upp Jón segir ekkert verðmat gefið upp eins og gert var fyrir söluna árið 2001. Þá varð einkavæðinganefnd að setja verðmiða á fyrirtækið í sölu til almennings og smærri fjárfesta. "Ef verið er að leita eftir tilboðum frá fjárfestum þá gefa menn ekki upp verðmat fyrirtækisins fyrirfram. Það horfir öðruvísi við ef verið er að selja hlut til almennings. Þá verður að upplýsa á hvaða gengi verið er að selja fyrirtækið og hvert verðmæti þess er," segir hann. Þeir aðilar, sem Fréttablaðið hefur rætt við og eru að íhuga tilboð í Símann, segja Símann verðlagðan of hátt miðað við símafyrirtæki í Evrópu. Miða þeir þá við þær upphæðir sem nefndar hafa verið í opinberri umræðu og eru á bilinu 50 til 60 milljarðar. Þetta sé þó í samræmi við þróun á íslenska hlutabréfamarkaðnum, sem hækki stöðugt. Þegar erlendir fjárfestar beri fjárfestingatækifæri í Símanum saman við önnur í Evrópu sé niðurstaðan óspennandi. Þó hafi nokkuð margir komið hingað til lands til að kynna sér betur Símann og þau tækifæri sem liggi í rekstri hans. Í aðilar eins og Cinven í Bretlandi, Blackstone Group og Providence Equity í Bandaríkjunum. Síminn var metinn á 45 milljarða Í apríl og maí árið 2001 unnu sérfræðingar PricewaterhouseCoopers (PwC) í London og Reykjavík verðmat á Landssíma Íslands. Var fyrst og fremst stuðst við aðferð sem miðar að því að núvirða áætlað sjóðstreymi félagsins til framtíðar. Niðurstaða PwC var að verðmæti eigin fjár Landssímans væri á bilinu 43 til 47 milljarðar króna eða að meðaltali 45 milljarðar. Þetta jafngilti að gengi hlutabréfa væri 6,08 til 6,68 og að meðaltali 6,38. Ákveðið var að verðleggja hlutabréfin í útboðinu miðað við tíu prósent afslátt frá meðalgenginu eða á genginu 5,75. Var þessi afsláttur talinn hæfilegur til að tryggja almenningi, sem tæki þátt í útboðinu, sanngjarnan ávinning. Greiningardeildir fjármálafyrirtækja, fulltrúar lífeyrissjóða og aðilar sem höfðu sýnt áhuga á að kaupa stóra hluti í Símanum sögðu margir verðið á hlutabréfunum of hátt. Einkavæðinganefnd sagði verðmatið á Símanum rétt og eftir þeim reglum sem giltu, þótt ýmsir deildu á sjálfa verðlagninguna. Taldi nefndin, eftir að hafa farið yfir nokkrar ábendingar, ómögulegt að lækka verð hlutabréfanna til að mæta væntingum á hlutabréfamarkaði. Ef hlutafjárkaupendur hefðu ekki áhuga á þessum kaupum væri ekki um annað að ræða fyrir ríkið en að halda áfram að eiga fyrirtækið. Síðan kom í ljós að kaupendur höfðu ekki áhuga. Í fyrsta áfanga sölunnar, þar sem almenningi og starfsmönnum var boðinn 14 prósenta hlutur í Símanum, seldist aðeins fimmtungur. Kaupendur höfðu skráð sig fyrir um 5 prósent hlutafjár í félaginu en aðeins var greitt fyrir 2,3 prósent. Af 2.588 sem skráðu sig fyrir hlut voru rúmlega 600 starfsmenn. Selja átti kjölfestufjárfesti hlut fyrir árslok 2001. Viðræður stóðu yfir við TeleDanmark (TDC) og héldu þær áfram í janúar 2002. Það var svo ljóst í lok febrúar að ekki yrði af sölunni til TDC og var áformum um sölu Símans hætt í kjölfarið. Óhagstæðum aðstæðum var kennt um hvernig fór. Hryðjuverkaárásir á Bandaríkin 11. september drógu úr viðskiptum um allan heim. Mikið var talað um að verðið á Símanum væri of hátt, gengi krónunnar var óstöðugt og hagur fjarskiptafyrirtækja hafði versnað og áhugi fjárfesta á þeim minnkað. Morgan Stanley gáfu ábendingar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru skiptar skoðanir innan einkavæðinganefndar um hvort setja ætti yfir höfuð einhverjar reglur um hámarkseignarhlut, sem hver og einn fjárfestir gæti keypt, og hvort horfa ætti til annarra þátta en verðs. Niðurstaðan var að lokum, eins og áður sagði, að miða við 45 prósenta eignarhlut og meta tilboðin út frá fjárhagslegum styrk tilboðsgjafa, framtíðarsýn og reynslu af rekstri. Jón segir margar leiðir hafa verið skoðaðar við söluna innan nefndarinnar. Hlutverk ráðgjafanna frá Morgan Stanley hafi verið að koma með ábendingar en ekki er farið eftir öllu í smáatriðum. Það hafi verið einkavæðinganefndar að velja úr í því efni. Aðspurður um hvort sátt hafi verið um þessa leið milli stjórnarflokkanna bendir Jón á að tillögurnar voru samþykktar í ráðherranefnd um einkavæðingu og kynntar í ríkisstjórn. Fleiri á móti sölunni Minnihluti þjóðarinnar, eða 42 prósent, er hlynntur því að selja Landssíma Íslands. Tólf prósent eru hlutlaus en 46 prósent andvíg einkavæðingunni. Þetta kom fram í könnun Gallup í febrúar síðast liðinn. Mestur er stuðningurinn við sölu Símans í aldurshópnum 25 til 34 ára en andstaðan er mest í elsta aldurshópnum; 55 til 75 ára. Þá er andstaðan mest utan höfuðborgarsvæðisins, 54 prósent, en yfir helmingur íbúa í nágrenni Reykjavíkur styður söluna. Þá eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar miklir stuðningsmenn einkavæðingar Símans á meðan meirihluti stuðningsmanna Framsóknarlfokksins og Vinstri-grænna er henni andvígir. Innlent Viðskipti Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvert vægi verðs verður þegar tilboð í Síman verða metin. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, segir unnið að því að meta vægi allra þátta sem koma til greina við mat á tilboðum. "Erum við að tala um að verðið vegi 40 prósent, 50 prósent, 60 prósent eða 70 prósent? Það ræðst auðvitað heilmikið af því, en væntanlega yrði munurinn að vera lítill til þess að verðið réði ekki nánast úrslitum," segir Jón. Enn sé verið að fara yfir fjölmarga þætti með ráðgjöfum einkavæðingarnefndar frá Morgan Stanley og niðurstöður þeirrar vinnu verði kynntar fljótt. Ferlið eigi því að vera mjög gagnsætt og byggt á hlutlægum aðferðum. Auk verðhugmynda verður meðal annars horft til eftirfarandi þátta við mat á tilboðum: Fjárhagslegs styrks og lýsingar á fjármögnun, reynslu af rekstri fyrirtækja, hugmynda og framtíðarsýnar varðandi rekstur Símans, starfsmenn fyrirtækisins og þjónustu í þéttbýli og dreifibýli næstu fimm árin. Þetta hafa starfsmenn greiningardeilda Landsbankans og Íslandsbanka gagnrýnt og sagt ferlið við fystu sýn sýnast ógagnsætt. Það eigi við þau skilyrði sem sett séu og kröfu um reynlsu fjárfsetahópsins. Það komi á óvart að almenningi skuli ekki boðið að taka þátt í einkavæðingunni milliliðalaust eins og þegar ríkisbankarnir voru seldir. Verður að selja til almennings Jón Sveinsson segir það vilja ríkisins að Síminn komist í eigu almennings, að minnsta kosti að hluta til. Því sé það skilyrði sett að 30 prósent af heildarhlutafé Símans verði selt almenningi og öðrum fjárfestum. Eru lífeyrissjóðir og aðrir hafðir í huga í því samhengi en ekki er tilgreint strax hversu stór hluturinn til þeirra verður. Þetta verði að gerast fyrir árslok 2007. Þegar sala Símans var kynnt kom fram að með því að selja allan eignarhlut ríkisins til eins hóps fengist hærra verð. Því væri ekki valin sú leið að halda 30 prósentum af hlutafénu eftir og selja beint til almennings. Væntanlegir fjárfestar væru tilbúnir til að greiða hæsta verð fyrir allt eigið fé Símans í einu. "Það var grundvallarpunkturinn sem gengið var eftir í því efni," sagði Jón. Ekki hefði verið gerð könnun á því hvort hærra verð fengist ef engar takmarkandi reglur giltu um eignarhaldið. "Við göngum út frá því að almennar reglur Kauphallarinnar gildi í því efni þegar fyrirtæki eru sett á markað með þessu hætti," sagði Jón spurður um fyrirkomulag á sölu hlutabréfa til almennings. Það yrði í verkahring væntanlegra eigenda að ákveða verðið með hliðsjón af markaðsaðstæðum á þeim tíma. Ríkið kæmi ekki að þessu ferli með beinum hætti en fylgdist með að farið yrði eftir öllum skuldbindingum í sölusamningum. Í samtali við Fréttablaðið segir hann eigendur Símans ekki geta sett verðið það hátt að enginn vilji kaupa. Þeir verði að losa sig við þessi 30 prósent. Engin skilyrði 2008 "Grundvallarhugsunun er sú að enginn einn fari með 51 prósenta hlut fram að skráningu félagsins á aðallista. Eftir það, þegar slík skráning hefur farið fram í árslok 2007 í síðasta lagi og seldur hefur verið 30 eignarhlutur til almennings og annarra fjárfesta, þá getur eigandinn gert það sem hann vill," segir Jón um það skilyrði að enginn megi eiga meira en 45 prósent í Símanum. Af því leiðir að minnst þrír ótengdir aðilar verði að vera á bak við hvert tilboð. "Þetta fellur að þeirri hugsun að æskilegt sé að fyrirtæki af þessu tagi sé að minnsta kosti með einhverjum hætti í dreifðri eignaraðild - ekki á hendi eins aðila, einnar fjölsyldu, einnar samstæðu," segir Jón. Það skilyrði að Síminn eigi að vera skráður á aðallista Kauphallarinnar fyrir árslok 2007 gefi það sterkt til kynna að ríkisstjórnin vilji að félagið verði að hluta til í almenningseigu. Verðið ekki gefið upp Jón segir ekkert verðmat gefið upp eins og gert var fyrir söluna árið 2001. Þá varð einkavæðinganefnd að setja verðmiða á fyrirtækið í sölu til almennings og smærri fjárfesta. "Ef verið er að leita eftir tilboðum frá fjárfestum þá gefa menn ekki upp verðmat fyrirtækisins fyrirfram. Það horfir öðruvísi við ef verið er að selja hlut til almennings. Þá verður að upplýsa á hvaða gengi verið er að selja fyrirtækið og hvert verðmæti þess er," segir hann. Þeir aðilar, sem Fréttablaðið hefur rætt við og eru að íhuga tilboð í Símann, segja Símann verðlagðan of hátt miðað við símafyrirtæki í Evrópu. Miða þeir þá við þær upphæðir sem nefndar hafa verið í opinberri umræðu og eru á bilinu 50 til 60 milljarðar. Þetta sé þó í samræmi við þróun á íslenska hlutabréfamarkaðnum, sem hækki stöðugt. Þegar erlendir fjárfestar beri fjárfestingatækifæri í Símanum saman við önnur í Evrópu sé niðurstaðan óspennandi. Þó hafi nokkuð margir komið hingað til lands til að kynna sér betur Símann og þau tækifæri sem liggi í rekstri hans. Í aðilar eins og Cinven í Bretlandi, Blackstone Group og Providence Equity í Bandaríkjunum. Síminn var metinn á 45 milljarða Í apríl og maí árið 2001 unnu sérfræðingar PricewaterhouseCoopers (PwC) í London og Reykjavík verðmat á Landssíma Íslands. Var fyrst og fremst stuðst við aðferð sem miðar að því að núvirða áætlað sjóðstreymi félagsins til framtíðar. Niðurstaða PwC var að verðmæti eigin fjár Landssímans væri á bilinu 43 til 47 milljarðar króna eða að meðaltali 45 milljarðar. Þetta jafngilti að gengi hlutabréfa væri 6,08 til 6,68 og að meðaltali 6,38. Ákveðið var að verðleggja hlutabréfin í útboðinu miðað við tíu prósent afslátt frá meðalgenginu eða á genginu 5,75. Var þessi afsláttur talinn hæfilegur til að tryggja almenningi, sem tæki þátt í útboðinu, sanngjarnan ávinning. Greiningardeildir fjármálafyrirtækja, fulltrúar lífeyrissjóða og aðilar sem höfðu sýnt áhuga á að kaupa stóra hluti í Símanum sögðu margir verðið á hlutabréfunum of hátt. Einkavæðinganefnd sagði verðmatið á Símanum rétt og eftir þeim reglum sem giltu, þótt ýmsir deildu á sjálfa verðlagninguna. Taldi nefndin, eftir að hafa farið yfir nokkrar ábendingar, ómögulegt að lækka verð hlutabréfanna til að mæta væntingum á hlutabréfamarkaði. Ef hlutafjárkaupendur hefðu ekki áhuga á þessum kaupum væri ekki um annað að ræða fyrir ríkið en að halda áfram að eiga fyrirtækið. Síðan kom í ljós að kaupendur höfðu ekki áhuga. Í fyrsta áfanga sölunnar, þar sem almenningi og starfsmönnum var boðinn 14 prósenta hlutur í Símanum, seldist aðeins fimmtungur. Kaupendur höfðu skráð sig fyrir um 5 prósent hlutafjár í félaginu en aðeins var greitt fyrir 2,3 prósent. Af 2.588 sem skráðu sig fyrir hlut voru rúmlega 600 starfsmenn. Selja átti kjölfestufjárfesti hlut fyrir árslok 2001. Viðræður stóðu yfir við TeleDanmark (TDC) og héldu þær áfram í janúar 2002. Það var svo ljóst í lok febrúar að ekki yrði af sölunni til TDC og var áformum um sölu Símans hætt í kjölfarið. Óhagstæðum aðstæðum var kennt um hvernig fór. Hryðjuverkaárásir á Bandaríkin 11. september drógu úr viðskiptum um allan heim. Mikið var talað um að verðið á Símanum væri of hátt, gengi krónunnar var óstöðugt og hagur fjarskiptafyrirtækja hafði versnað og áhugi fjárfesta á þeim minnkað. Morgan Stanley gáfu ábendingar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru skiptar skoðanir innan einkavæðinganefndar um hvort setja ætti yfir höfuð einhverjar reglur um hámarkseignarhlut, sem hver og einn fjárfestir gæti keypt, og hvort horfa ætti til annarra þátta en verðs. Niðurstaðan var að lokum, eins og áður sagði, að miða við 45 prósenta eignarhlut og meta tilboðin út frá fjárhagslegum styrk tilboðsgjafa, framtíðarsýn og reynslu af rekstri. Jón segir margar leiðir hafa verið skoðaðar við söluna innan nefndarinnar. Hlutverk ráðgjafanna frá Morgan Stanley hafi verið að koma með ábendingar en ekki er farið eftir öllu í smáatriðum. Það hafi verið einkavæðinganefndar að velja úr í því efni. Aðspurður um hvort sátt hafi verið um þessa leið milli stjórnarflokkanna bendir Jón á að tillögurnar voru samþykktar í ráðherranefnd um einkavæðingu og kynntar í ríkisstjórn. Fleiri á móti sölunni Minnihluti þjóðarinnar, eða 42 prósent, er hlynntur því að selja Landssíma Íslands. Tólf prósent eru hlutlaus en 46 prósent andvíg einkavæðingunni. Þetta kom fram í könnun Gallup í febrúar síðast liðinn. Mestur er stuðningurinn við sölu Símans í aldurshópnum 25 til 34 ára en andstaðan er mest í elsta aldurshópnum; 55 til 75 ára. Þá er andstaðan mest utan höfuðborgarsvæðisins, 54 prósent, en yfir helmingur íbúa í nágrenni Reykjavíkur styður söluna. Þá eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar miklir stuðningsmenn einkavæðingar Símans á meðan meirihluti stuðningsmanna Framsóknarlfokksins og Vinstri-grænna er henni andvígir.
Innlent Viðskipti Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira