Aukin framlög tryggi rekstur skóla 21. apríl 2005 00:01 Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar segir að með ákvörðun Reykjavíkurlistans um stóraukin framlög til einkarekinna grunnskóla verði hægt að tryggja rekstur þeirra. Sjálfstæðismenn telja ekki nógu langt gengið þar sem nemendum verði áfram mismunað eftir skólum. Meirihluti Reykjavíkurlistans í menntaráði kynnti í gær tillögur um aukin framlög til einkarekinna grunnskóla en þær ná til fimm skóla: Landakotsskóla, Ísaksskóla, Suðurhlíðarskóla, Tjarnarskóla og Waldorf-skólans. Hækkunin nemur um 25 prósentum, eða rúmum 82 þúsund krónum, sem þýðir að framlagið verður rúmlega 413 þúsund krónur á nemanda á grunnskólaaldri í stað 330 þúsund króna áður. Ákvörðun meirihluta Reykjavíkurborgar er tekin í framhaldi af viðræðum við einkareknu grunnskólanna í vetur. Samkomulag náðist fyrir tveimur árum, sem talið var að dygði til að skólarnir stæðu undir rekstri, en í ljós kom að þær áætlanir stóðust ekki. Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir að allir einkareknu skólarnir njóti sömu hækkunar og tekjur þeirra á hvern nemanda nemi svipaðri upphæð og meðalkostnaður á nemanda í þeim skólum sem borgin reki. En hvað kostar þetta borgina? Stefán segir upphæðina nema tæpum 40 milljónum króna. Aðspurður hverju þetta breyti fyrir skólana að hans mati segir Stefán að forsvarmenn skólanna hafi fullvissað hann um að þeir eigi mjög góða möguleika á að reka sig samkvæmt þeim forsendum sem þeir hafi. Nú muni hins vegar koma í ljós hvort önnur sveitarfélög séu tilbúin að feta í fótspor Reykjavíkur og hækka líka sitt framlag með nemendum sem stundi nám í skólunum. Þarna séu nemendur frá Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ og borgin vonist til þess að bæjarfélögin fylgi í kjölfarið. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntaráði, fagnar þessari stefnubreytingu R-listans. Hún gagnrýnir hins vegar að í stað þess að miða framlögin við hagkvæmasta skóla borgarinnar sé miðað við fimm hagkvæmustu skólana. Hugsunin á bak við þessa ráðstöfun hjá R-listanum sé allt önnur en hjá sjálfstæðismönnum, sem leggi mikla áherslu á valfrelsi í skólamálum og að foreldrar getir valið grunnskóla fyrir börnin sín, hvort heldur sem hann sé rekinn af borginni eða einkaaðila eða öðru sveitarfélagi en viðkomandi búi í. Guðrún segir að til þess að það geti orðið þurfi að finna fé sem eigi að fylgja hverjum nemanda þannig að honum sé ekki mismunað eftir því í hvaða skóla hann gengur. Sjálfstæðismenn telji í þessu tilviki að ekki skuli miðað við lægri tölu en meðalframlag á hvern nemanda í borgarreknum skóla. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar segir að með ákvörðun Reykjavíkurlistans um stóraukin framlög til einkarekinna grunnskóla verði hægt að tryggja rekstur þeirra. Sjálfstæðismenn telja ekki nógu langt gengið þar sem nemendum verði áfram mismunað eftir skólum. Meirihluti Reykjavíkurlistans í menntaráði kynnti í gær tillögur um aukin framlög til einkarekinna grunnskóla en þær ná til fimm skóla: Landakotsskóla, Ísaksskóla, Suðurhlíðarskóla, Tjarnarskóla og Waldorf-skólans. Hækkunin nemur um 25 prósentum, eða rúmum 82 þúsund krónum, sem þýðir að framlagið verður rúmlega 413 þúsund krónur á nemanda á grunnskólaaldri í stað 330 þúsund króna áður. Ákvörðun meirihluta Reykjavíkurborgar er tekin í framhaldi af viðræðum við einkareknu grunnskólanna í vetur. Samkomulag náðist fyrir tveimur árum, sem talið var að dygði til að skólarnir stæðu undir rekstri, en í ljós kom að þær áætlanir stóðust ekki. Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir að allir einkareknu skólarnir njóti sömu hækkunar og tekjur þeirra á hvern nemanda nemi svipaðri upphæð og meðalkostnaður á nemanda í þeim skólum sem borgin reki. En hvað kostar þetta borgina? Stefán segir upphæðina nema tæpum 40 milljónum króna. Aðspurður hverju þetta breyti fyrir skólana að hans mati segir Stefán að forsvarmenn skólanna hafi fullvissað hann um að þeir eigi mjög góða möguleika á að reka sig samkvæmt þeim forsendum sem þeir hafi. Nú muni hins vegar koma í ljós hvort önnur sveitarfélög séu tilbúin að feta í fótspor Reykjavíkur og hækka líka sitt framlag með nemendum sem stundi nám í skólunum. Þarna séu nemendur frá Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ og borgin vonist til þess að bæjarfélögin fylgi í kjölfarið. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntaráði, fagnar þessari stefnubreytingu R-listans. Hún gagnrýnir hins vegar að í stað þess að miða framlögin við hagkvæmasta skóla borgarinnar sé miðað við fimm hagkvæmustu skólana. Hugsunin á bak við þessa ráðstöfun hjá R-listanum sé allt önnur en hjá sjálfstæðismönnum, sem leggi mikla áherslu á valfrelsi í skólamálum og að foreldrar getir valið grunnskóla fyrir börnin sín, hvort heldur sem hann sé rekinn af borginni eða einkaaðila eða öðru sveitarfélagi en viðkomandi búi í. Guðrún segir að til þess að það geti orðið þurfi að finna fé sem eigi að fylgja hverjum nemanda þannig að honum sé ekki mismunað eftir því í hvaða skóla hann gengur. Sjálfstæðismenn telji í þessu tilviki að ekki skuli miðað við lægri tölu en meðalframlag á hvern nemanda í borgarreknum skóla.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira