Flokkarnir fá minnst 300 milljónir 21. apríl 2005 00:01 Lög um tekju- og eignaskatt heimila fyrirtækjum og einstaklingum að draga frá skattstofni framlög til menningarmála, líknarstarfsemi, stjórnmálaflokka, vísindastarfsemi og kirkjufélaga. Í skýrslu forsætisráðherra um fjárframlög til stjórnmálastarfsemi er greinargerð sem bendir til þess að fyrirtæki og einstaklingar nýti sér frádrátt af þessum toga í auknum mæli. Frádráttarbær framlög og gjafir námu að jafnaði um 230 þúsund krónum á hvert fyrirtæki eða einstakling árið 1998. Árið 2004 voru framlög og gjafir af þessum toga svipuð, um 236 þúsund krónur að jafnaði á hvert fyrirtæki og einstakling. Heildarupphæðin hafði þó hækkað á tímabilinu úr 253 milljónum króna á verðlagi dagsins í dag í liðlega 680 milljónir króna. Ekki kemur fram í skýrslunni hversu mikið af þessari upphæð rann til stjórnmálaflokkanna. 295 milljónir frá ríkinu Í skýrslunni kemur jafnframt fram að opinber framlög til stjórnmálaflokkanna hafa á fimm árum aukist um 40 milljónir króna á núvirði. Framlögin til þeirra námu á verðlagi dagsins í dag um 160 milljónum króna árið 2000 en voru orðin um 200 milljónir króna í fyrra. Þingflokkar fá auk þess framlög til sérfræðilegrar aðstoðar og hefur svo verið frá því árið 1971. Allir flokkar fá ákveðna lágmarksupphæð en auk þess koma til greiðslur fyrir hvern þingmann. Þessi upphæð nam á síðasta ári samtals um 55 milljónum króna. Árið 2001 komu til sögunnar fjárframlög til stjórnmálaflokkana til að mæta auknum kostnaði vegna stækkunar landsbyggðarkjördæmanna. Þessi upphæð nam samtals 40 milljónum króna í fyrra. Á verðlagi dagsins hafa því opinber framlög til stjórnmálaflokkanna hækkað um nærri 40 prósent frá árinu 2000. Þau nema samtals 295 milljónum króna á þessu ári. Ekki er vitað hversu há framlög fyrirtækja og einstaklinga eru til stjórnmálaflokkanna. En þótt einungis 10 prósent af um 680 milljóna króna framlögum og gjöfum fyrirtækja og einstaklinga í fyrra hefðu runnið til stjórnmálaflokkanna mætti bæta nærri 70 milljónum króna við þá upphæð. Greco-nefndin telur reglur skorta Vaxandi umræða hefur verið um fjárreiður stjórnmálaflokkana á síðustu misserum og hugsanlega lagasetningu um fjármál þeirra. Þau sjónarmið hafa komið fram að mikilvægt sé að fjárstuðningur fyrirtækja við stjórnmálaflokka sé gagnsær og rétt sé einnig að hafa eftirlit með því hvernig þeir verji opinberum framlögum. Í skýrslu forsætisráðherra er vísað til tilmæla sem ráðherranefnd Evrópuráðsins samþykkti að beina til aðildarríkja um sameiginlegar reglur gegn spillingu í tengslum við fjármögnun stjórnmálaflokka og kosningabaráttu. Í tilmælunum er lögð áhersla á að ríkið veiti stjórnmálaflokkunum stuðning og sjái til þess að fjárstyrkur af hendi hins opinbera eða einkaaðila trufli ekki sjálfstæði flokkanna. Aðildarríkjunum er ætlað að grípa til aðgerða sem komi í veg fyrir hagsmunaárekstra, tryggi gegnsæi fjárframlaga og komi í veg fyrir leynileg framlög til stjórnmálaflokka. Þessi tilmæli eru ekki bindandi fyrir Ísland samkvæmt þjóðarrétti. Í skýrslu forsætisráðherra er minnt á að Greco-nefndin svokallaða, sem kannar og metur spillingu á vegum Evrópuráðsins, hafi farið yfir stöðuna á Íslandi. Nefndin lýsti sérstökum áhyggjum af skorti á reglum um fjármögnun íslenskra stjórnmálaflokka síðast þegar hún mat stöðuna hérlendis. Nýjar tillögur fyrir áramót Eins og fram hefur komið hyggst Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skipa þverpólítíska nefnd sem ætlað er að endurskoða ýmis atriði sem snerta fjármál stjórnmálaflokkanna. Hann telur eðlilegt að nefndin fjalli um fjármálaumgjörð stjórnmálanna í heild. Nefndin gæti einnig fjallað um hvort gera skuli kröfu til ráðherra og þingmanna um að þeir upplýsi um fjármálaleg eða stjórnunarleg tengsl sín við fyrirtæki. Halldór hefur skrifað formönnum stjórnmálaflokkanna og óskað eftir tilnefningu þeirra í nefndina og er henni ætlað að skila tillögum fyrir lok þessa árs. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Lög um tekju- og eignaskatt heimila fyrirtækjum og einstaklingum að draga frá skattstofni framlög til menningarmála, líknarstarfsemi, stjórnmálaflokka, vísindastarfsemi og kirkjufélaga. Í skýrslu forsætisráðherra um fjárframlög til stjórnmálastarfsemi er greinargerð sem bendir til þess að fyrirtæki og einstaklingar nýti sér frádrátt af þessum toga í auknum mæli. Frádráttarbær framlög og gjafir námu að jafnaði um 230 þúsund krónum á hvert fyrirtæki eða einstakling árið 1998. Árið 2004 voru framlög og gjafir af þessum toga svipuð, um 236 þúsund krónur að jafnaði á hvert fyrirtæki og einstakling. Heildarupphæðin hafði þó hækkað á tímabilinu úr 253 milljónum króna á verðlagi dagsins í dag í liðlega 680 milljónir króna. Ekki kemur fram í skýrslunni hversu mikið af þessari upphæð rann til stjórnmálaflokkanna. 295 milljónir frá ríkinu Í skýrslunni kemur jafnframt fram að opinber framlög til stjórnmálaflokkanna hafa á fimm árum aukist um 40 milljónir króna á núvirði. Framlögin til þeirra námu á verðlagi dagsins í dag um 160 milljónum króna árið 2000 en voru orðin um 200 milljónir króna í fyrra. Þingflokkar fá auk þess framlög til sérfræðilegrar aðstoðar og hefur svo verið frá því árið 1971. Allir flokkar fá ákveðna lágmarksupphæð en auk þess koma til greiðslur fyrir hvern þingmann. Þessi upphæð nam á síðasta ári samtals um 55 milljónum króna. Árið 2001 komu til sögunnar fjárframlög til stjórnmálaflokkana til að mæta auknum kostnaði vegna stækkunar landsbyggðarkjördæmanna. Þessi upphæð nam samtals 40 milljónum króna í fyrra. Á verðlagi dagsins hafa því opinber framlög til stjórnmálaflokkanna hækkað um nærri 40 prósent frá árinu 2000. Þau nema samtals 295 milljónum króna á þessu ári. Ekki er vitað hversu há framlög fyrirtækja og einstaklinga eru til stjórnmálaflokkanna. En þótt einungis 10 prósent af um 680 milljóna króna framlögum og gjöfum fyrirtækja og einstaklinga í fyrra hefðu runnið til stjórnmálaflokkanna mætti bæta nærri 70 milljónum króna við þá upphæð. Greco-nefndin telur reglur skorta Vaxandi umræða hefur verið um fjárreiður stjórnmálaflokkana á síðustu misserum og hugsanlega lagasetningu um fjármál þeirra. Þau sjónarmið hafa komið fram að mikilvægt sé að fjárstuðningur fyrirtækja við stjórnmálaflokka sé gagnsær og rétt sé einnig að hafa eftirlit með því hvernig þeir verji opinberum framlögum. Í skýrslu forsætisráðherra er vísað til tilmæla sem ráðherranefnd Evrópuráðsins samþykkti að beina til aðildarríkja um sameiginlegar reglur gegn spillingu í tengslum við fjármögnun stjórnmálaflokka og kosningabaráttu. Í tilmælunum er lögð áhersla á að ríkið veiti stjórnmálaflokkunum stuðning og sjái til þess að fjárstyrkur af hendi hins opinbera eða einkaaðila trufli ekki sjálfstæði flokkanna. Aðildarríkjunum er ætlað að grípa til aðgerða sem komi í veg fyrir hagsmunaárekstra, tryggi gegnsæi fjárframlaga og komi í veg fyrir leynileg framlög til stjórnmálaflokka. Þessi tilmæli eru ekki bindandi fyrir Ísland samkvæmt þjóðarrétti. Í skýrslu forsætisráðherra er minnt á að Greco-nefndin svokallaða, sem kannar og metur spillingu á vegum Evrópuráðsins, hafi farið yfir stöðuna á Íslandi. Nefndin lýsti sérstökum áhyggjum af skorti á reglum um fjármögnun íslenskra stjórnmálaflokka síðast þegar hún mat stöðuna hérlendis. Nýjar tillögur fyrir áramót Eins og fram hefur komið hyggst Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skipa þverpólítíska nefnd sem ætlað er að endurskoða ýmis atriði sem snerta fjármál stjórnmálaflokkanna. Hann telur eðlilegt að nefndin fjalli um fjármálaumgjörð stjórnmálanna í heild. Nefndin gæti einnig fjallað um hvort gera skuli kröfu til ráðherra og þingmanna um að þeir upplýsi um fjármálaleg eða stjórnunarleg tengsl sín við fyrirtæki. Halldór hefur skrifað formönnum stjórnmálaflokkanna og óskað eftir tilnefningu þeirra í nefndina og er henni ætlað að skila tillögum fyrir lok þessa árs.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira