Kostnaður við örorku 52 milljarðar 26. apríl 2005 00:01 Yngstu lífeyrisbótaþegarnir hér á landi voru um 136 prósent fleiri heldur en annars staðar á Norðurlöndum, árið 2002. Þetta kemur fram í skýrslunni Fjölgun öryrkja - orsakir og afleiðingar, sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands tók saman að beiðni Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Samkvæmt skýrslunni hefur öryrkjum fjölgað umtalsvert á síðustu árum. Sérstaka athygli vekur að mun fleiri ungmenni innan 19 ára aldurs þiggja hér lífeyri af einhverju tagi en annars staðar á Norðurlöndum. Á milli 40 og 49 ára virðist hlutfall öryrkja vera svipað hér og annars staðar á Norðurlöndum. Eftir fimmtugt snýst dæmið hins vegar við og þá verður örorka mun algengari í grannlöndunum en hér. Í skýrslunni kemur enn fremur fram að ef útgjöld vegna örorkulífeyris yrðu þau sömu í framtíðinni og árið 2004 má ætla að áfallnar skuldbindingar kerfisins nemi um 165 milljörðum króna miðað við 3,5 prósent ávöxtunarkröfu. Augljóst er að ef örorkulífeyrisþegar eru að yngjast þá mun það leiða til aukins kostnaðar í framtíðinni. Þannig myndi eins árs hækkun á líftíma meðalbóta leiða til um 6,5 milljarða hækkunar á áföllnum skuldbindingum. Útgjöld hins opinbera vegna málaflokksins hafa vaxið úr 3,8 milljörðum króna. árið 1990 í um12,7 milljarða árið 2003. Að hluta til má rekja þessa aukningu til 82 prósent fjölgunar bótaþega, en um 18 prósent útgjaldaaukningarinnar stafa af hækkun bótagreiðslna að raunvirði. Ef útgjöld almenna lífeyrissjóðakerfisins eru talin með má ætla að heildarbætur til öryrkja hafi numið um 18 milljörðum króna árið 2003. Að sama skapi nam áætlaður kostnaður samfélagsins vegna tapaðra vinnustunda vegna örorku tæpum fjórum prósentum af landsframleiðslu árið 2003, sem varlega áætlað jafngildir tæplega 34 milljörðum króna á föstu verðlagi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Yngstu lífeyrisbótaþegarnir hér á landi voru um 136 prósent fleiri heldur en annars staðar á Norðurlöndum, árið 2002. Þetta kemur fram í skýrslunni Fjölgun öryrkja - orsakir og afleiðingar, sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands tók saman að beiðni Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Samkvæmt skýrslunni hefur öryrkjum fjölgað umtalsvert á síðustu árum. Sérstaka athygli vekur að mun fleiri ungmenni innan 19 ára aldurs þiggja hér lífeyri af einhverju tagi en annars staðar á Norðurlöndum. Á milli 40 og 49 ára virðist hlutfall öryrkja vera svipað hér og annars staðar á Norðurlöndum. Eftir fimmtugt snýst dæmið hins vegar við og þá verður örorka mun algengari í grannlöndunum en hér. Í skýrslunni kemur enn fremur fram að ef útgjöld vegna örorkulífeyris yrðu þau sömu í framtíðinni og árið 2004 má ætla að áfallnar skuldbindingar kerfisins nemi um 165 milljörðum króna miðað við 3,5 prósent ávöxtunarkröfu. Augljóst er að ef örorkulífeyrisþegar eru að yngjast þá mun það leiða til aukins kostnaðar í framtíðinni. Þannig myndi eins árs hækkun á líftíma meðalbóta leiða til um 6,5 milljarða hækkunar á áföllnum skuldbindingum. Útgjöld hins opinbera vegna málaflokksins hafa vaxið úr 3,8 milljörðum króna. árið 1990 í um12,7 milljarða árið 2003. Að hluta til má rekja þessa aukningu til 82 prósent fjölgunar bótaþega, en um 18 prósent útgjaldaaukningarinnar stafa af hækkun bótagreiðslna að raunvirði. Ef útgjöld almenna lífeyrissjóðakerfisins eru talin með má ætla að heildarbætur til öryrkja hafi numið um 18 milljörðum króna árið 2003. Að sama skapi nam áætlaður kostnaður samfélagsins vegna tapaðra vinnustunda vegna örorku tæpum fjórum prósentum af landsframleiðslu árið 2003, sem varlega áætlað jafngildir tæplega 34 milljörðum króna á föstu verðlagi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira