Methagnaður og kaup á banka 29. apríl 2005 00:01 KB banki hefur gert bindandi tilboð í breska bankann Singer & Friedlander. Stjórn breska bankans hefur ákveðið að mæla með tilboðinu. Þar með er nánast ekkert sem komið getur í veg fyrir að KB banki kaupi breska bankann. KB banki birti einnig uppgjör sitt í gær og nam hagnaður bankans rúmum ellefu milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er í samræmi við spár. Hagnaður bankans hefur aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi, en inni í hagnaðartölunum er söluhagnaður af Lýsingu og gengishagnaður af breytanlegu skuldabréfi í Bakkavör. Heildareignir bankans eru 1.675 milljarðar króna og með sameiningu við S&F verða eignir bankans um 2.000 milljarðar króna. Arðsemi eigin fjár á tímablinu var 33 prósent. Kaupgengið í viðskiptunum er 316 pens á hlut, en auk þess fá núverandi eigendur arðgreiðslu upp á um 4,25 prósent á hlut. Samkvæmt þessu er verð breska bankans tæpir 65 milljarðar króna, en KB banki á sjálfur 19,5 prósent eða rúma tólf milljarða af því. Með kaupunum verður Bretland, ásamt Danmörku og Íslandi, helsta markaðssvæði bankans. Þar munu eftir kaupin starfa á sjöunda hundrað manns. Í kynningu bankans á uppgjörinu í Stokkhólmi í gær fór Hreiðar Már Sigurðsson yfir uppgjör bankans. Hann sagði afkomuna sýna að bankinn sé á réttri leið. "Bætt afkoma skýrist fyrst og fremst af auknum tekjum, þótt það sé vissulega ánægjulegt að sjá heildarkostnað minnka á milli ársfjórðunga. Tekjur aukast á öllum markaðssvæðum. Um 62% af tekjum bankans myndast nú utan Íslands og hefur það hlutfall aldrei verið hærra." Sigurður Einarsson kynnti hins vegar kaup bankans á Singer & Friedlander í London. Hann sagði kaupin í samræmi við stefnu bankans um að efla starfsemi í Bretlandi. "Saman munu Singer & Friedlander mynda sterkari heild með spennandi vaxtarmöguleikum." Tony Shearer, forstjóri S&F, tók í sama streng. Hann sagði bankann hafa góða stöðu á kjarnamörkuðum. "Með sölunni til Kaupþings banka getur Singer & Friedlander haldið áfram þróun þessarar stefnu innan stærri fjármálasamstæðu." KB banki þarf ekki að gefa út nýtt hlutafé vegna kaupanna og hefur borð fyrir báru til frekari kaupa á fyrirtækjum. Hreiðar Már sagði á fundinum að fram til þessa hefðu kaup bankans einkennst af því sem hann kallaði kaup Davíðs á Golíat. Hann sagði bankann hafa áhuga á að styrkja stöðu sína á starfssvæðum sínum í Noregi og Finnlandi. Reiknað er með að KB banki taki breska bankann yfir eftir fjóra til fimm mánuði. Viðskipti Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
KB banki hefur gert bindandi tilboð í breska bankann Singer & Friedlander. Stjórn breska bankans hefur ákveðið að mæla með tilboðinu. Þar með er nánast ekkert sem komið getur í veg fyrir að KB banki kaupi breska bankann. KB banki birti einnig uppgjör sitt í gær og nam hagnaður bankans rúmum ellefu milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er í samræmi við spár. Hagnaður bankans hefur aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi, en inni í hagnaðartölunum er söluhagnaður af Lýsingu og gengishagnaður af breytanlegu skuldabréfi í Bakkavör. Heildareignir bankans eru 1.675 milljarðar króna og með sameiningu við S&F verða eignir bankans um 2.000 milljarðar króna. Arðsemi eigin fjár á tímablinu var 33 prósent. Kaupgengið í viðskiptunum er 316 pens á hlut, en auk þess fá núverandi eigendur arðgreiðslu upp á um 4,25 prósent á hlut. Samkvæmt þessu er verð breska bankans tæpir 65 milljarðar króna, en KB banki á sjálfur 19,5 prósent eða rúma tólf milljarða af því. Með kaupunum verður Bretland, ásamt Danmörku og Íslandi, helsta markaðssvæði bankans. Þar munu eftir kaupin starfa á sjöunda hundrað manns. Í kynningu bankans á uppgjörinu í Stokkhólmi í gær fór Hreiðar Már Sigurðsson yfir uppgjör bankans. Hann sagði afkomuna sýna að bankinn sé á réttri leið. "Bætt afkoma skýrist fyrst og fremst af auknum tekjum, þótt það sé vissulega ánægjulegt að sjá heildarkostnað minnka á milli ársfjórðunga. Tekjur aukast á öllum markaðssvæðum. Um 62% af tekjum bankans myndast nú utan Íslands og hefur það hlutfall aldrei verið hærra." Sigurður Einarsson kynnti hins vegar kaup bankans á Singer & Friedlander í London. Hann sagði kaupin í samræmi við stefnu bankans um að efla starfsemi í Bretlandi. "Saman munu Singer & Friedlander mynda sterkari heild með spennandi vaxtarmöguleikum." Tony Shearer, forstjóri S&F, tók í sama streng. Hann sagði bankann hafa góða stöðu á kjarnamörkuðum. "Með sölunni til Kaupþings banka getur Singer & Friedlander haldið áfram þróun þessarar stefnu innan stærri fjármálasamstæðu." KB banki þarf ekki að gefa út nýtt hlutafé vegna kaupanna og hefur borð fyrir báru til frekari kaupa á fyrirtækjum. Hreiðar Már sagði á fundinum að fram til þessa hefðu kaup bankans einkennst af því sem hann kallaði kaup Davíðs á Golíat. Hann sagði bankann hafa áhuga á að styrkja stöðu sína á starfssvæðum sínum í Noregi og Finnlandi. Reiknað er með að KB banki taki breska bankann yfir eftir fjóra til fimm mánuði.
Viðskipti Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira