Bless, bless handbolti Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 2. maí 2005 00:01 Mikið hefur verið skrifað um íslenskan handknattleik að undanförnu. Því miður hefur mikið af því ekki snúist um leikina sem eru í gangi heldur hvort íslenskur handknattleikur sé um það bil að geispa golunni. Ágætis sönnun á því var aðsóknin á laugardaginn þegar Haukar og ÍBV mættust í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Ásvellir voru hálftómir. Það mátti heyra skipanir þjálfara og hvatningarorð leikmanna til hvors annars. 700 áhorfendur mættu. Árið í fyrra var slæmt en árið í ár er eitt allsherjar klúður og gæti reynst handknattleiknum dýrkeypt. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um fyrirkomulagið. Það er klúður og frá því átti að hverfa strax eftir fyrsta árið. Annað atriði er stemmningsleysið sem einkennt hefur úrslitakeppnina. Þessi hluti mótsins, sem á að vera hvað mest spennandi, hefur verið algjörlega samhengislaus. Haukaliðið var í tólf daga fríi eftir átta liða úrslitin og "fékk" svo níu daga frí eftir undanúrslitin. ÍBV fékk minna frí enda spiluðu þeir tveimur leikjum fleira. Engu að síður var úrslitakeppnin látin dragast á langinn og ástæðan var einföld. Ekki átti að skyggja á kvennahandboltann. Þetta reyndist heldur betur röng ákvörðun því að nánast enginn mætti á fyrsta leikinn á Ásvöllum þegar ÍBV og Haukar hófu einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaboltanum. Þriðja atriðið sem bendir til þess að handknattleikur er kominn upp að vegg er dómgæslan. Lítil sem engin endurnýjun hefur átt sér stað í dómarastéttinni og dómgæslan í vetur hefur á köflum verið til skammar. Þegar Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu leikinn á laugardaginn milli Hauka og ÍBV sást vel hversu miklu máli góð dómgæsla skiptir. Því miður er ekki að sjá arftaka þeirra í bráð. Í kvöld mætast Haukar og ÍBV öðru sinni í Eyjum. Leiknum verður sjónvarpað strax að loknum fréttum og veðri klukkan 19.35. Sem er hreinlega ótrúlegt, að ekki verði meira sagt. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að vinsælasti íþróttarmaðurinn okkar, Eiður Smári, er að keppa um sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Liverpool í beinni útsendingu á Sýn nánast á sama tíma. Valið verður væntanlega ekki erfitt fyrir þá sem hafa á annað borð áhuga á íþróttum. Þetta verður því enn eitt atriðið sem leiðir til þess að leikur Hauka og ÍBV fer fyrir ofan garð og neðan. Það er einhver slikja sem liggur yfir handknattleiknum í dag og þeir sem standa þessari íþrótt næst vita að þessari slykju verður að bægja frá ef ekki á illa að fara. Handknattleikur er skemmtileg íþrótt sem sameinar hraða, mörk, spennu og hörku. Ef HSÍ tekur málin til gagngerrar endurskoðunar þá er hugsanlegt að handknattleikur verði á ný vinsælasta íþróttin á Íslandi. Ef ekki, þá mun handknattleikurinn líða undir lok eftir örfá ár. Það þarf að hafa það í huga að þetta er sú hópíþrótt sem við höfum náð hvað lengst í. Við erum alltaf með einn einstakling í fremstu röð sem spilar meðal bestu félagsliða heims. Við erum Evrópumeistarar 18 ára og yngri. Við erum yfirleitt á öllum stórmótum. Karlalandsliðið í knattspyrnu er í 95. sæti á styrkleikalista FIFA á meðan við erum meðal átta bestu í heiminum í handknattleik. Þegar Evrópumótið í Svíþjóð var gekk þjóðin af göflunum, flykktist í bíósali og studdi sitt lið. HSÍ hefur væntanlega aldrei fengið jafn mikið af frjálsum fjárframlögum og þá. Handknattleiksforystunni hefur því miður ekki enn tekist að nýta sér þann meðbyr sem handknattleikurinn ætti með réttu að vera í.Freyr Gígja Gunnarsson - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið skrifað um íslenskan handknattleik að undanförnu. Því miður hefur mikið af því ekki snúist um leikina sem eru í gangi heldur hvort íslenskur handknattleikur sé um það bil að geispa golunni. Ágætis sönnun á því var aðsóknin á laugardaginn þegar Haukar og ÍBV mættust í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Ásvellir voru hálftómir. Það mátti heyra skipanir þjálfara og hvatningarorð leikmanna til hvors annars. 700 áhorfendur mættu. Árið í fyrra var slæmt en árið í ár er eitt allsherjar klúður og gæti reynst handknattleiknum dýrkeypt. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um fyrirkomulagið. Það er klúður og frá því átti að hverfa strax eftir fyrsta árið. Annað atriði er stemmningsleysið sem einkennt hefur úrslitakeppnina. Þessi hluti mótsins, sem á að vera hvað mest spennandi, hefur verið algjörlega samhengislaus. Haukaliðið var í tólf daga fríi eftir átta liða úrslitin og "fékk" svo níu daga frí eftir undanúrslitin. ÍBV fékk minna frí enda spiluðu þeir tveimur leikjum fleira. Engu að síður var úrslitakeppnin látin dragast á langinn og ástæðan var einföld. Ekki átti að skyggja á kvennahandboltann. Þetta reyndist heldur betur röng ákvörðun því að nánast enginn mætti á fyrsta leikinn á Ásvöllum þegar ÍBV og Haukar hófu einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaboltanum. Þriðja atriðið sem bendir til þess að handknattleikur er kominn upp að vegg er dómgæslan. Lítil sem engin endurnýjun hefur átt sér stað í dómarastéttinni og dómgæslan í vetur hefur á köflum verið til skammar. Þegar Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu leikinn á laugardaginn milli Hauka og ÍBV sást vel hversu miklu máli góð dómgæsla skiptir. Því miður er ekki að sjá arftaka þeirra í bráð. Í kvöld mætast Haukar og ÍBV öðru sinni í Eyjum. Leiknum verður sjónvarpað strax að loknum fréttum og veðri klukkan 19.35. Sem er hreinlega ótrúlegt, að ekki verði meira sagt. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að vinsælasti íþróttarmaðurinn okkar, Eiður Smári, er að keppa um sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Liverpool í beinni útsendingu á Sýn nánast á sama tíma. Valið verður væntanlega ekki erfitt fyrir þá sem hafa á annað borð áhuga á íþróttum. Þetta verður því enn eitt atriðið sem leiðir til þess að leikur Hauka og ÍBV fer fyrir ofan garð og neðan. Það er einhver slikja sem liggur yfir handknattleiknum í dag og þeir sem standa þessari íþrótt næst vita að þessari slykju verður að bægja frá ef ekki á illa að fara. Handknattleikur er skemmtileg íþrótt sem sameinar hraða, mörk, spennu og hörku. Ef HSÍ tekur málin til gagngerrar endurskoðunar þá er hugsanlegt að handknattleikur verði á ný vinsælasta íþróttin á Íslandi. Ef ekki, þá mun handknattleikurinn líða undir lok eftir örfá ár. Það þarf að hafa það í huga að þetta er sú hópíþrótt sem við höfum náð hvað lengst í. Við erum alltaf með einn einstakling í fremstu röð sem spilar meðal bestu félagsliða heims. Við erum Evrópumeistarar 18 ára og yngri. Við erum yfirleitt á öllum stórmótum. Karlalandsliðið í knattspyrnu er í 95. sæti á styrkleikalista FIFA á meðan við erum meðal átta bestu í heiminum í handknattleik. Þegar Evrópumótið í Svíþjóð var gekk þjóðin af göflunum, flykktist í bíósali og studdi sitt lið. HSÍ hefur væntanlega aldrei fengið jafn mikið af frjálsum fjárframlögum og þá. Handknattleiksforystunni hefur því miður ekki enn tekist að nýta sér þann meðbyr sem handknattleikurinn ætti með réttu að vera í.Freyr Gígja Gunnarsson - [email protected]
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun