Eru góðar hliðar á skapvonsku? 9. maí 2005 00:01 Það fer afskaplega illa með sálina að vera í vondu skapi. Þeim mun lengur sem ástandið varir þeim mun verr fer það með sálartetrið. Samt er vont skap eitt af því sem við fáum í vöggugjöf, svona rétt eins og gott skap. Ég hef það fyrir satt frá fræðimönnum í sálvísindum að reiði sé jafn eðlileg, og gott ef ekki nauðsynleg, og leiði þegar við þurfum að fara yfir einhverja erfiða hjalla í lífinu. Á hinn bóginn er alveg ljóst að það hefur litla þýðingu að vera alltaf reiður. Á sama hátt datt mér í hug hvort það gæti kannski eitthvað gott verið því samfara að vera í vondu skapi, svo fremi sem maður væri það ekki alltaf. Og viti menn, ég komst að þeirri niðurstöðu að það hefur ákveðna kosti í för með sér. Ef maður er í vondu skapi þá slekkur maður á útvarpinu þegar Hrafnaþing byrjar, reynir ekki einu sinni að vera umburðarlyndur og athuga hvort eitthvað bitastætt komi fram í þættinum. Í vondu skapi svissar maður strax á milli stöðva þegar Gísli Marteinn byrjar, í skárra skapi hlustar maður á endalausar spurningar um það hvort fólk í útlöndum standi ekki hreint á öndinni yfir því hvers konar ofurmenni íslenska þjóðin sé upp til hópa. Svo lætur maður hugmyndir fólks með að færa til uppstigningardag og 1. maí fara í taugarnar svo eitthvað sé nefnt. Við erum yfirmáta viðkvæm fyrir því sem sagt er um okkur í útlöndum og látum eins og það gerist alveg af sjálfu sér, að við höfum ekkert með það að gera sjálf. Íslenska sjónvarpið fer með dagskrárgerð út fyrir landsteinana til að tala við fólk ,,sem er að meika það" og skilaboð þáttanna virðast eiga að vera, að við þessi afburðaþjóð í norðrinu séum að sigra heiminn. Viðmælendurnir, sumir hverjir, reyna að tengja þróunina sem orðið hefur við breytt starfsumhverfi, breytt lög og reglur, þá staðreynd að Ísland varð með EES-samningnum hluti af evrópska viðskiptalífinu. Íslenskar fjármálastofnanir stækkuðu og efldust og geta nú með lánum og endurlánum, og þá væntanlega vöxtum og vaxtavöxtum, lánað íslenskum fyrirtækjum sem vilja starfa á erlendum mörkuðum. Dagskrárgerðarmaðurinn hefur ekki mikinn áhuga á þeim staðreyndum heldur segir enn og aftur ,,eru ekki allir að tala um hvað við erum æðisleg". Svo er annar dagskrárgerðarmaður í Ameríku sem fær glæsilegar íslenskar konur í viðtal. Sú hefur engan áhuga á því að hér búi menntaðar, fjölhæfar konur. Hún hefur bara áhuga á lauslæti og skemmtanagleði, ungum og einstæðum mæðrum - eins og þetta séu allt sjálfsagðir fylgifiskar - og svo auðvitað hrútspungum og hákarli. Hvernig ætli standi nú á því? Er fólk búið að gleyma auglýsingum um skemmtanahelgar á Íslandi eða öllum skemmtisögunum um að við borðum helst ekki nema úldinn mat. Viðmælendur sem lenda allt í einu hinum megin við borðið verða svo voðalega hissa á því að koma ekki máli sínu á framfæri - allt var klippt. En það þarf ekki klippingar til, dagskrárgerðarmenn koma sínu á framfæri með klippingum eða án. Þeir sem stjórna svokölluðum fréttatengdum viðtalsþáttum í íslensku sjónvarpi eru meira fyrir hanaat en viðræður. Þess vegna eru þeir þættir eins og raun ber vitni, viðmælendurnir ráða þar litlu, dagskrárgerðarmennirnir þurfa ekki að klippa þeir bara spyrja hanaatsspurninga. Nú er sá árstími þegar umræðan um frídagafjöldann og fimmtudagsfríin hefst. Menn virðast trúa því að frídagar séu miklu fleiri hér á landi en annars staðar. Það er bábilja. Frídagar eru fleiri hér en í Bandaríkjunum, en ekki fleiri en í Evrópulöndum. Í mörgum Evrópuríkjum er reglan sú að beri lögskipaðan frídag (1. maí, 17. júni) upp á laugardag eða sunnudag þá er launþeganum bættur hann, sumum vinnustöðum er þá einfaldlega lokað næsta mánudag, í öðrum tilfellum getur launþeginn tekið fríið þegar honum frekast hentar. Ég held að það séu bara Bretar sem hafa verið svo náttúrulausir að færa alla frídaga sem má hugsa sér yfir á mánudaga, sem hafa enga merkingu. Sumardagurinn fyrsti er fyrsta fimmtudag eftir 20. apríl og uppstigningardagur er 10 dögum fyrir hvítasunnu, það eru frídagar samkvæmt íslenskri venju, ég sé ekki nokkra ástæðu til að breyta þeirri arfleifð frekar en að hafa jóladag alltaf á mánudegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Það fer afskaplega illa með sálina að vera í vondu skapi. Þeim mun lengur sem ástandið varir þeim mun verr fer það með sálartetrið. Samt er vont skap eitt af því sem við fáum í vöggugjöf, svona rétt eins og gott skap. Ég hef það fyrir satt frá fræðimönnum í sálvísindum að reiði sé jafn eðlileg, og gott ef ekki nauðsynleg, og leiði þegar við þurfum að fara yfir einhverja erfiða hjalla í lífinu. Á hinn bóginn er alveg ljóst að það hefur litla þýðingu að vera alltaf reiður. Á sama hátt datt mér í hug hvort það gæti kannski eitthvað gott verið því samfara að vera í vondu skapi, svo fremi sem maður væri það ekki alltaf. Og viti menn, ég komst að þeirri niðurstöðu að það hefur ákveðna kosti í för með sér. Ef maður er í vondu skapi þá slekkur maður á útvarpinu þegar Hrafnaþing byrjar, reynir ekki einu sinni að vera umburðarlyndur og athuga hvort eitthvað bitastætt komi fram í þættinum. Í vondu skapi svissar maður strax á milli stöðva þegar Gísli Marteinn byrjar, í skárra skapi hlustar maður á endalausar spurningar um það hvort fólk í útlöndum standi ekki hreint á öndinni yfir því hvers konar ofurmenni íslenska þjóðin sé upp til hópa. Svo lætur maður hugmyndir fólks með að færa til uppstigningardag og 1. maí fara í taugarnar svo eitthvað sé nefnt. Við erum yfirmáta viðkvæm fyrir því sem sagt er um okkur í útlöndum og látum eins og það gerist alveg af sjálfu sér, að við höfum ekkert með það að gera sjálf. Íslenska sjónvarpið fer með dagskrárgerð út fyrir landsteinana til að tala við fólk ,,sem er að meika það" og skilaboð þáttanna virðast eiga að vera, að við þessi afburðaþjóð í norðrinu séum að sigra heiminn. Viðmælendurnir, sumir hverjir, reyna að tengja þróunina sem orðið hefur við breytt starfsumhverfi, breytt lög og reglur, þá staðreynd að Ísland varð með EES-samningnum hluti af evrópska viðskiptalífinu. Íslenskar fjármálastofnanir stækkuðu og efldust og geta nú með lánum og endurlánum, og þá væntanlega vöxtum og vaxtavöxtum, lánað íslenskum fyrirtækjum sem vilja starfa á erlendum mörkuðum. Dagskrárgerðarmaðurinn hefur ekki mikinn áhuga á þeim staðreyndum heldur segir enn og aftur ,,eru ekki allir að tala um hvað við erum æðisleg". Svo er annar dagskrárgerðarmaður í Ameríku sem fær glæsilegar íslenskar konur í viðtal. Sú hefur engan áhuga á því að hér búi menntaðar, fjölhæfar konur. Hún hefur bara áhuga á lauslæti og skemmtanagleði, ungum og einstæðum mæðrum - eins og þetta séu allt sjálfsagðir fylgifiskar - og svo auðvitað hrútspungum og hákarli. Hvernig ætli standi nú á því? Er fólk búið að gleyma auglýsingum um skemmtanahelgar á Íslandi eða öllum skemmtisögunum um að við borðum helst ekki nema úldinn mat. Viðmælendur sem lenda allt í einu hinum megin við borðið verða svo voðalega hissa á því að koma ekki máli sínu á framfæri - allt var klippt. En það þarf ekki klippingar til, dagskrárgerðarmenn koma sínu á framfæri með klippingum eða án. Þeir sem stjórna svokölluðum fréttatengdum viðtalsþáttum í íslensku sjónvarpi eru meira fyrir hanaat en viðræður. Þess vegna eru þeir þættir eins og raun ber vitni, viðmælendurnir ráða þar litlu, dagskrárgerðarmennirnir þurfa ekki að klippa þeir bara spyrja hanaatsspurninga. Nú er sá árstími þegar umræðan um frídagafjöldann og fimmtudagsfríin hefst. Menn virðast trúa því að frídagar séu miklu fleiri hér á landi en annars staðar. Það er bábilja. Frídagar eru fleiri hér en í Bandaríkjunum, en ekki fleiri en í Evrópulöndum. Í mörgum Evrópuríkjum er reglan sú að beri lögskipaðan frídag (1. maí, 17. júni) upp á laugardag eða sunnudag þá er launþeganum bættur hann, sumum vinnustöðum er þá einfaldlega lokað næsta mánudag, í öðrum tilfellum getur launþeginn tekið fríið þegar honum frekast hentar. Ég held að það séu bara Bretar sem hafa verið svo náttúrulausir að færa alla frídaga sem má hugsa sér yfir á mánudaga, sem hafa enga merkingu. Sumardagurinn fyrsti er fyrsta fimmtudag eftir 20. apríl og uppstigningardagur er 10 dögum fyrir hvítasunnu, það eru frídagar samkvæmt íslenskri venju, ég sé ekki nokkra ástæðu til að breyta þeirri arfleifð frekar en að hafa jóladag alltaf á mánudegi.