Ný samkeppnislög 11. maí 2005 00:01 Lög um samkeppnismál voru afgreidd frá Alþingi í fyrradag. Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni, sagði í umræðum um atkvæðagreiðsluna að lagabreytingarnar snerust fyrst og fremst um aðferðir stjórnarflokkanna til að ná pólítískum tökum á sjálfstæðum og óþægilegum stofnunum, auk þess sem koma þyrfti vildarvinum fyrir í kerfinu. Samkeppnisstofnun væri í fjársvelti og 100 milljónir króna skorti til að ljúka þeim verkefnum sem borist hefðu henni. "Samkeppnisstofnun gerði ríkisstjórninni það sem alls ekki mátti gera. Hún snerti hina ósnertanlegu. Hún snerti þá sem aldrei hafa þurft að bera ábyrgð á gerðum sínum. Hún snerti þá sem hingað til hafa setið á fremsta bekk á landsfundum stjórnarflokkanna og rakað saman fé í þeirra þágu. Almenningur mun fylgjast með hverri hreyfingu viðskiptaráðherra í þessu máli," sagði Lúðvík. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði frumvörpin eitt merkasta mál þingsins í vetur. Ákvörðunarvald yrði fært frá fimm manna pólítískt skipuðu samkeppnisráði til samkeppniseftirlitsins. Fjárframlög yrðu aukin. "Stjórnarandstaðan hefur lagst lágt að halda því fram að um sé að ræða hefndaraðgerðir stjórnvalda vegna olíumálsins. Við upphaf þess í desember 2001 var haft eftir mér í einu dagblaðanna að aðgerðin hefði verið "heppileg og hörð". Auk þess hafnaði ég beiðni Verslunarráðs um að hafa afskipti af málinu og láta rannsaka afskipti Samkeppnisstofnunar," sagði Valgerður. Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði lögin auka handstýringu stjórnvalda. "Hér er gengið gegn hagsmunum neytenda og við höfnum þessari málsmeðferð," sagði Guðjón. "Með lagasetningunni er verið að opna fyrir pólítíska íhlutun í samkeppniseftirlit enda lögin sett til höfuðs forstöðumönnum sem gengu vasklega fram í olíumálinu," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Lög um samkeppnismál voru afgreidd frá Alþingi í fyrradag. Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni, sagði í umræðum um atkvæðagreiðsluna að lagabreytingarnar snerust fyrst og fremst um aðferðir stjórnarflokkanna til að ná pólítískum tökum á sjálfstæðum og óþægilegum stofnunum, auk þess sem koma þyrfti vildarvinum fyrir í kerfinu. Samkeppnisstofnun væri í fjársvelti og 100 milljónir króna skorti til að ljúka þeim verkefnum sem borist hefðu henni. "Samkeppnisstofnun gerði ríkisstjórninni það sem alls ekki mátti gera. Hún snerti hina ósnertanlegu. Hún snerti þá sem aldrei hafa þurft að bera ábyrgð á gerðum sínum. Hún snerti þá sem hingað til hafa setið á fremsta bekk á landsfundum stjórnarflokkanna og rakað saman fé í þeirra þágu. Almenningur mun fylgjast með hverri hreyfingu viðskiptaráðherra í þessu máli," sagði Lúðvík. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði frumvörpin eitt merkasta mál þingsins í vetur. Ákvörðunarvald yrði fært frá fimm manna pólítískt skipuðu samkeppnisráði til samkeppniseftirlitsins. Fjárframlög yrðu aukin. "Stjórnarandstaðan hefur lagst lágt að halda því fram að um sé að ræða hefndaraðgerðir stjórnvalda vegna olíumálsins. Við upphaf þess í desember 2001 var haft eftir mér í einu dagblaðanna að aðgerðin hefði verið "heppileg og hörð". Auk þess hafnaði ég beiðni Verslunarráðs um að hafa afskipti af málinu og láta rannsaka afskipti Samkeppnisstofnunar," sagði Valgerður. Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði lögin auka handstýringu stjórnvalda. "Hér er gengið gegn hagsmunum neytenda og við höfnum þessari málsmeðferð," sagði Guðjón. "Með lagasetningunni er verið að opna fyrir pólítíska íhlutun í samkeppniseftirlit enda lögin sett til höfuðs forstöðumönnum sem gengu vasklega fram í olíumálinu," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira