Fjöldauppsagnir eða aukin umsvif? 13. október 2005 19:12 Grundvallarbreytingar gætu orðið á herstöðinni á Miðnesheiði á næstunni fallist Bandaríkjaforseti á einhverja þeirra tillagna sem liggja fyrir um framtíð stöðvarinnar. Sumar tillagnanna fela í sér miklar fjöldauppsagnir en aðrar gera ráð fyrir auknu umfangi. Ekkert fréttist af viðræðum íslenskra stjórnvalda við bandarísk yfirvöld um framtíð varnarsamstarfs ríkjanna en það er ekki þar með sagt að ekkert sé að gerast. Fjölmargar tillögur um hugsanlegt framtíðarfyrirkomulag Keflavíkurstöðvarinnar hafa verið smíðaðar og sendar hæstráðendum í Hvíta húsinu. Nú er beðið ákvörðunar þar, sem er þó að líkindum ekki að vænta fyrr en að loknum einhvers konar viðræðum við Íslendinga. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 eru tillögurnar af öllum stærðum og gerðum. Sumar gera ráð fyrir því að nánast öllu verði lokað og að nokkrir tugir hermanna og íslenskir verktakar sjái um lágmarksviðhald þannig að hægt sé að blása lífi í stöðina sé þess þörf. Meðal hugmynda er að segja upp fjölda fastráðinna iðnaðarmanna og öðrum og fela verktökum tilfallandi störf eftir því sem þurfa þykir. Rætt er um að allt að helmingur núverandi íslenskra starfsmanna Varnarliðsins gæti misst vinnuna verði farið eftir þessari tillögu. Önnur tillaga, sem sögð er líklegust, gerir ráð fyrir því að bandaríski flugherinn taki við stöðinni en sem stendur hefur sjóherinn yfirráð yfir henni. Fjöldi viðmælenda fréttastofunnar segir slíka tillögu hafa verið útfærða ítarlega en með henni væri grundvallarskilyrði Íslendinga, vera orrustuþotna, mætt. Það þykir renna stoðum undir áhuga flughersins að yfirmaður stöðvarinnar nú er úr flughernum, en það gerðist síðast árið 1961. Óljóst er hver fjöldi hermanna yrði en sumar útgáfur þessarar tillögu gera ráð fyrir að umfang herstöðvarinnar aukist. Kröfur flughersins eru allt aðrar sjóhersins og hætt er við að íslenskir verktakar kættust þegar breyta þyrfti vistarverum og stórum hluta innviða mannvirkja á vellinum. Einn viðmælanda fréttastofunnar nefndi sem dæmi að unnið er að dýrri endurnýjun meginmatsalarins en taki flugherinn við þyrfti að taka hann í gegn á ný þar sem hann uppfyllti engan veginn kröfur flughersins. Ennfremur er sagt að hjá sjóhernum sé litið á stöðina sem óþarfa en að flughersmenn telji þjálfunarmöguleika hér kost. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er rætt um að hluti starfseminnar á Varnarstöðinni verði falinn flughernum frá og með næsta hausti en þær fregnir hafa ekki fengist staðfestar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Grundvallarbreytingar gætu orðið á herstöðinni á Miðnesheiði á næstunni fallist Bandaríkjaforseti á einhverja þeirra tillagna sem liggja fyrir um framtíð stöðvarinnar. Sumar tillagnanna fela í sér miklar fjöldauppsagnir en aðrar gera ráð fyrir auknu umfangi. Ekkert fréttist af viðræðum íslenskra stjórnvalda við bandarísk yfirvöld um framtíð varnarsamstarfs ríkjanna en það er ekki þar með sagt að ekkert sé að gerast. Fjölmargar tillögur um hugsanlegt framtíðarfyrirkomulag Keflavíkurstöðvarinnar hafa verið smíðaðar og sendar hæstráðendum í Hvíta húsinu. Nú er beðið ákvörðunar þar, sem er þó að líkindum ekki að vænta fyrr en að loknum einhvers konar viðræðum við Íslendinga. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 eru tillögurnar af öllum stærðum og gerðum. Sumar gera ráð fyrir því að nánast öllu verði lokað og að nokkrir tugir hermanna og íslenskir verktakar sjái um lágmarksviðhald þannig að hægt sé að blása lífi í stöðina sé þess þörf. Meðal hugmynda er að segja upp fjölda fastráðinna iðnaðarmanna og öðrum og fela verktökum tilfallandi störf eftir því sem þurfa þykir. Rætt er um að allt að helmingur núverandi íslenskra starfsmanna Varnarliðsins gæti misst vinnuna verði farið eftir þessari tillögu. Önnur tillaga, sem sögð er líklegust, gerir ráð fyrir því að bandaríski flugherinn taki við stöðinni en sem stendur hefur sjóherinn yfirráð yfir henni. Fjöldi viðmælenda fréttastofunnar segir slíka tillögu hafa verið útfærða ítarlega en með henni væri grundvallarskilyrði Íslendinga, vera orrustuþotna, mætt. Það þykir renna stoðum undir áhuga flughersins að yfirmaður stöðvarinnar nú er úr flughernum, en það gerðist síðast árið 1961. Óljóst er hver fjöldi hermanna yrði en sumar útgáfur þessarar tillögu gera ráð fyrir að umfang herstöðvarinnar aukist. Kröfur flughersins eru allt aðrar sjóhersins og hætt er við að íslenskir verktakar kættust þegar breyta þyrfti vistarverum og stórum hluta innviða mannvirkja á vellinum. Einn viðmælanda fréttastofunnar nefndi sem dæmi að unnið er að dýrri endurnýjun meginmatsalarins en taki flugherinn við þyrfti að taka hann í gegn á ný þar sem hann uppfyllti engan veginn kröfur flughersins. Ennfremur er sagt að hjá sjóhernum sé litið á stöðina sem óþarfa en að flughersmenn telji þjálfunarmöguleika hér kost. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er rætt um að hluti starfseminnar á Varnarstöðinni verði falinn flughernum frá og með næsta hausti en þær fregnir hafa ekki fengist staðfestar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira