Detroit 2 - Indiana 2 16. maí 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons voru komnir í erfiða stöðu í einvíginu við Indiana í gær og þurftu því ekki frekari hvatningu til að leggja heimamenn að velli 89-76. Meistararnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og hafa unnið heimavallarréttinn til baka í rimmunni, en þeir fengu þó nokkra hjálp frá liði Indiana í gær. Indiana hitti skelfilega í leiknum í gær og það var fyrst og fremst léleg hittni sem kom í veg fyrir sigur þeirra gær, sem hefði fært þeim mikla yfirburði í einvíginu. Í stað þess efndu meistararnir loforð sitt um að snúa aftur til Detroit í stöðunni 2-2. "Þetta er frábært einvígi, en pressan er alltaf á okkur, við erum meistararnir," sagði Chauncey Billups, sem var stigahæstur á vellinum með 29 stig. "Þeir náðu smá áhlaupi í þriðja leikhlutanum, en ég reyndi að vera grimmur í sóknarleiknum og það dreif strákana með," sagði hann. "Ég var hræðilegur í kvöld og það gekk ekkert upp hjá mér," sagði Jermaine O´Neal og var nálægt því að hitta naglann á höfuðið, því hann er með 23% skotnýtingu í síðustu tveimur leikjum Indiana. "Ég trúin hinsvegar að þetta komi hjá mér og ég fari að hitta aftur. Allt fer í hringi í þessu lífi - líka körfuboltinn," sagði hann heimsspekislega. Kannski að það hafi meira að segja að hann er að leika tognaður á öxl og getur ekki beitt sér nálægt eðlilegri getu. "Þegar lið keppa svona oft fara þau fljótlega að finna inná hvert annað og ég vona að við séum farnir að bregðast rétt við þeim. Það sýndi sig í kvöld að við náðum að halda aftur af þeim varnarlega og það skilaði sér í sigri," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Chauncey Billups 29 stig (6 stoðs), Rasheed Wallace 17 stig (12 frák, 5 varin), Rip Hamilton 13 stig (7 stoðs, 5 frák), Antonio McDyess 12 stig (6 frák), Tayshaun Prince 7 stig (10 frák), Ben Wallace 6 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 23 stig, Jamaal Tinsley 17 stig, Jermaine O´Neal 10 stig (13 frák), Reggie Miller 7 stig, Dale Davis 6 stig, James Jones 5 stig (6 frák). NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons voru komnir í erfiða stöðu í einvíginu við Indiana í gær og þurftu því ekki frekari hvatningu til að leggja heimamenn að velli 89-76. Meistararnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og hafa unnið heimavallarréttinn til baka í rimmunni, en þeir fengu þó nokkra hjálp frá liði Indiana í gær. Indiana hitti skelfilega í leiknum í gær og það var fyrst og fremst léleg hittni sem kom í veg fyrir sigur þeirra gær, sem hefði fært þeim mikla yfirburði í einvíginu. Í stað þess efndu meistararnir loforð sitt um að snúa aftur til Detroit í stöðunni 2-2. "Þetta er frábært einvígi, en pressan er alltaf á okkur, við erum meistararnir," sagði Chauncey Billups, sem var stigahæstur á vellinum með 29 stig. "Þeir náðu smá áhlaupi í þriðja leikhlutanum, en ég reyndi að vera grimmur í sóknarleiknum og það dreif strákana með," sagði hann. "Ég var hræðilegur í kvöld og það gekk ekkert upp hjá mér," sagði Jermaine O´Neal og var nálægt því að hitta naglann á höfuðið, því hann er með 23% skotnýtingu í síðustu tveimur leikjum Indiana. "Ég trúin hinsvegar að þetta komi hjá mér og ég fari að hitta aftur. Allt fer í hringi í þessu lífi - líka körfuboltinn," sagði hann heimsspekislega. Kannski að það hafi meira að segja að hann er að leika tognaður á öxl og getur ekki beitt sér nálægt eðlilegri getu. "Þegar lið keppa svona oft fara þau fljótlega að finna inná hvert annað og ég vona að við séum farnir að bregðast rétt við þeim. Það sýndi sig í kvöld að við náðum að halda aftur af þeim varnarlega og það skilaði sér í sigri," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Chauncey Billups 29 stig (6 stoðs), Rasheed Wallace 17 stig (12 frák, 5 varin), Rip Hamilton 13 stig (7 stoðs, 5 frák), Antonio McDyess 12 stig (6 frák), Tayshaun Prince 7 stig (10 frák), Ben Wallace 6 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 23 stig, Jamaal Tinsley 17 stig, Jermaine O´Neal 10 stig (13 frák), Reggie Miller 7 stig, Dale Davis 6 stig, James Jones 5 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Sjá meira