Las þingmönnum pistilinn 17. maí 2005 00:01 Breski þingmaðurinn George Galloway las bandarískum þingmönnum pistilinn í harðorðri gagnsókn í dag þegar hann var kallaður til vitnis vegna ásakana um að hafa makað krókinn á vafasömum olíuviðskiptum við Saddam Hussein. Galloway var ásamt öðrum, þar á meðal fyrrverandi innanríkisráðherra Frakklands og rússneska þjóðernisöfgasinnanum Zhirinovsky, sakaður um óheiðarleg viðskipti með olíu í nýrri skýrslu bandarískrar þingnefndar sem rannsakar spillingu í tengslum við olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hann harðneitar þessu; segist aldrei hafa séð olíufat, átt það, keypt það eða selt, og ekki heldur neinn á hans vegum. Galloway, sem hefur verið hatrammur andstæðingur Íraksstríðsins, lá ekki á skoðun sinni og benti á villur í skýrslunni, meðal annars þá að hann hefði ekki hitt Saddam Hussein mörgum sinnum, heldur aðeins tvisvar, eða jafn oft og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Munurinn væri sá að Rumsfeld hafi hitt hann til að selja honum byssur og afhenda honum landakort til að auðveldara væri að miða byssunum. „Ég hitti hann til að reyna að binda enda á refsiaðgerðir, þjáningar og stríð,“ sagði Galloway. „Í seinna tilfellinu hitti ég hann til að reyna að fá hann til að hleypa dr. Hans Blix og vopnaleitarmönnum Sameinuðu þjóðanna aftur inn í landið (Írak). Þetta var öllu betri notkun á tveimur fundum með Saddam Hussein en hjá varnarmálaráðherranum ykkar,“ sagði Galloway beittum rómi. Yfirheyrslan var á köflum ansi áköf þó bæði Galloway og bandarísku þingmennirnir héldu ró sinni að mestu. Galloway sagði þetta móður allra blekkinga. „Þið reynið að draga athyglina frá þeim glæpum sem þið studduð, frá þjófnaði milljarða dala af auði Íraka. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Breski þingmaðurinn George Galloway las bandarískum þingmönnum pistilinn í harðorðri gagnsókn í dag þegar hann var kallaður til vitnis vegna ásakana um að hafa makað krókinn á vafasömum olíuviðskiptum við Saddam Hussein. Galloway var ásamt öðrum, þar á meðal fyrrverandi innanríkisráðherra Frakklands og rússneska þjóðernisöfgasinnanum Zhirinovsky, sakaður um óheiðarleg viðskipti með olíu í nýrri skýrslu bandarískrar þingnefndar sem rannsakar spillingu í tengslum við olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hann harðneitar þessu; segist aldrei hafa séð olíufat, átt það, keypt það eða selt, og ekki heldur neinn á hans vegum. Galloway, sem hefur verið hatrammur andstæðingur Íraksstríðsins, lá ekki á skoðun sinni og benti á villur í skýrslunni, meðal annars þá að hann hefði ekki hitt Saddam Hussein mörgum sinnum, heldur aðeins tvisvar, eða jafn oft og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Munurinn væri sá að Rumsfeld hafi hitt hann til að selja honum byssur og afhenda honum landakort til að auðveldara væri að miða byssunum. „Ég hitti hann til að reyna að binda enda á refsiaðgerðir, þjáningar og stríð,“ sagði Galloway. „Í seinna tilfellinu hitti ég hann til að reyna að fá hann til að hleypa dr. Hans Blix og vopnaleitarmönnum Sameinuðu þjóðanna aftur inn í landið (Írak). Þetta var öllu betri notkun á tveimur fundum með Saddam Hussein en hjá varnarmálaráðherranum ykkar,“ sagði Galloway beittum rómi. Yfirheyrslan var á köflum ansi áköf þó bæði Galloway og bandarísku þingmennirnir héldu ró sinni að mestu. Galloway sagði þetta móður allra blekkinga. „Þið reynið að draga athyglina frá þeim glæpum sem þið studduð, frá þjófnaði milljarða dala af auði Íraka.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira