Aðeins eitt álver vegna mengunar 19. maí 2005 00:01 Aðeins er svigrúm fyrir eitt stórt álver í viðbót á Íslandi til ársins 2012 samkvæmt íslenska sérákvæðinu í Kyoto-bókuninni. Þetta er talið ýta undir álverskapphlaupið sem nú er hafið. Valdið til að úthluta mengunarkvótanum er í höndum iðnaðarráðherra. Alþjóðlegar skuldbindingar sem Ísland hefur gengist undir takmarka það hversu mörg álver megi reisa í landinu. Íslendingum tókst reyndar í Kyoto-samningunum um loftlagsmengun að fá inn séríslenskt ákvæði sem gefur þeim rýmri heimildir til mengunar jarðar umfram aðrar þjóðir. Samkvæmt því má útstreymi koltvísýrings frá nýrri stóriðju sem hefur starfsemi eftir árið 1990 aukast um allt að 1.600 þúsund tonn á ári. Og það er þegar byrjað að étast af mengunarkvóta Íslands. Straumsvík tók fyrsta skammtinn með stækkun álversins árið 1997 og síðan bættist Norðurál við. Stækkun í Straumsvík og Norðurál tóku jafnmikið af kvótanum, um 440 þúsund tonn samtals, samkvæmt tölum frá iðnaðarráðuneytinu. Þá eru eftir 1.160 þúsund tonn af koltvísýringi til að blása út í andrúmsloftið á hverju á ári. Stórum hluta af því er þegar ráðstafað. Fjarðaál sem verið er að reisa á Austurlandi mun taka 486 þúsund tonn og stækkun Norðuráls sem stendur yfir mun taka 257 þúsund tonn. Þá er eftir óráðstafað 417 þúsund tonnum af koltvísýringi. Iðnaðarráðuneyti áætlar að það samsvari 276 þúsund tonna álframleiðslu á ári. Þess má geta að álverið í Reyðarfirði verður með 320 þúsund tonna ársframleiðslu þannig að mengunarkvótinn sem eftir er dugar ekki í annað sambærilegt álver. Það yrði að vera minna. Þessi takmarkaði kvóti er talinn ýta undir það kapp sem nú virðist hlaupið í sveitarstjórnarmenn og álfyrirtæki. Valdið til úthluta kvótanum er í höndum iðnaðarráðherra samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar en engar reglur hafa hins vegar verið settar um hvernig fara skuli að við úthlutun ef margir sækja um. Verður það reglan fyrstur kemur, fyrstur fær, verður það pólitísk úthlutun eða verður kvótinn seldur hæstbjóðanda? Það er raunar óvíst hversu miklar hömlur verða í reynd á mengunarmöguleikum Íslands. Skuldbindingar Kyoto-samningsins gilda til ársins 2012 og forsætisráðherra lýsti því yfir í þingumræðu í vetur að Ísland myndi við endurskoðun samningsins sækjast eftir frekari undanþágum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Aðeins er svigrúm fyrir eitt stórt álver í viðbót á Íslandi til ársins 2012 samkvæmt íslenska sérákvæðinu í Kyoto-bókuninni. Þetta er talið ýta undir álverskapphlaupið sem nú er hafið. Valdið til að úthluta mengunarkvótanum er í höndum iðnaðarráðherra. Alþjóðlegar skuldbindingar sem Ísland hefur gengist undir takmarka það hversu mörg álver megi reisa í landinu. Íslendingum tókst reyndar í Kyoto-samningunum um loftlagsmengun að fá inn séríslenskt ákvæði sem gefur þeim rýmri heimildir til mengunar jarðar umfram aðrar þjóðir. Samkvæmt því má útstreymi koltvísýrings frá nýrri stóriðju sem hefur starfsemi eftir árið 1990 aukast um allt að 1.600 þúsund tonn á ári. Og það er þegar byrjað að étast af mengunarkvóta Íslands. Straumsvík tók fyrsta skammtinn með stækkun álversins árið 1997 og síðan bættist Norðurál við. Stækkun í Straumsvík og Norðurál tóku jafnmikið af kvótanum, um 440 þúsund tonn samtals, samkvæmt tölum frá iðnaðarráðuneytinu. Þá eru eftir 1.160 þúsund tonn af koltvísýringi til að blása út í andrúmsloftið á hverju á ári. Stórum hluta af því er þegar ráðstafað. Fjarðaál sem verið er að reisa á Austurlandi mun taka 486 þúsund tonn og stækkun Norðuráls sem stendur yfir mun taka 257 þúsund tonn. Þá er eftir óráðstafað 417 þúsund tonnum af koltvísýringi. Iðnaðarráðuneyti áætlar að það samsvari 276 þúsund tonna álframleiðslu á ári. Þess má geta að álverið í Reyðarfirði verður með 320 þúsund tonna ársframleiðslu þannig að mengunarkvótinn sem eftir er dugar ekki í annað sambærilegt álver. Það yrði að vera minna. Þessi takmarkaði kvóti er talinn ýta undir það kapp sem nú virðist hlaupið í sveitarstjórnarmenn og álfyrirtæki. Valdið til úthluta kvótanum er í höndum iðnaðarráðherra samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar en engar reglur hafa hins vegar verið settar um hvernig fara skuli að við úthlutun ef margir sækja um. Verður það reglan fyrstur kemur, fyrstur fær, verður það pólitísk úthlutun eða verður kvótinn seldur hæstbjóðanda? Það er raunar óvíst hversu miklar hömlur verða í reynd á mengunarmöguleikum Íslands. Skuldbindingar Kyoto-samningsins gilda til ársins 2012 og forsætisráðherra lýsti því yfir í þingumræðu í vetur að Ísland myndi við endurskoðun samningsins sækjast eftir frekari undanþágum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira