Detroit 4 - Indiana 2 20. maí 2005 00:01 Það var tilfinningaþrungin stund í Indianapolis í gærkvöldi þegar Detroit Pistons sigruðu Indiana Pacers með 88 stigum gegn 79 og tryggðu sér sæti í úrslitum austurdeildarinnar. Leikurinn var síðasti leikur Reggie Miller á átján ára ferli í deildinni og hann lauk honum eins og honum einum er lagið. Miller var stigahæstur í liði Indiana með 27 stig og háði mikið einvígi við Rip Hamilton, sem margir kalla eftirmann hans í deildinni, því leikstíll þeirra er um margt líkur. Hamilton átti nánast nákvæmlega eins leik og sá gamli, en skoraði þó megnið að stigum sínum í síðari hálfleiknum, þegar Pistons náðu að klára dæmið. Lokamínútur leiksins voru mjög tilfinningaþrungnar og þegar úrslit leiksins voru ráðin, gengu leikmenn beggja liða inn á völlinn til að kveðja hina gömlu hetju að hætti hússins. "Þetta var sérstök stund. Ég held að ég hafi aldrei spilað leik þar sem mótherjarnir gengu til andstæðings síns og hylltu hann. Hann lék ótrúlega í nótt á miðað mann á hans aldri." Áhorfendur í höllinni stóðu allir á fætur í lokin og hrópuðu "Reggie-Reggie" eins og siður hefur verið síðustu 10 árin eða svo, þegar kappinn er að leika vel. Hrópin breyttust þvínæst í "eitt ár enn- eitt ár enn". Ólíklegt verður að teljast að þeim verði að ósk sinni, því þetta átján ára ævintýri í Indiana er senn á enda og eftir liggur langur og glæsilegur ferill eins litríkasta leikmanns deildarinnar á síðustu 20 árum. "Þetta var bæði súrt og sætt í kvöld. Ég náði loksins að hitta þokkalega, en þeir Rip og Chauncey skutu okkur í kaf og áttu alltaf svar við okkur. Svona eru meistaralið. Ég get ekki lýst því með orðum hvað mér þykir vænt um aðdáendur Indiana liðsins. Við áttum sameiginlegt takmark og því miður náði ég ekki að vinna titilinn með fólkinu hérna, en þetta hefur verið ógleymanlegur tími," sagði Reggie Miller í lok leiksins. Atkvæðamestir í liði Detroit:Richard Hamilton 28 stig (6 frák), Chauncey Billups 23 stig (8 stoðs), Rasheed Wallace 14 stig (11 frák), Tayshaun Prince 11 stig (8 frák), Ben Wallace 4 stig (11 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 27 stig (hitti úr 11 af 16 skotum), Jermaine O´Neal 22 stig (11 frák), Jeff Foster 12 stig (6 frák), Stephen Jackson 6 stig (6 frák). NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Sjá meira
Það var tilfinningaþrungin stund í Indianapolis í gærkvöldi þegar Detroit Pistons sigruðu Indiana Pacers með 88 stigum gegn 79 og tryggðu sér sæti í úrslitum austurdeildarinnar. Leikurinn var síðasti leikur Reggie Miller á átján ára ferli í deildinni og hann lauk honum eins og honum einum er lagið. Miller var stigahæstur í liði Indiana með 27 stig og háði mikið einvígi við Rip Hamilton, sem margir kalla eftirmann hans í deildinni, því leikstíll þeirra er um margt líkur. Hamilton átti nánast nákvæmlega eins leik og sá gamli, en skoraði þó megnið að stigum sínum í síðari hálfleiknum, þegar Pistons náðu að klára dæmið. Lokamínútur leiksins voru mjög tilfinningaþrungnar og þegar úrslit leiksins voru ráðin, gengu leikmenn beggja liða inn á völlinn til að kveðja hina gömlu hetju að hætti hússins. "Þetta var sérstök stund. Ég held að ég hafi aldrei spilað leik þar sem mótherjarnir gengu til andstæðings síns og hylltu hann. Hann lék ótrúlega í nótt á miðað mann á hans aldri." Áhorfendur í höllinni stóðu allir á fætur í lokin og hrópuðu "Reggie-Reggie" eins og siður hefur verið síðustu 10 árin eða svo, þegar kappinn er að leika vel. Hrópin breyttust þvínæst í "eitt ár enn- eitt ár enn". Ólíklegt verður að teljast að þeim verði að ósk sinni, því þetta átján ára ævintýri í Indiana er senn á enda og eftir liggur langur og glæsilegur ferill eins litríkasta leikmanns deildarinnar á síðustu 20 árum. "Þetta var bæði súrt og sætt í kvöld. Ég náði loksins að hitta þokkalega, en þeir Rip og Chauncey skutu okkur í kaf og áttu alltaf svar við okkur. Svona eru meistaralið. Ég get ekki lýst því með orðum hvað mér þykir vænt um aðdáendur Indiana liðsins. Við áttum sameiginlegt takmark og því miður náði ég ekki að vinna titilinn með fólkinu hérna, en þetta hefur verið ógleymanlegur tími," sagði Reggie Miller í lok leiksins. Atkvæðamestir í liði Detroit:Richard Hamilton 28 stig (6 frák), Chauncey Billups 23 stig (8 stoðs), Rasheed Wallace 14 stig (11 frák), Tayshaun Prince 11 stig (8 frák), Ben Wallace 4 stig (11 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 27 stig (hitti úr 11 af 16 skotum), Jermaine O´Neal 22 stig (11 frák), Jeff Foster 12 stig (6 frák), Stephen Jackson 6 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Sjá meira