Miami 0 - Detroit 1 24. maí 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons hafa stundum orð á því að lið þeirra hafi ekki fengið þá virðingu áhorfenda og fjölmiðlamanna sem meistaraliði sæmir. Þeir njóta hinsvegar virðingar mótherja sinna á vellinum, ekki síst eftir leiki eins og gær þegar þeir lögðu Miami 90-81 í fyrsta leik liðanna í úrslitum austurdeildarinnar. Það var fyrst og fremst harður varnarleikur og skipulagður sóknarleikur sem skóp sigur meistaranna í Miami í nótt og þeir hafa nú tryggt sér heimavallarréttinn í eivíginu. Larry Brown þjálfari Detroit, sýndi snilli sína gær og uppstillingar hans í vörn og sókn ollu Miami gríðarlegum vandræðum. Brown hefur greinilega unnið heimavinnuna sína eins og venjulega, því eftir að Shaquille O´Neal hafði skorað úr fyrstu fjórum skotum sínum í leiknum, var hann nánast klipptur út og fékk lítið úr að moða eftir það. Sömu sögu var að segja um ungstirnið Dwayne Wade, en hann mátti sín lítils gegn hörkuvörn Tayshaun Prince á löngum köflum og hitti mjög illa. Ljóst er að Shaquille O´Neal getur auðvitað ekki beitt sér að fullu fyrir Miami og það varð ekki ljóst fyrr en rétt fyrir leikinn hvort hann myndi spila. Möguleikar Miami í einvíginu byggjast mikið á því hvort tröllið nær að hrista af sér meiðsli sín, en það verður að teljast býsna ólíklegt úr þessu og því þarf Flórídaliðið nú á öllu sínu að halda ef ekki á illa að fara fyrir þeim gegn frábæru og vel samstilltu liði meistaranna. "Þeir gerðu vel í að finna auðveldar lausnir á móti okkur í varnarleiknum, en án þess að taka nokkuð frá þeim, held ég þó að það hafi verið þolinmæði þeirra og nýting á færum sem gerði útslagið í leiknum í kvöld. Við náðum ekki að gera sömu hluti og þeir voru að gera," sagði Stan Van Gundy þjálfari Miami eftir leikinn. Eftir að Detroit hafði verið skrefinu á undan í leiknum lengst af, náði Miami að jafna leikinn í 80-80, en þá var eins og það væri reynsla meistaranna sem réði úrslitum. "Við höfum verið í þessari aðstöðu áður og þegar staðan er jöfn og lítið eftir af leiknum, er það reynsla okkar sem meistaraliðs sem vegur þungt og þá detta skotin okkar," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. Atkvæðamestir hjá Miami:Eddie Jones 22 stig (8 frák), Shaquille O´Neal 20 stig (5 frák), Dwayne Wade 16 stig (6 frák, hitti úr 7 af 25 skotum), Keyon Dooling 8 stig, Udonis Haslem 6 stig (6 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Rasheed Wallace 20 stig (10 frák), Chauncey Billups 18 stig (5 stoðs), Rip Hamilton 16 stig (5 stoðs), Ben Wallace 13 stig (13 frák), Tayshaun Prince 13 stig, Antonio McDyess 10 stig (6 frák). NBA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons hafa stundum orð á því að lið þeirra hafi ekki fengið þá virðingu áhorfenda og fjölmiðlamanna sem meistaraliði sæmir. Þeir njóta hinsvegar virðingar mótherja sinna á vellinum, ekki síst eftir leiki eins og gær þegar þeir lögðu Miami 90-81 í fyrsta leik liðanna í úrslitum austurdeildarinnar. Það var fyrst og fremst harður varnarleikur og skipulagður sóknarleikur sem skóp sigur meistaranna í Miami í nótt og þeir hafa nú tryggt sér heimavallarréttinn í eivíginu. Larry Brown þjálfari Detroit, sýndi snilli sína gær og uppstillingar hans í vörn og sókn ollu Miami gríðarlegum vandræðum. Brown hefur greinilega unnið heimavinnuna sína eins og venjulega, því eftir að Shaquille O´Neal hafði skorað úr fyrstu fjórum skotum sínum í leiknum, var hann nánast klipptur út og fékk lítið úr að moða eftir það. Sömu sögu var að segja um ungstirnið Dwayne Wade, en hann mátti sín lítils gegn hörkuvörn Tayshaun Prince á löngum köflum og hitti mjög illa. Ljóst er að Shaquille O´Neal getur auðvitað ekki beitt sér að fullu fyrir Miami og það varð ekki ljóst fyrr en rétt fyrir leikinn hvort hann myndi spila. Möguleikar Miami í einvíginu byggjast mikið á því hvort tröllið nær að hrista af sér meiðsli sín, en það verður að teljast býsna ólíklegt úr þessu og því þarf Flórídaliðið nú á öllu sínu að halda ef ekki á illa að fara fyrir þeim gegn frábæru og vel samstilltu liði meistaranna. "Þeir gerðu vel í að finna auðveldar lausnir á móti okkur í varnarleiknum, en án þess að taka nokkuð frá þeim, held ég þó að það hafi verið þolinmæði þeirra og nýting á færum sem gerði útslagið í leiknum í kvöld. Við náðum ekki að gera sömu hluti og þeir voru að gera," sagði Stan Van Gundy þjálfari Miami eftir leikinn. Eftir að Detroit hafði verið skrefinu á undan í leiknum lengst af, náði Miami að jafna leikinn í 80-80, en þá var eins og það væri reynsla meistaranna sem réði úrslitum. "Við höfum verið í þessari aðstöðu áður og þegar staðan er jöfn og lítið eftir af leiknum, er það reynsla okkar sem meistaraliðs sem vegur þungt og þá detta skotin okkar," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. Atkvæðamestir hjá Miami:Eddie Jones 22 stig (8 frák), Shaquille O´Neal 20 stig (5 frák), Dwayne Wade 16 stig (6 frák, hitti úr 7 af 25 skotum), Keyon Dooling 8 stig, Udonis Haslem 6 stig (6 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Rasheed Wallace 20 stig (10 frák), Chauncey Billups 18 stig (5 stoðs), Rip Hamilton 16 stig (5 stoðs), Ben Wallace 13 stig (13 frák), Tayshaun Prince 13 stig, Antonio McDyess 10 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira