Phoenix 0 - San Antonio 3 29. maí 2005 00:01 Lið San Antonio sýndi í fyrstu tveimur leikjunum gegn Phoenix að þeir geta líka skorað mikið af stigum. Í gærkvöldi sýndu þeir hinsvegar sitt rétta andlit í varnarleiknum og með hjálp frá trylltum áhorfendum sínum í SBC Center, unnu þeir sannfærandi 102-92 sigur og eru nánast búnir að gera út um einvígið. Stigaskor Phoenix var það lægsta í úrslitakeppninni, en þeir höfðu ekki skorað undir 106 stig í leik fram að leiknum í gærkvöldi. Þrátt fyrir frábæra endurkomu hins grímuklædda Joe Johnson, áttu liðsmenn Phoenix fá svör við góðri vörn og frábærum sóknarleik heimamanna í San Antonio, sem eru að leika eins og sá sem valdið hefur um þessar mundir og geisla af sjálfstrausti. San Antonio náði að loka teignum, loka á þriggja stiga skytturnar og neituðu leikmönnum Phoenix um hraðaupphlaup. Það hefur löngum komið á daginn í úrslitakeppninni að það er varnarleikurinn sem vinnur leikina og lið San Antonio er fullkomið dæmi um það. Margir sérfræðingar vildu meina að Phoenix myndi einfaldlega hlaupa og skjóta þá í kaf í einvíginu, en annað hefur komið á daginn og þeir sem hafa vanmetið reynt og skipulagt lið San Antonio sitja eflaust og klóra sér í höfðinu í dag. "Ég held að strákarnir séu að finna sig aftur," sagði Greg Popovich, þjálfari San Antonio eftir leikinn og hefur eflaust átt við að hans menn væru að finna gamla meistaragírinn. "Við höfum ekki enn fundið leið til að stöðva þá," sagði Steve Nash hjá Phoenix, sem skoraði 20 stig en átti aðeins 3 stoðsendingar í leiknum. "Við hengdum haus í öðrum leikhlutanum þegar sóknin hjá okkur hrundi og náðum okkur aldrei á strik eftir það", bætti hann við. Phoenix skoraði aðeins 10 stig í öðrum leikhlutanum. Tim Duncan var atkvæðamikill að venju í liði San Antonio og skoraði 33 stig og hirti 15 fráköst. Hann setti líka félagsmet með því að hitta úr öllum 15 vítaskotum sínum í leiknum, en það hefur verið hans Akkílesarhæll í gegn um árin. "Mér fannst við spila mjög vel í kvöld, en ég veit að við eigum meira inni og getum leikið enn betur," sagði Duncan, en ef svo er verða það að teljast slæm tíðindi fyrir Phoenix, sem er á leið í sumarfrí á frekar niðurlægjandi hátt ef þeir vinna ekki næsta leik liðanna í San Antonio á mánudagskvöldið. "Enginn í okkar liði er búinn að gefast upp, enginn í okkar liði kærir sig um að láta "sópa" sér út úr keppninni", sagði Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix. Mörg lið í deildinni í vetur hafa horft til liða eins og Phoenix, Seattle og Dallas, sem skora mikið og leika hraðan, skemmtilegan og árangursríkan körfubolta á tímabilinu, sem skilar sér í mörgum sigrum. Áherslubreytingar í dómgæslu hafa gert liðum eins og Phoenix kleift í spila slíkan bolta og ná árangri, en þegar í úrslitakeppnina er komið, er allt annað uppi á teningnum eins og nú er að koma í ljós. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 34 stig (11 frák), Steve Nash 20 stig, Joe Johnson 15 stig, Quentin Richardson 13 stig (6 frák), Shawn Marion 6 stig (9 frák), Jimmy Jackson 4 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 33 stig (15 frák), Manu Ginobili 18 stig (9 frák), Tony Parker 18 stig (7 stoðs), Brent Barry 11 stig, Nazr Mohammed 9 stig, Robert Horry 7 stig (11 frák), Bruce Bowen 6 stig. NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira
Lið San Antonio sýndi í fyrstu tveimur leikjunum gegn Phoenix að þeir geta líka skorað mikið af stigum. Í gærkvöldi sýndu þeir hinsvegar sitt rétta andlit í varnarleiknum og með hjálp frá trylltum áhorfendum sínum í SBC Center, unnu þeir sannfærandi 102-92 sigur og eru nánast búnir að gera út um einvígið. Stigaskor Phoenix var það lægsta í úrslitakeppninni, en þeir höfðu ekki skorað undir 106 stig í leik fram að leiknum í gærkvöldi. Þrátt fyrir frábæra endurkomu hins grímuklædda Joe Johnson, áttu liðsmenn Phoenix fá svör við góðri vörn og frábærum sóknarleik heimamanna í San Antonio, sem eru að leika eins og sá sem valdið hefur um þessar mundir og geisla af sjálfstrausti. San Antonio náði að loka teignum, loka á þriggja stiga skytturnar og neituðu leikmönnum Phoenix um hraðaupphlaup. Það hefur löngum komið á daginn í úrslitakeppninni að það er varnarleikurinn sem vinnur leikina og lið San Antonio er fullkomið dæmi um það. Margir sérfræðingar vildu meina að Phoenix myndi einfaldlega hlaupa og skjóta þá í kaf í einvíginu, en annað hefur komið á daginn og þeir sem hafa vanmetið reynt og skipulagt lið San Antonio sitja eflaust og klóra sér í höfðinu í dag. "Ég held að strákarnir séu að finna sig aftur," sagði Greg Popovich, þjálfari San Antonio eftir leikinn og hefur eflaust átt við að hans menn væru að finna gamla meistaragírinn. "Við höfum ekki enn fundið leið til að stöðva þá," sagði Steve Nash hjá Phoenix, sem skoraði 20 stig en átti aðeins 3 stoðsendingar í leiknum. "Við hengdum haus í öðrum leikhlutanum þegar sóknin hjá okkur hrundi og náðum okkur aldrei á strik eftir það", bætti hann við. Phoenix skoraði aðeins 10 stig í öðrum leikhlutanum. Tim Duncan var atkvæðamikill að venju í liði San Antonio og skoraði 33 stig og hirti 15 fráköst. Hann setti líka félagsmet með því að hitta úr öllum 15 vítaskotum sínum í leiknum, en það hefur verið hans Akkílesarhæll í gegn um árin. "Mér fannst við spila mjög vel í kvöld, en ég veit að við eigum meira inni og getum leikið enn betur," sagði Duncan, en ef svo er verða það að teljast slæm tíðindi fyrir Phoenix, sem er á leið í sumarfrí á frekar niðurlægjandi hátt ef þeir vinna ekki næsta leik liðanna í San Antonio á mánudagskvöldið. "Enginn í okkar liði er búinn að gefast upp, enginn í okkar liði kærir sig um að láta "sópa" sér út úr keppninni", sagði Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix. Mörg lið í deildinni í vetur hafa horft til liða eins og Phoenix, Seattle og Dallas, sem skora mikið og leika hraðan, skemmtilegan og árangursríkan körfubolta á tímabilinu, sem skilar sér í mörgum sigrum. Áherslubreytingar í dómgæslu hafa gert liðum eins og Phoenix kleift í spila slíkan bolta og ná árangri, en þegar í úrslitakeppnina er komið, er allt annað uppi á teningnum eins og nú er að koma í ljós. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 34 stig (11 frák), Steve Nash 20 stig, Joe Johnson 15 stig, Quentin Richardson 13 stig (6 frák), Shawn Marion 6 stig (9 frák), Jimmy Jackson 4 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 33 stig (15 frák), Manu Ginobili 18 stig (9 frák), Tony Parker 18 stig (7 stoðs), Brent Barry 11 stig, Nazr Mohammed 9 stig, Robert Horry 7 stig (11 frák), Bruce Bowen 6 stig.
NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira