Alþjóðlegur með spænsku ívafi 30. maí 2005 00:01 Nýlega var opnaður nýr veitingastaður í Tryggvagötu 8. Veitingastaðurinn hefur hlotið nafnið El Raco sem útleggst horn á íslensku, en El Raco er katalónska. Eigandinn, Jose Garcia, er spænskur, ættaður frá listaborginni Althea í Alicante. "Við opnuðum hér 20. apríl síðastliðinn," segir Jose, sem hefur ýmislegt á prjónunum varðandi staðinn. "Aðaláherslan verður á góðan mat á góðu verði, en mér finnst að fólk eigi að geta veitt sér að fara út að borða án þess að það kosti of mikið. Við erum með fjölbreyttan, alþjóðlegan matseðil með spænsku ívafi og meðalverð er um 1.200 krónur á mann. Dýrasti rétturinn á matseðlinum er steik og hún kostar um 2.000 krónur. Svo er ég með sérstakan barnamatseðil, en súpurnar kosta frá 500 krónum og að sjálfsögðu erum við líka með hamborgara og samlokur fyrir yngra fólkið." Jose ætlar í náinni framtíð að vera með tapasbar á staðnum og bjóða upp á salsabar á kvöldin. "Við erum með opið frá 11 á morgnana til 11.30 á kvöldin og þrjú um helgar. Eldhúsið er opið til 22 á virkum dögum og 23 um helgar. Á hverju kvöldi er hér spænski gítarleikarinn, Don Felix, sem er Íslendingum að góðu kunnur, en hann spilaði lengi með Los Paraguayos.og hefur samið tónlist fyrir ýmsa þekkta listamenn. Þá hefur Spánardrottning afhent honum verðlaun úr sjóði prinsins af Astura fyrir framlag sitt til menningar og lista. Felix spilar fyrir gesti en leggur líka áherslu á að virkja þá í söng og gleði þegar það á við." Jose hefur búið á Íslandi í rúm sjö ár, en hann er kvæntur íslenskri konu og þau eiga þrjú börn. "Ég byrjaði að vinna á Hard Rock þegar ég kom til Íslands og hef verið kokkur bæði á Vegamótum og Kaffibrennslunni. Nú langar mig að reka stað sjálfur þar sem ungir og aldnir geta komið og átt skemmtilegar stundir og notið góðra veitinga eins og þekkist svo vel á Spáni. Aðstaða til að taka á móti hópum er líka sérlega góð." Jose lætur vel af landi og þjóð en grettir sig þegar minnst er á kuldann. "Það eina sem ég sakna er sólin," segir hann og gnístir tönnum í maí-snjókomunni. "En mér finnst landið og fólkið yndislegt og hér er frábært að vera með börn." Matur Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Nýlega var opnaður nýr veitingastaður í Tryggvagötu 8. Veitingastaðurinn hefur hlotið nafnið El Raco sem útleggst horn á íslensku, en El Raco er katalónska. Eigandinn, Jose Garcia, er spænskur, ættaður frá listaborginni Althea í Alicante. "Við opnuðum hér 20. apríl síðastliðinn," segir Jose, sem hefur ýmislegt á prjónunum varðandi staðinn. "Aðaláherslan verður á góðan mat á góðu verði, en mér finnst að fólk eigi að geta veitt sér að fara út að borða án þess að það kosti of mikið. Við erum með fjölbreyttan, alþjóðlegan matseðil með spænsku ívafi og meðalverð er um 1.200 krónur á mann. Dýrasti rétturinn á matseðlinum er steik og hún kostar um 2.000 krónur. Svo er ég með sérstakan barnamatseðil, en súpurnar kosta frá 500 krónum og að sjálfsögðu erum við líka með hamborgara og samlokur fyrir yngra fólkið." Jose ætlar í náinni framtíð að vera með tapasbar á staðnum og bjóða upp á salsabar á kvöldin. "Við erum með opið frá 11 á morgnana til 11.30 á kvöldin og þrjú um helgar. Eldhúsið er opið til 22 á virkum dögum og 23 um helgar. Á hverju kvöldi er hér spænski gítarleikarinn, Don Felix, sem er Íslendingum að góðu kunnur, en hann spilaði lengi með Los Paraguayos.og hefur samið tónlist fyrir ýmsa þekkta listamenn. Þá hefur Spánardrottning afhent honum verðlaun úr sjóði prinsins af Astura fyrir framlag sitt til menningar og lista. Felix spilar fyrir gesti en leggur líka áherslu á að virkja þá í söng og gleði þegar það á við." Jose hefur búið á Íslandi í rúm sjö ár, en hann er kvæntur íslenskri konu og þau eiga þrjú börn. "Ég byrjaði að vinna á Hard Rock þegar ég kom til Íslands og hef verið kokkur bæði á Vegamótum og Kaffibrennslunni. Nú langar mig að reka stað sjálfur þar sem ungir og aldnir geta komið og átt skemmtilegar stundir og notið góðra veitinga eins og þekkist svo vel á Spáni. Aðstaða til að taka á móti hópum er líka sérlega góð." Jose lætur vel af landi og þjóð en grettir sig þegar minnst er á kuldann. "Það eina sem ég sakna er sólin," segir hann og gnístir tönnum í maí-snjókomunni. "En mér finnst landið og fólkið yndislegt og hér er frábært að vera með börn."
Matur Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira