Spánverjar leiðandi í jafnrétti Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 2. júní 2005 00:01 Í síðustu viku stigu spánverjar stórt skref í kvennfrelsis og jafnréttismálum. Þeir veittu konu frá Persaflóa hæli vegna kynbundins ofbeldis með því að framfylgja lögum sem lengi hafa gilt; lögum um hælisveitingu fyrir pólitíska flóttamenn. Lögunum þurfti ekki að breyta til þau nái einnig yfir þessa konu sem sem hafði sætt illri meðferð af hendi eiginmanns síns og fjölskyldu hans í heimalandi sínu, þar til hún flúði til Spánar. Það var nóg að endurtúlka þau. Þessi tæplega fertuga kona fékk hæli á Spáni af þremur ástæðum; Hún hefði verið þröngvað til að gifta sig; hún hafi sætt miklu ofbeldi heima hjá sér, bæði af hendi eiginmanns síns og fjölskyldu hans, í langan tíma og að síðustu hafi hún ekki fengið neina aðstoð frá yfirvöldum í eigin landi. Ríkisútvarpið sagði frá því að konunni hafi verið rænt á unga aldri, til að gifta hana. Hún hafi reynt að fá skilnað, en ekki getað þar sem til þess þurfi samþykki maka í heimalandi sínu. Því hafi hún lagt á flótta sem endaði á Spáni fyrir þremur árum. Það var þó ekki fyrr en fyrir nokkrum mánuðum að hún sótti um hæli á Spáni. Eftir allar þessar hrakfarir sagði innanríkisráðherra Spánar að hún hafi skaðast andlega og hefði því notið sálfræðiaðstoðar á Spáni. Þetta hljómar kannski ekki mikið, en rétt er að hafa í huga að ekkert ríki hefur viðurkennt kynbundið ofbeldi sem ástæðu til þess að veita einhverjum hæli. Þar varla að kerfisbundnar nauðganir og árásir hermanna, sem starfa undir stjórn ríkisins sem flúið er frá, hafi dugað sem nógu góð rök til að óska eftir hæli. Samkvæmt því sem innanríkisráðherrann sagði, þá munu spánverjar halda áfram að beita lögum um flóttamenn í tilfellum sem þessum, þannig að konur sem búa við heimilisofbeldi í ríkjum sem taka ekki á slíkum vanda, eiga þess kost að sækja um hæli á Spáni. Spánn er kannski ekki fyrsta ríkið sem margir hugsa til þegar verið er að velta því fyrir sér hvaða ríki sé leiðandi í jafnréttismálum. Samkvæmt opinberum stöðluðum tölum eru það mun frekar Norðurlöndin sem eiga að vera á toppnum. Stjórnvöldum á Norðurlöndunum hefur þó ekki dottið til hugar að veita konum hæli vegna þess að þær eru beittar ofbeldi heima fyrir. Með nýrri ríkisstjórn á Spáni hafa fréttir þaðan snúist nokkuð um jafnréttisáherslu ríkisstjórnarinnar. Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra sagði frá upphafi að hann vildi konur í ríkisstjórnina. Með jafnréttisáherslum hefur ríkisstjórnin komið í gegn nýjum lögum gegn heimilsofbeldi, þar sem refsing var aukin, komið var upp sér dómstólum um heimilisofbeldi auk þess sem aðstoð við þá sem verða fyrir heimilisofbeldi var aukin. Með virkum jafnréttisáætlunum er nefninlega hægt að koma á breytingum. Það er ekki nóg að setja sér loðin markmið sem segja allt og ekki neitt, að koma á fót jafnréttifulltrúum í ráðuneytum í hjáhlaupum sem safna tölulegum upplýsingum en hafa ekki raunverulegan stuðning ráðherra sem finnst jafnréttismálin bara eiga heima í einu ráðuneyti - félagsmálaráðuneytinu - og þar með sé þetta bara hans vandamál. Á þessu ári er heljarinnar afmælisár jafnréttisbaráttunnar hér á landi og kannski tilefni til þess að gera skurk í þeim málum. Nú 19. júní verður haldið upp á 90 ára kosningaréttarafmæli kvenna og af því tilefni verður skundað á Þingvöll. Það eru þrjátíu ár síðan kvennaárið var haldið hátíðlegt og síðan íslenskar konur komust í heimsfréttirnar fyrir það að taka sér frí. Við ættum kannski að líta aðeins til þessa lands sem áður var talið aftarlega á merinni (á okkar mælikvarða) hvað jafnréttismálin vörðuðu, en er nú að taka frumkvæðið. Er eitthvað sem við getum lært af spánverjum, annað en að pólitískur vilji skiptir alveg rosalega miklu máli.Svanborg Sigmarsdóttir - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku stigu spánverjar stórt skref í kvennfrelsis og jafnréttismálum. Þeir veittu konu frá Persaflóa hæli vegna kynbundins ofbeldis með því að framfylgja lögum sem lengi hafa gilt; lögum um hælisveitingu fyrir pólitíska flóttamenn. Lögunum þurfti ekki að breyta til þau nái einnig yfir þessa konu sem sem hafði sætt illri meðferð af hendi eiginmanns síns og fjölskyldu hans í heimalandi sínu, þar til hún flúði til Spánar. Það var nóg að endurtúlka þau. Þessi tæplega fertuga kona fékk hæli á Spáni af þremur ástæðum; Hún hefði verið þröngvað til að gifta sig; hún hafi sætt miklu ofbeldi heima hjá sér, bæði af hendi eiginmanns síns og fjölskyldu hans, í langan tíma og að síðustu hafi hún ekki fengið neina aðstoð frá yfirvöldum í eigin landi. Ríkisútvarpið sagði frá því að konunni hafi verið rænt á unga aldri, til að gifta hana. Hún hafi reynt að fá skilnað, en ekki getað þar sem til þess þurfi samþykki maka í heimalandi sínu. Því hafi hún lagt á flótta sem endaði á Spáni fyrir þremur árum. Það var þó ekki fyrr en fyrir nokkrum mánuðum að hún sótti um hæli á Spáni. Eftir allar þessar hrakfarir sagði innanríkisráðherra Spánar að hún hafi skaðast andlega og hefði því notið sálfræðiaðstoðar á Spáni. Þetta hljómar kannski ekki mikið, en rétt er að hafa í huga að ekkert ríki hefur viðurkennt kynbundið ofbeldi sem ástæðu til þess að veita einhverjum hæli. Þar varla að kerfisbundnar nauðganir og árásir hermanna, sem starfa undir stjórn ríkisins sem flúið er frá, hafi dugað sem nógu góð rök til að óska eftir hæli. Samkvæmt því sem innanríkisráðherrann sagði, þá munu spánverjar halda áfram að beita lögum um flóttamenn í tilfellum sem þessum, þannig að konur sem búa við heimilisofbeldi í ríkjum sem taka ekki á slíkum vanda, eiga þess kost að sækja um hæli á Spáni. Spánn er kannski ekki fyrsta ríkið sem margir hugsa til þegar verið er að velta því fyrir sér hvaða ríki sé leiðandi í jafnréttismálum. Samkvæmt opinberum stöðluðum tölum eru það mun frekar Norðurlöndin sem eiga að vera á toppnum. Stjórnvöldum á Norðurlöndunum hefur þó ekki dottið til hugar að veita konum hæli vegna þess að þær eru beittar ofbeldi heima fyrir. Með nýrri ríkisstjórn á Spáni hafa fréttir þaðan snúist nokkuð um jafnréttisáherslu ríkisstjórnarinnar. Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra sagði frá upphafi að hann vildi konur í ríkisstjórnina. Með jafnréttisáherslum hefur ríkisstjórnin komið í gegn nýjum lögum gegn heimilsofbeldi, þar sem refsing var aukin, komið var upp sér dómstólum um heimilisofbeldi auk þess sem aðstoð við þá sem verða fyrir heimilisofbeldi var aukin. Með virkum jafnréttisáætlunum er nefninlega hægt að koma á breytingum. Það er ekki nóg að setja sér loðin markmið sem segja allt og ekki neitt, að koma á fót jafnréttifulltrúum í ráðuneytum í hjáhlaupum sem safna tölulegum upplýsingum en hafa ekki raunverulegan stuðning ráðherra sem finnst jafnréttismálin bara eiga heima í einu ráðuneyti - félagsmálaráðuneytinu - og þar með sé þetta bara hans vandamál. Á þessu ári er heljarinnar afmælisár jafnréttisbaráttunnar hér á landi og kannski tilefni til þess að gera skurk í þeim málum. Nú 19. júní verður haldið upp á 90 ára kosningaréttarafmæli kvenna og af því tilefni verður skundað á Þingvöll. Það eru þrjátíu ár síðan kvennaárið var haldið hátíðlegt og síðan íslenskar konur komust í heimsfréttirnar fyrir það að taka sér frí. Við ættum kannski að líta aðeins til þessa lands sem áður var talið aftarlega á merinni (á okkar mælikvarða) hvað jafnréttismálin vörðuðu, en er nú að taka frumkvæðið. Er eitthvað sem við getum lært af spánverjum, annað en að pólitískur vilji skiptir alveg rosalega miklu máli.Svanborg Sigmarsdóttir - [email protected]
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun