Undrandi á Deep Throat 2. júní 2005 00:01 Blaðamenn Washington Post, sem áttu einna stærstan þátt í að fletta ofan af Watergate-hneykslinu, segjast enn þann dag í dag ekki vita hvers vegna Mark Felt, starfsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, hafi ákveðið að veita þeim upplýsingar. Síðustu þrjá áratugi hefur Felt verið nefndur „Deep Throat“, enda mátti telja þá á fingrum annarrar handar sem vissu á honum deili. Það breyttist allt í gær þegar Felt gekkst við því að vera persónan Deep Throat sem miðlaði upplýsingum um spillingarmálið sem tengdi anga sína til Hvíta hússins og leiddi til afsagnar Richards Nixons Bandaríkjaforseta. Blaðamennirnir, þeir Bob Woodward og Carl Bernstein, segja Felt hafa verið tregan til að veita þær; nánast hafi þurft að draga þær upp úr honum með töngum. Þeir vísa á bug þeirri gagnrýni sem fyrrum stuðningsmenn Nixons hafa sett fram um að Felt hefði frekar átt að segja af sér ef honum ofbauð framferði stjórnvalda. Þá gegndi Felt embætti aðstoðarforstjóra bandarísku alríkislögreglunnar. Blaðamennirnir eru þó enn í vafa um það hvað hafi gert útslagið svo úr varð að Felt leysti frá skjóðunni. Bernstein segir augljóst að hann hafi viljað binda enda á þá glæpamennsku og stjórnarskrárbrot sem átti sér stað. „Og miðað við þær fréttir sem við skrifuðum - þetta eru bara vangaveltur - en þetta hefur kannski verið eina örugga leiðin. Allar hinar stofnanirnar voru spilltar á þessum tíma,“ segir Bernstein. Sjálfur hefur Felt sagt að honum hafi fundist fram hjá sér gengið þegar Nixon skipaði Patrick Gray forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar en Gray þessi var einn þeirra fjölmörgu sem flæktust inn í Watergate-hneykslið. Woodward telur að sú ráðning hafi verið vendipunkturinn í ákvarðanatöku Felts. Hann hafi í kjölfarið orðið einn af fjölmörgum heimildarmönnum blaðamannanna þegar þeir byrjuðu að skrifa um Watergate-málið. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir fyrir væntanlegt vopnahlé Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
Blaðamenn Washington Post, sem áttu einna stærstan þátt í að fletta ofan af Watergate-hneykslinu, segjast enn þann dag í dag ekki vita hvers vegna Mark Felt, starfsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, hafi ákveðið að veita þeim upplýsingar. Síðustu þrjá áratugi hefur Felt verið nefndur „Deep Throat“, enda mátti telja þá á fingrum annarrar handar sem vissu á honum deili. Það breyttist allt í gær þegar Felt gekkst við því að vera persónan Deep Throat sem miðlaði upplýsingum um spillingarmálið sem tengdi anga sína til Hvíta hússins og leiddi til afsagnar Richards Nixons Bandaríkjaforseta. Blaðamennirnir, þeir Bob Woodward og Carl Bernstein, segja Felt hafa verið tregan til að veita þær; nánast hafi þurft að draga þær upp úr honum með töngum. Þeir vísa á bug þeirri gagnrýni sem fyrrum stuðningsmenn Nixons hafa sett fram um að Felt hefði frekar átt að segja af sér ef honum ofbauð framferði stjórnvalda. Þá gegndi Felt embætti aðstoðarforstjóra bandarísku alríkislögreglunnar. Blaðamennirnir eru þó enn í vafa um það hvað hafi gert útslagið svo úr varð að Felt leysti frá skjóðunni. Bernstein segir augljóst að hann hafi viljað binda enda á þá glæpamennsku og stjórnarskrárbrot sem átti sér stað. „Og miðað við þær fréttir sem við skrifuðum - þetta eru bara vangaveltur - en þetta hefur kannski verið eina örugga leiðin. Allar hinar stofnanirnar voru spilltar á þessum tíma,“ segir Bernstein. Sjálfur hefur Felt sagt að honum hafi fundist fram hjá sér gengið þegar Nixon skipaði Patrick Gray forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar en Gray þessi var einn þeirra fjölmörgu sem flæktust inn í Watergate-hneykslið. Woodward telur að sú ráðning hafi verið vendipunkturinn í ákvarðanatöku Felts. Hann hafi í kjölfarið orðið einn af fjölmörgum heimildarmönnum blaðamannanna þegar þeir byrjuðu að skrifa um Watergate-málið.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir fyrir væntanlegt vopnahlé Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira