Góð störf tapast vegna krónunnar 2. júní 2005 00:01 Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir jafn mikla ástæðu til að hafa áhyggjur af því að íslensk fyrirtæki kjósi nú að stofna til reksturs erlendis og því að fyrirtæki segi upp fólki hérlendis. Fregnir berast þessa dagana af erfiðleikum í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og fyrirtækja í samkeppnisrekstri. Tilkynnt hefur verið um uppsagnir í fiskvinnslu á Bíldudal, Reyðarfirði og Stöðvarfirði jafnframt því sem Skinnaiðnaður á Akureyri áætlar að segja upp 40 manns á næstunni. "Fækkun starfa í innlendum samkeppnisiðnaði er af sömu rótum runnin og viðleitni fyrirtækja til þess að flytja störf á erlenda grund. Það er hins vegar nefnt útrás," segir Sveinn Hannesson. "Það eru mörg önnur störf en í fiskiðnaði sem eru að tapast en gætu verið arðbær. Þetta gerist vegna firnasterkrar krónu. Ég sé eftir arðbærum störfum eins og til dæmis Marel er að skapa í Slóvakíu. Þetta eru hátæknistörf og Marel fjárfestir þar fremur en í Garðabæ," segir Sveinn. Hann segir að íslenska myntin sé vitlaus og til lengri tíma litið sé ekkert annað til ráða en að leggja niður óstöðuga krónuna og taka upp evruna sem gjaldmiðil hér á landi. "Í fjárfestingarfasa rýkur krónan upp og veldur búsifjum og hið sama gerist þegar um hægist, þá með gengisfalli krónunnar. Við eigum að miða okkur við evruna. Það er hið eina skynsamlega. Aðrar þjóðir Evrópu hafa talið nauðsynlegt að draga úr sveiflum með því að taka hana upp sem gjaldmiðil. Ef einhver hefur þörf fyrir slíkt er það við. Ísland er ekki heppilegt myntsvæði í alþjóðavæddum heimi nú um stundir," segir Sveinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að stjórnvöld eigi að hætta að vinna gegn viðleitni Seðlabankans til að halda aftur af þenslu og ættu nú að stöðva stóriðjustefnu sína. "Allir eru sammála um að orsakir ástandsins séu þrjár: Í fyrsta lagi stóriðjustefnan, í öðru lagi skattalækkanir stjórnvalda og í þriðja lagi ástandið á fasteignamarkaðinum. Stjórnvöld hafa möguleika á beinum aðgerðum varðandi stóriðjustefnuna. Skynsamlegast væri að lýsa því yfir að nú sé nóg komið í bili og hagkerfinu verði gefið svigrúm til kælingar," segir Steingrímur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir jafn mikla ástæðu til að hafa áhyggjur af því að íslensk fyrirtæki kjósi nú að stofna til reksturs erlendis og því að fyrirtæki segi upp fólki hérlendis. Fregnir berast þessa dagana af erfiðleikum í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og fyrirtækja í samkeppnisrekstri. Tilkynnt hefur verið um uppsagnir í fiskvinnslu á Bíldudal, Reyðarfirði og Stöðvarfirði jafnframt því sem Skinnaiðnaður á Akureyri áætlar að segja upp 40 manns á næstunni. "Fækkun starfa í innlendum samkeppnisiðnaði er af sömu rótum runnin og viðleitni fyrirtækja til þess að flytja störf á erlenda grund. Það er hins vegar nefnt útrás," segir Sveinn Hannesson. "Það eru mörg önnur störf en í fiskiðnaði sem eru að tapast en gætu verið arðbær. Þetta gerist vegna firnasterkrar krónu. Ég sé eftir arðbærum störfum eins og til dæmis Marel er að skapa í Slóvakíu. Þetta eru hátæknistörf og Marel fjárfestir þar fremur en í Garðabæ," segir Sveinn. Hann segir að íslenska myntin sé vitlaus og til lengri tíma litið sé ekkert annað til ráða en að leggja niður óstöðuga krónuna og taka upp evruna sem gjaldmiðil hér á landi. "Í fjárfestingarfasa rýkur krónan upp og veldur búsifjum og hið sama gerist þegar um hægist, þá með gengisfalli krónunnar. Við eigum að miða okkur við evruna. Það er hið eina skynsamlega. Aðrar þjóðir Evrópu hafa talið nauðsynlegt að draga úr sveiflum með því að taka hana upp sem gjaldmiðil. Ef einhver hefur þörf fyrir slíkt er það við. Ísland er ekki heppilegt myntsvæði í alþjóðavæddum heimi nú um stundir," segir Sveinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að stjórnvöld eigi að hætta að vinna gegn viðleitni Seðlabankans til að halda aftur af þenslu og ættu nú að stöðva stóriðjustefnu sína. "Allir eru sammála um að orsakir ástandsins séu þrjár: Í fyrsta lagi stóriðjustefnan, í öðru lagi skattalækkanir stjórnvalda og í þriðja lagi ástandið á fasteignamarkaðinum. Stjórnvöld hafa möguleika á beinum aðgerðum varðandi stóriðjustefnuna. Skynsamlegast væri að lýsa því yfir að nú sé nóg komið í bili og hagkerfinu verði gefið svigrúm til kælingar," segir Steingrímur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira