Lykilstjórnendur fá lán 3. júní 2005 00:01 Íslandsbanki lánar lykilstjórnendum bankans rúma þrjá milljarða til að auka við hlut sinn í bankanum. Kaupverðið hefur enn ekki verið innt af hendi en bréfin hafa hækkað um fimmtíu milljónir frá því á mánudag þegar kaupin voru innsigluð. Arðsemi fjárfestingarinnar er háð áframhaldandi áhuga Straums og átökum um yfirráð í Íslandsbanka. Verði af frekari áhlaupum á bankann má búast við að bréfin hækki gríðarlega í verði og stjórnendurnir græði sem því nemur. Straumur á átján prósent í bankanum og er sá hlutur um þrjátíu og fimm milljarða virði og sérfræðingar telja líklegt að þeir reyni að komast alla leið. Að öðrum kosti þyrftu þeir að selja með verulegum afslætti. Kaup stjórnenda bankans eru gerð með framvirkum samningum og er kaupverðið greitt með vöxtum þann 4. júlí. Einn heimildarmaður fréttastofu segir að allt bendi til þess að það dragi til tíðinda jafnvel fyrir þá dagsetningu og núverandi stjórnendur gangi þá út með umtalsvert meira eigið fé en þeir gerðu annars. Samtals hafa bréfin hækkað um tæpar fimmtíu milljónir á tveimur dögum síðan kaupin voru ákveðin. Þar af hefur Bjarni Ármannsson forstjóri hagnast um tuttugu. Bjarni keypti fyrir ríflega 1300 milljónir og Einar Sveinsson stjórnarformaður fyrir ríflega 500 milljónir. Aðrir fimm lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver. Ákvæði í lögum um fjármálafyrirtæki kveða á um að ekki megi lána framkvæmdastjórum fjármálafyrirtækja og stjórnarformönnum án þess að samþykki stjórnar liggi fyrir. Um aðra starfsmenn gilda innri reglur bankans. Bjarni benti á í þessu sambandi að greiðslan yrði ekki innt af hendi fyrr en 4. júlí en skýrði það ekki frekar. Stjórnarmaður í Íslandsbanka sem fréttastofan ræddi við sagði málið ekki hafa verið rætt í stjórninni þar sem engin fundur hefði verið haldinn síðan það kom upp. Hann taldi að þetta lán yrði borið undir stjórnina fyrir 4. júlí og gerði ekki athugasemdir við það. Sérfræðingur sem rætt var við sagði hins vegar að framvirkir samningar væru í sjálfu sér lán. Ef bankinn hefði haft milligöngu um viðskiptin tæki hann áhættuna. Bjarni Ármannsson segir hins vegar að seljandinn, sem sé ekki bankinn, veiti greiðslufrest og taki áhættuna í þessu tilfelli. Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, vildi ekki upplýsa hvort málið væri til skoðunar þar. Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Íslandsbanki lánar lykilstjórnendum bankans rúma þrjá milljarða til að auka við hlut sinn í bankanum. Kaupverðið hefur enn ekki verið innt af hendi en bréfin hafa hækkað um fimmtíu milljónir frá því á mánudag þegar kaupin voru innsigluð. Arðsemi fjárfestingarinnar er háð áframhaldandi áhuga Straums og átökum um yfirráð í Íslandsbanka. Verði af frekari áhlaupum á bankann má búast við að bréfin hækki gríðarlega í verði og stjórnendurnir græði sem því nemur. Straumur á átján prósent í bankanum og er sá hlutur um þrjátíu og fimm milljarða virði og sérfræðingar telja líklegt að þeir reyni að komast alla leið. Að öðrum kosti þyrftu þeir að selja með verulegum afslætti. Kaup stjórnenda bankans eru gerð með framvirkum samningum og er kaupverðið greitt með vöxtum þann 4. júlí. Einn heimildarmaður fréttastofu segir að allt bendi til þess að það dragi til tíðinda jafnvel fyrir þá dagsetningu og núverandi stjórnendur gangi þá út með umtalsvert meira eigið fé en þeir gerðu annars. Samtals hafa bréfin hækkað um tæpar fimmtíu milljónir á tveimur dögum síðan kaupin voru ákveðin. Þar af hefur Bjarni Ármannsson forstjóri hagnast um tuttugu. Bjarni keypti fyrir ríflega 1300 milljónir og Einar Sveinsson stjórnarformaður fyrir ríflega 500 milljónir. Aðrir fimm lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver. Ákvæði í lögum um fjármálafyrirtæki kveða á um að ekki megi lána framkvæmdastjórum fjármálafyrirtækja og stjórnarformönnum án þess að samþykki stjórnar liggi fyrir. Um aðra starfsmenn gilda innri reglur bankans. Bjarni benti á í þessu sambandi að greiðslan yrði ekki innt af hendi fyrr en 4. júlí en skýrði það ekki frekar. Stjórnarmaður í Íslandsbanka sem fréttastofan ræddi við sagði málið ekki hafa verið rætt í stjórninni þar sem engin fundur hefði verið haldinn síðan það kom upp. Hann taldi að þetta lán yrði borið undir stjórnina fyrir 4. júlí og gerði ekki athugasemdir við það. Sérfræðingur sem rætt var við sagði hins vegar að framvirkir samningar væru í sjálfu sér lán. Ef bankinn hefði haft milligöngu um viðskiptin tæki hann áhættuna. Bjarni Ármannsson segir hins vegar að seljandinn, sem sé ekki bankinn, veiti greiðslufrest og taki áhættuna í þessu tilfelli. Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, vildi ekki upplýsa hvort málið væri til skoðunar þar.
Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira