Alfreð kallar Perluna hringekju 3. júní 2005 00:01 Ungir sjálfstæðismenn færðu Alfreð Þorsteinssyni, formanni stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, Monopoly spilið að gjöf í morgun. Þeir segjast hafa gert það til að mótmæla taumlausri eyðslu hans á kostnað borgarbúa. Alfreð endursendi hins vegar spilið skömmu síðar og hvatti gefendurna til að spila það við Davíð Oddsson í „hringekjunni í Öskjuhlíð“. Ungu sjálfstæðismönnunum finnst ekki þjóna hagsmunum borgarbúa að reisa sumarhúsabyggð við Úlfljóstsvatn eins og fyrirhugað er. Eins benda þeir á dýrar fjárfestingar á sviði gagnamiðlunar og risarækjueldis sem borgarbúum sé gert að taka þátt í. Í tilkynningu SUS segir m.a.: Það er þess vegna sem ungir sjálfstæðismenn ákveða að færa stjórnarformanninum Monopoly spilið að gjöf, enda snýst spilið um það að leikmenn fjárfesta í götum, húsum og hótelum á höfuðborgarsvæðinu með sérstökum spilapeningum líkt og í gamla Matador spilinu. Er honum því færð gjöfin í þeirri von að hann láti nægja að kaupa eignir fyrir spilapeninga og hætti að leika sér með fjármuni borgarbúa.Jafnframt má minna á að orðið „monopoly“ þýðir einokun og á við um kjarnastarfsemi Orkuveitunnar, sem hefur einokunarstöðu á markaði með raforku, vatn og heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu. Ungir sjálfstæðismenn telja þetta eitt ljósasta dæmi þess að opinber einokun er síst skárri en önnur. Alfreð endursendi hins vegar spilið í skömmu síðar með eftirfarandi svarbréfi: Kæru ungu sjálfstæðismenn!Um leið og ég endursendi gjöf ykkar, bið ég ykkur um að færa hana Davíð Oddssyni formanni Sjálfstæðisflokksins, sem í borgarstjóratíð sinni lét reisa stærsta og dýrasta veitingahús norðan Alpafjalla, nefnilega Perluna í Öskjuhlíð, sem er þungur baggi á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur. Vandséð er hvers vegna sjálfstæðismenn létu orkufyrirtæki í eigu Reykvíkinga byggja þetta veitingahús.Á hverju ári greiða Reykvíkingar síðan um 60 milljónir króna með rekstri Perlunnar og þegar stofnkostnaði er bætt við má segja, að þetta ævintýri sjálfstæðismanna hafi kostað borgarbúa um 4 milljarða króna.Sem Stjórnarformaður Orkuveitunnar hef ég árangurslaust reynt að selja Perluna, en ekki fengið viðunandi tilboð, því miður.Ég tel við hæfi, að ungir sjálfstæðismenn bjóði formanni sínum í Perluna einhvern góðan veðurdag og spili við hann Monopoly í hringekjunni í Öskjuhlíðinni.Að lokum vil ég geta þess, að jörðin Úlfljótsvatn hefur engum arði skilað til þessa, en Orkuveitan hefur hins vegar haft kostnað af henni. Þetta er gömul arfleifð sjálfstæðismanna, sem verið er að bæta fyrir.Virðingarfyllst,Alfreð Þorsteinsson Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira
Ungir sjálfstæðismenn færðu Alfreð Þorsteinssyni, formanni stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, Monopoly spilið að gjöf í morgun. Þeir segjast hafa gert það til að mótmæla taumlausri eyðslu hans á kostnað borgarbúa. Alfreð endursendi hins vegar spilið skömmu síðar og hvatti gefendurna til að spila það við Davíð Oddsson í „hringekjunni í Öskjuhlíð“. Ungu sjálfstæðismönnunum finnst ekki þjóna hagsmunum borgarbúa að reisa sumarhúsabyggð við Úlfljóstsvatn eins og fyrirhugað er. Eins benda þeir á dýrar fjárfestingar á sviði gagnamiðlunar og risarækjueldis sem borgarbúum sé gert að taka þátt í. Í tilkynningu SUS segir m.a.: Það er þess vegna sem ungir sjálfstæðismenn ákveða að færa stjórnarformanninum Monopoly spilið að gjöf, enda snýst spilið um það að leikmenn fjárfesta í götum, húsum og hótelum á höfuðborgarsvæðinu með sérstökum spilapeningum líkt og í gamla Matador spilinu. Er honum því færð gjöfin í þeirri von að hann láti nægja að kaupa eignir fyrir spilapeninga og hætti að leika sér með fjármuni borgarbúa.Jafnframt má minna á að orðið „monopoly“ þýðir einokun og á við um kjarnastarfsemi Orkuveitunnar, sem hefur einokunarstöðu á markaði með raforku, vatn og heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu. Ungir sjálfstæðismenn telja þetta eitt ljósasta dæmi þess að opinber einokun er síst skárri en önnur. Alfreð endursendi hins vegar spilið í skömmu síðar með eftirfarandi svarbréfi: Kæru ungu sjálfstæðismenn!Um leið og ég endursendi gjöf ykkar, bið ég ykkur um að færa hana Davíð Oddssyni formanni Sjálfstæðisflokksins, sem í borgarstjóratíð sinni lét reisa stærsta og dýrasta veitingahús norðan Alpafjalla, nefnilega Perluna í Öskjuhlíð, sem er þungur baggi á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur. Vandséð er hvers vegna sjálfstæðismenn létu orkufyrirtæki í eigu Reykvíkinga byggja þetta veitingahús.Á hverju ári greiða Reykvíkingar síðan um 60 milljónir króna með rekstri Perlunnar og þegar stofnkostnaði er bætt við má segja, að þetta ævintýri sjálfstæðismanna hafi kostað borgarbúa um 4 milljarða króna.Sem Stjórnarformaður Orkuveitunnar hef ég árangurslaust reynt að selja Perluna, en ekki fengið viðunandi tilboð, því miður.Ég tel við hæfi, að ungir sjálfstæðismenn bjóði formanni sínum í Perluna einhvern góðan veðurdag og spili við hann Monopoly í hringekjunni í Öskjuhlíðinni.Að lokum vil ég geta þess, að jörðin Úlfljótsvatn hefur engum arði skilað til þessa, en Orkuveitan hefur hins vegar haft kostnað af henni. Þetta er gömul arfleifð sjálfstæðismanna, sem verið er að bæta fyrir.Virðingarfyllst,Alfreð Þorsteinsson
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira