Verða að tryggja stöðugleika 13. október 2005 19:18 Stjórnvöld verða að gera meira til að tryggja stöðugleika en þau hafa gert til þessa, segir framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands og tveir stjórnarandstöðuþingmenn. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir betra ef ríkisstjórnin notaði ríkisfjármálin til að halda þenslunni í skefjum en að Seðlabankinn notaði gengið til þess, því það þrengdi að afkomu fyrirtækjanna í landinu sem aftur skapaði þrýsting á þau að lækka launakostnað. Seðlabankinn tilkynnti vaxtahækkun í fyrradag og hafa stýrivextir ekki verið hærri í rúm þrjú ár. "Við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingar. Hann telur lausatök stjórnarflokkanna í ríkisfjármálum hafa haft slæm áhrif á efnahagslífið. "Í gegnum tíðina hafa fjárlögin aldrei staðist og oft hefur munað tugum milljarða á þeim og raunveruleikanum sem blasir við á ríkisreikningnum. Ríkisstjórnin þarf að beita meiri ábyrgð og aðhaldi í ríkisfjármálunum." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, tók í sama streng og sagðist búast við að ástandið í efnahagsmálum yrði svipað á meðan Seðlabankinn sæi sig knúinn til að hækki vextina aftur og aftur. Steingrímur skoraði á ríkisstjórnina að gefa út yfirlýsingu þess efnis að ekki yrði stuðlað að fleiri stóriðjuframkvæmdum í bili. "Slík yfirlýsing ein og sér myndi strax verða til þess að kæla hagkerfið." Einnig vildi hann að hætt yrði við skattalækkunaráformin. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, taldi á hinn bóginn að ríkisstjórnin beitti þegar aðhaldi. Búið væri að fresta framkvæmdum í vegamálum fyrir einhverja milljarða og reka ætti ríkissjóð með afgangi á fjárlagaári. Hann sagði jafnframt að verðbólgan væri innan markmiða Seðlabankans ef breytingar á húsnæðisliðnum væru ekki taldar með. Hækkun fasteignaverðs hækkaði neysluverðsvísitöluna, en skuldbreytingar eldri lána kæmu ekki inn í hana til lækkunar. Pétur segir merkilegt að lækkun á greiðslubyrði almennings komi fram sem hækkun á neysluverðsvísitölu. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira
Stjórnvöld verða að gera meira til að tryggja stöðugleika en þau hafa gert til þessa, segir framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands og tveir stjórnarandstöðuþingmenn. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir betra ef ríkisstjórnin notaði ríkisfjármálin til að halda þenslunni í skefjum en að Seðlabankinn notaði gengið til þess, því það þrengdi að afkomu fyrirtækjanna í landinu sem aftur skapaði þrýsting á þau að lækka launakostnað. Seðlabankinn tilkynnti vaxtahækkun í fyrradag og hafa stýrivextir ekki verið hærri í rúm þrjú ár. "Við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingar. Hann telur lausatök stjórnarflokkanna í ríkisfjármálum hafa haft slæm áhrif á efnahagslífið. "Í gegnum tíðina hafa fjárlögin aldrei staðist og oft hefur munað tugum milljarða á þeim og raunveruleikanum sem blasir við á ríkisreikningnum. Ríkisstjórnin þarf að beita meiri ábyrgð og aðhaldi í ríkisfjármálunum." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, tók í sama streng og sagðist búast við að ástandið í efnahagsmálum yrði svipað á meðan Seðlabankinn sæi sig knúinn til að hækki vextina aftur og aftur. Steingrímur skoraði á ríkisstjórnina að gefa út yfirlýsingu þess efnis að ekki yrði stuðlað að fleiri stóriðjuframkvæmdum í bili. "Slík yfirlýsing ein og sér myndi strax verða til þess að kæla hagkerfið." Einnig vildi hann að hætt yrði við skattalækkunaráformin. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, taldi á hinn bóginn að ríkisstjórnin beitti þegar aðhaldi. Búið væri að fresta framkvæmdum í vegamálum fyrir einhverja milljarða og reka ætti ríkissjóð með afgangi á fjárlagaári. Hann sagði jafnframt að verðbólgan væri innan markmiða Seðlabankans ef breytingar á húsnæðisliðnum væru ekki taldar með. Hækkun fasteignaverðs hækkaði neysluverðsvísitöluna, en skuldbreytingar eldri lána kæmu ekki inn í hana til lækkunar. Pétur segir merkilegt að lækkun á greiðslubyrði almennings komi fram sem hækkun á neysluverðsvísitölu. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira