Leyft að veiða meiri ýsu og ufsa 6. júní 2005 00:01 Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að veiðar úr þorskstofninum verði minnkaðar um sjö þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri LÍÚ er sama sinnis og fagnar auknum veiðiheimildum á ýsu og ufsa. Ekki hefur tekist að stækka þorskstofninn eins og stefnt hefur verið að. Hafrannsóknarstofnunin leggur því til að aflahámark þorksins á næsta fiskveiðiári verði 198 þúsund tonn sem er minnkun um sjö þúsund tonn. Á móti er lagt til að kvóti ýsu verði aukinn um 15 þúsund tonn og kvóti ufsa verði aukinn um 10 þúsund tonn. Aðspurður hvað skýrslan segi um ástand fiskistofna segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar, að það sé almennt nokkuð gott. Þorskstofninn sé að braggast þó svo að hann hafi viljað sjá meiri bata. Náðst hafi árangur síðustu árin m.a. með styrkingu hrygningarstofnsins en áhyggjur manna snúist um samsetningu hans og stofnunin telji að það þurfi að skoða hana sérstaklega. Aukin hlýindi eru talin vera helstu áhrifaþættir fyrir styrk ýsunnar og ufsans. Eins hefur stofn skötuselsins og síldarinnar stækkað. En valda hlýindin því að aðrir stofnar minnki? Jóhann segir að hlýviðriseinkenni geti að sjálfsögðu haft neikvæð áhrif á aðra stofna. Í því sambandi hafi menn mestar áhyggjur af loðnunni sem sé kaldsjávartegund. Ef það hitni enn meira en á undanförnum misserum fari menn að hafa áhyggjur af því að loðnan verði ekki sá mikilvægi þáttur í vistkerfinu hér við landi sem hún hafi verið. Ekki hefur tekist að mæla stofnstærð loðnunnar sem er helsta fæða þorsksins og mun Hafrannsóknarstofnunin ekki mæla fyrir um opnun loðnuvertíðar fyrr en þær mælingar takast. En hvaða afleiðingar hafa þessar veiðiheimildir fyrir þjóðarbúið? Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að útlit sé fyrir að þær komi vel út í heildina fjárhagslega en auðvitað sé það misjafnt eftir einstökum útgerðum. Fjárhagslegar afleiðingar fyrir þjóðarbúið verði hins vegar ekki miklar. Friðrik segir enn fremur að það séu viss vonbrigði að þorskkvótann þurfi að minnka. Hins vegar sé gríðarmikill vöxtur í ýsunni og það hafi aldrei verið jafnmikið veitt af henni og verði gert á næsta ári. Þá aukist ufsakvótinn en aðrir stofnar séu flestir á svipuðu róli og í fyrra. Aðspurður hvort allir geti verið sammála því að nauðsynlegt sé að draga úr þorskveiðunum segir Friðrik að svo sé ekki. Sumir vilji veiða meira og haldi að allt bjargist með því. Íslendingar hafi veitt of mikið síðustu 50 árin og nú séu þeir að súpa seyðið af því. Kenningin um að veiða meira hafi verið prófuð en hún gangi ekki upp og þess vegna séu menn í þeirri stöðu sem þeir eru í núna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að veiðar úr þorskstofninum verði minnkaðar um sjö þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri LÍÚ er sama sinnis og fagnar auknum veiðiheimildum á ýsu og ufsa. Ekki hefur tekist að stækka þorskstofninn eins og stefnt hefur verið að. Hafrannsóknarstofnunin leggur því til að aflahámark þorksins á næsta fiskveiðiári verði 198 þúsund tonn sem er minnkun um sjö þúsund tonn. Á móti er lagt til að kvóti ýsu verði aukinn um 15 þúsund tonn og kvóti ufsa verði aukinn um 10 þúsund tonn. Aðspurður hvað skýrslan segi um ástand fiskistofna segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar, að það sé almennt nokkuð gott. Þorskstofninn sé að braggast þó svo að hann hafi viljað sjá meiri bata. Náðst hafi árangur síðustu árin m.a. með styrkingu hrygningarstofnsins en áhyggjur manna snúist um samsetningu hans og stofnunin telji að það þurfi að skoða hana sérstaklega. Aukin hlýindi eru talin vera helstu áhrifaþættir fyrir styrk ýsunnar og ufsans. Eins hefur stofn skötuselsins og síldarinnar stækkað. En valda hlýindin því að aðrir stofnar minnki? Jóhann segir að hlýviðriseinkenni geti að sjálfsögðu haft neikvæð áhrif á aðra stofna. Í því sambandi hafi menn mestar áhyggjur af loðnunni sem sé kaldsjávartegund. Ef það hitni enn meira en á undanförnum misserum fari menn að hafa áhyggjur af því að loðnan verði ekki sá mikilvægi þáttur í vistkerfinu hér við landi sem hún hafi verið. Ekki hefur tekist að mæla stofnstærð loðnunnar sem er helsta fæða þorsksins og mun Hafrannsóknarstofnunin ekki mæla fyrir um opnun loðnuvertíðar fyrr en þær mælingar takast. En hvaða afleiðingar hafa þessar veiðiheimildir fyrir þjóðarbúið? Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að útlit sé fyrir að þær komi vel út í heildina fjárhagslega en auðvitað sé það misjafnt eftir einstökum útgerðum. Fjárhagslegar afleiðingar fyrir þjóðarbúið verði hins vegar ekki miklar. Friðrik segir enn fremur að það séu viss vonbrigði að þorskkvótann þurfi að minnka. Hins vegar sé gríðarmikill vöxtur í ýsunni og það hafi aldrei verið jafnmikið veitt af henni og verði gert á næsta ári. Þá aukist ufsakvótinn en aðrir stofnar séu flestir á svipuðu róli og í fyrra. Aðspurður hvort allir geti verið sammála því að nauðsynlegt sé að draga úr þorskveiðunum segir Friðrik að svo sé ekki. Sumir vilji veiða meira og haldi að allt bjargist með því. Íslendingar hafi veitt of mikið síðustu 50 árin og nú séu þeir að súpa seyðið af því. Kenningin um að veiða meira hafi verið prófuð en hún gangi ekki upp og þess vegna séu menn í þeirri stöðu sem þeir eru í núna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira