Undrast ekki vantrú á markmiðum 6. júní 2005 00:01 Forstöðumaður Íslandsbanka er ekki hissa á að almenningur hafi litla trú á að markmið Seðlabanka Íslands um að halda verðbólgunni í 2,5 prósentum haldist en fólk býst við að verðbólgan verði um 4 prósent næstu tólf mánuði. Þetta kemur fram í könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Seðlabankann en bankinn býst við að verðbólgan verði þrjú prósent í ár og 3,6 prósent á næsta ári. Almenningur væntir þess hins vegar að verðbólgan verði um 4 prósent næstu tólf mánuðina. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir ekki koma á óvart að fólk hafi vantrú á spá Seðlabankans. En hvers vegna? Ingólfur segir verðbólgan hafi verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans um langa hríð. Á þeim fjórum árum sem bankinn hafi verið með verðbólgumarkmið hafi verðbólgan verið yfir markmiðinu tvo þriðju hluta tímans og að meðaltali 4,2 prósent. Ingólfur segir útlitið í efnahagsmálum einnig hafa áhrif á verðbólguvæntingar. Nú sé vaxandi þensla á innlendum markaði og þegar litið sé til næstu tveggja ára megi reikna með því að þenslan verði enn meiri. Þá segir Ingólfur verðbólgumarkmið Seðlabankans ekki hafa staðist undanfarin ár. Fyrir því séu ýmsar ástæður. Þegar bankinn hafi tekið upp verðbólgumarkið hafi verið mikið ójanfnvægi á hagkerfinu, mikill viðskiptahalli, og komið hafi verið út úr fastgengiskerfi sem ekki hafi hentað þeim frjálsu fjármagnsflutningum sem verið hafi á þeim tíma. Það hafi verið eðlilegt að krónan myndi lækka og það myndi leiða til verðbólguskots sem Seðlabankinn hafi lítið getað gert í. Síðan hafi tekið við stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar sem sé óvenjulegt ástand og erfitt að eiga við fyrir bankann, sérstaklega þegar hann hafi ekki ríki og sveitarfélög með sér. En hverju spáir greiningardeild Íslandsbanka? Ingólfur segir að deildin spái því að verðbólgan verði í ríflega þremur prósentum eftir 12 mánuði og 5,6 prósent yfir næsta ár sem talsvert langt yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Forstöðumaður Íslandsbanka er ekki hissa á að almenningur hafi litla trú á að markmið Seðlabanka Íslands um að halda verðbólgunni í 2,5 prósentum haldist en fólk býst við að verðbólgan verði um 4 prósent næstu tólf mánuði. Þetta kemur fram í könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Seðlabankann en bankinn býst við að verðbólgan verði þrjú prósent í ár og 3,6 prósent á næsta ári. Almenningur væntir þess hins vegar að verðbólgan verði um 4 prósent næstu tólf mánuðina. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir ekki koma á óvart að fólk hafi vantrú á spá Seðlabankans. En hvers vegna? Ingólfur segir verðbólgan hafi verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans um langa hríð. Á þeim fjórum árum sem bankinn hafi verið með verðbólgumarkmið hafi verðbólgan verið yfir markmiðinu tvo þriðju hluta tímans og að meðaltali 4,2 prósent. Ingólfur segir útlitið í efnahagsmálum einnig hafa áhrif á verðbólguvæntingar. Nú sé vaxandi þensla á innlendum markaði og þegar litið sé til næstu tveggja ára megi reikna með því að þenslan verði enn meiri. Þá segir Ingólfur verðbólgumarkmið Seðlabankans ekki hafa staðist undanfarin ár. Fyrir því séu ýmsar ástæður. Þegar bankinn hafi tekið upp verðbólgumarkið hafi verið mikið ójanfnvægi á hagkerfinu, mikill viðskiptahalli, og komið hafi verið út úr fastgengiskerfi sem ekki hafi hentað þeim frjálsu fjármagnsflutningum sem verið hafi á þeim tíma. Það hafi verið eðlilegt að krónan myndi lækka og það myndi leiða til verðbólguskots sem Seðlabankinn hafi lítið getað gert í. Síðan hafi tekið við stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar sem sé óvenjulegt ástand og erfitt að eiga við fyrir bankann, sérstaklega þegar hann hafi ekki ríki og sveitarfélög með sér. En hverju spáir greiningardeild Íslandsbanka? Ingólfur segir að deildin spái því að verðbólgan verði í ríflega þremur prósentum eftir 12 mánuði og 5,6 prósent yfir næsta ár sem talsvert langt yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans.
Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira