Burðarás keypti 4,11% af Steinunni 8. júní 2005 00:01 Burðarás keypti í dag 4,11% hlut Steinunnar Jónsdóttur í Íslandsbanka. Nafnvirði hlutanna var tæpar 540 milljónir króna en keypt var á genginu 13,6. Söluverðið er því tæpir 7,4 milljarðar króna. Kaupin breyta valdahlutföllum innan bankans verulega. Burðarás á 7,46% hlut í Íslandsbanka eftir viðskiptin í dag en Steinunn, eða eignarhaldsfélag hennar, Arkur ehf., var fyrir viðskiptin fjórði stærsti hluthafinn í bankanum. Fjárfestingarbankinn Straumur er enn langstærsti hluthafinn með rúmlega 21% hlut og Milestone ehf., eignarhaldsfélag Wernersbarna, á 7,88%. Burðarás er því orðinn þriðji stærsti hluthafinn með sín 7,46%. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu náði Steinunn upphaflega samkomulagi við hóp tengdum Straumi um kaup á hlut sínum. Síðan ákvað hún að gefa fylkingu bankastjóra og stjórnarformanns einnig möguleika á kaupum á hlutnum. Báðum fylkingum var því gefinn frestur til klukkan hálfníu á mánudagsmorgun til að bjóða um átta milljarða í hlutinn en engin tilboð bárust. Eftir því sem fréttastofan kemst næst er hagnaður Steinunnar ríflega tveir og hálfur milljarður og hefur hún því grætt tæpar þrjú hundruð milljónir á mánuði frá því að hún keypti bréfin. Valdahlutföll í bankanum breytast verulega við kaupin í dag, Straumsfylkingunni í vil. Undanfarið hefur staðið yfir allt að því blóðug barátta á milli hennar og fylkingar stjórnarformanns bankans og forstjóra. Hlutur Straums og Burðaráss er nú um 28,9%. Leitt hefur verið líkum að því að kaupin gætu leitt til yfirtöku Landsbankans á Íslandsbanka en fyrirtæki í eigu Björgólfsfeðga eiga stóran hlut í Straumi. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, harðneitar því hins vegar að nokkuð slíkt sé uppi á teningnum: kaupin tengist Straumi ekki á nokkurn hátt. Þá verði ekki boðið til hluthafafundar og yfirtaka sé alls ekki í burðarliðnum. Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Burðarás keypti í dag 4,11% hlut Steinunnar Jónsdóttur í Íslandsbanka. Nafnvirði hlutanna var tæpar 540 milljónir króna en keypt var á genginu 13,6. Söluverðið er því tæpir 7,4 milljarðar króna. Kaupin breyta valdahlutföllum innan bankans verulega. Burðarás á 7,46% hlut í Íslandsbanka eftir viðskiptin í dag en Steinunn, eða eignarhaldsfélag hennar, Arkur ehf., var fyrir viðskiptin fjórði stærsti hluthafinn í bankanum. Fjárfestingarbankinn Straumur er enn langstærsti hluthafinn með rúmlega 21% hlut og Milestone ehf., eignarhaldsfélag Wernersbarna, á 7,88%. Burðarás er því orðinn þriðji stærsti hluthafinn með sín 7,46%. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu náði Steinunn upphaflega samkomulagi við hóp tengdum Straumi um kaup á hlut sínum. Síðan ákvað hún að gefa fylkingu bankastjóra og stjórnarformanns einnig möguleika á kaupum á hlutnum. Báðum fylkingum var því gefinn frestur til klukkan hálfníu á mánudagsmorgun til að bjóða um átta milljarða í hlutinn en engin tilboð bárust. Eftir því sem fréttastofan kemst næst er hagnaður Steinunnar ríflega tveir og hálfur milljarður og hefur hún því grætt tæpar þrjú hundruð milljónir á mánuði frá því að hún keypti bréfin. Valdahlutföll í bankanum breytast verulega við kaupin í dag, Straumsfylkingunni í vil. Undanfarið hefur staðið yfir allt að því blóðug barátta á milli hennar og fylkingar stjórnarformanns bankans og forstjóra. Hlutur Straums og Burðaráss er nú um 28,9%. Leitt hefur verið líkum að því að kaupin gætu leitt til yfirtöku Landsbankans á Íslandsbanka en fyrirtæki í eigu Björgólfsfeðga eiga stóran hlut í Straumi. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, harðneitar því hins vegar að nokkuð slíkt sé uppi á teningnum: kaupin tengist Straumi ekki á nokkurn hátt. Þá verði ekki boðið til hluthafafundar og yfirtaka sé alls ekki í burðarliðnum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira