Fjallar ekki frekar um bankasölu 8. júní 2005 00:01 Löngum fundi fjárlaganefndar með ríkisendurskoðanda og framkvæmdanefnd um einkavæðingu lauk í gær með samþykkt meirihlutans um að nefndin fjallaði ekki frekar um málið. "Við mótmæltum þessu," segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar og talsmaður minnihlutans í málinu. "Það kom margt fram á fundinum sem kallaði á frekari útskýringar. Þess vegna óskuðum við eftir því að halda þessari umræðu áfram og klára hana í næstu viku. Á það var ekki fallist. Samt eigum við eftir að fara yfir upplýsingar og vinna úr þeim. Í rauninni er okkur þingmönnunum bent á að spyrja viðkomandi ráðherra sjálfa, en þingið kemur ekki saman fyrr en fyrsta október," segir Lúðvík. Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar segir að það hafi verið mat meirihluta fjárlaganefndar að búið væri að fá upplýsingar og svör sem varpi skýru ljósi á málið. "Ég hafði boðið ákveðna leið til þess að ljúka málinu með sátt í nefndinni í næstu viku. Því miður náði það ekki fram að ganga," segir Magnús. Stjórnarandstæðingar í fjárlaganefnd stöldruðu sérstakega við bréf sem Framkvæmdanefnd um einkavæðingu barst 2. september 2002 áður en Búnaðarbankinn var seldur. Þar er staðhæft að félagið Hesteyri hf. hafi þá verið að fullu og öllu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Hálfum mánuði fyrr, 16. ágúst 2002, var Hesteyri að hálfu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og að hálfu í eigu Skinneyjar Þinganess, fyrirtækis í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Á þessum tíma var Halldór Ásgrímsson varaformaður ráðherranefndarinnar um einkavæðinguna. "Það þarf að kanna sérstaklega hvort þau tengsl kunni að gera það að verkum að Halldór Ásgrímsson hafi verið vanhæfur til þess að fjalla um málið. Við vöktum sérstaka athygli á því að það væri óþægilegt að ljúka málinu með þetta upp í loft og reyndum því að fá frekari fundi," sagði Lúðvík Bergvinsson. Magnús Stefánsson formaður fjárlaganefndar segir að þetta bréf hafi verið rætt við einkavæðingarnefndina. "Um er að ræða eitt bréf sem nefndinni mun hafa borist frá einum aðila. Þeir munu senda okkur gögn í framhaldinu og það verður upplýst," segir Magnús. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Löngum fundi fjárlaganefndar með ríkisendurskoðanda og framkvæmdanefnd um einkavæðingu lauk í gær með samþykkt meirihlutans um að nefndin fjallaði ekki frekar um málið. "Við mótmæltum þessu," segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar og talsmaður minnihlutans í málinu. "Það kom margt fram á fundinum sem kallaði á frekari útskýringar. Þess vegna óskuðum við eftir því að halda þessari umræðu áfram og klára hana í næstu viku. Á það var ekki fallist. Samt eigum við eftir að fara yfir upplýsingar og vinna úr þeim. Í rauninni er okkur þingmönnunum bent á að spyrja viðkomandi ráðherra sjálfa, en þingið kemur ekki saman fyrr en fyrsta október," segir Lúðvík. Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar segir að það hafi verið mat meirihluta fjárlaganefndar að búið væri að fá upplýsingar og svör sem varpi skýru ljósi á málið. "Ég hafði boðið ákveðna leið til þess að ljúka málinu með sátt í nefndinni í næstu viku. Því miður náði það ekki fram að ganga," segir Magnús. Stjórnarandstæðingar í fjárlaganefnd stöldruðu sérstakega við bréf sem Framkvæmdanefnd um einkavæðingu barst 2. september 2002 áður en Búnaðarbankinn var seldur. Þar er staðhæft að félagið Hesteyri hf. hafi þá verið að fullu og öllu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Hálfum mánuði fyrr, 16. ágúst 2002, var Hesteyri að hálfu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og að hálfu í eigu Skinneyjar Þinganess, fyrirtækis í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Á þessum tíma var Halldór Ásgrímsson varaformaður ráðherranefndarinnar um einkavæðinguna. "Það þarf að kanna sérstaklega hvort þau tengsl kunni að gera það að verkum að Halldór Ásgrímsson hafi verið vanhæfur til þess að fjalla um málið. Við vöktum sérstaka athygli á því að það væri óþægilegt að ljúka málinu með þetta upp í loft og reyndum því að fá frekari fundi," sagði Lúðvík Bergvinsson. Magnús Stefánsson formaður fjárlaganefndar segir að þetta bréf hafi verið rætt við einkavæðingarnefndina. "Um er að ræða eitt bréf sem nefndinni mun hafa borist frá einum aðila. Þeir munu senda okkur gögn í framhaldinu og það verður upplýst," segir Magnús.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira