Starfsleyfi Alcoa ekki afturkallað 10. júní 2005 00:01 Lögmaður Umhverfisstofnunar segir starfsleyfi Alcoa fyrir álveri í Reyðarfirði ekki verða afturkallað þrátt fyrir dóm Hæstaréttar um að álverið þurfi að fara í umhverfismat. Hjörleifur Guttormsson telur að stöðva þurfi framkvæmdirnar í Reyðarfirði á meðan umhverfisáhrif verði metin. Starfseyfi Alcoa var gefið út eftir að ákvörðun Skipulagsstofnunar lá fyrir í mars 2003 um að álverið þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Sigurður Örn Guðleifsson, lögmaður hjá Umhverfisstofnun, segir dóm Hæstaréttar hafa gefið ástæðu til þess að athuga hvort að afturkalla ætti stafsleyfi Alcoa, en ákveðið hafi verið að gera það ekki, meðal annars vegna þess að þeir leyfið hafa, hafi réttmætar væntingar um að halda því. Sigurður bendir enn fremur á að Alcoa hafi sent erindi til Skipulagsstofnunar á sínum tíma til þess að kanna það hvort þörf væri á öðru mati. Niðurstaða Skipulagstofnunar hafi verið sú að hið nýja álver þyrfti ekki að fara í mat og þá ákvörðun hafi umhverfisráðherra staðfest. Mistökin hafi legið þar en ekki hjá Alcoa. Þessi sjónarmið og mörg önnur vegist á og þurfi að skoða þegar tekin sé ákvörðun um það hvort Umhverfisstofnun eigi að afturkalla leyfið að eigin frumkvæði. Niðurstaða hennar sé sú að gera það ekki. Sigurður segir að ef umhverfismat kalli á breyttar forsendur geti verið að gefa þurfi út nýtt starfsleyfi en segir að í framhaldi af hagsmunamati nú þyki ekki rétt að afturkalla leyfið. Hjörleifur Guttormsson, sem kærði að ekki hafi farið fram sérstakt umhverfismat fyrir álver Alcoa, segist halda að Alcoa muni doka við með áframhaldandi framkvæmdir á meðan réttarstaðan sé svona óljós. Hann undrast ummæli umhverfisráðherra um að hægt sé að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann segist ekki vita hvar umhverfisráðherra sé staddur með skoðun mála og segist undrandi á því hvað frá honum komi, að það sé formsatriði og hægt sé að halda áfram framkvæmdum eins og ekkert hafi í skorist. Þetta segi ekki aðili með heila hugsun sem hafi fengið í höfuðið afgreiðslu, sem annar ráðherra hafi reyndar unnið árið 2002. Hann telji að umhverfisráðuneytið þurfi að vanda sig ef það ætli að rétta af kúrsinn og bæta sína stöðu því það sé mikið áhyggjuefni hvernig þar sé gengið fram. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ráðleggur þeim sem að málinu koma að staldra við með áframhaldandi framkvæmdir. Málið snúist ekki um hvort álver eigi að rísa heldur snúist það um fagleg vinnubrögð og umhverfisrétt. Hún telur það alvarlegt umhugsunarefni hvað ríkisstjórnin hafi fengið á sig marga dóma í málum sem hafi verið umdeild og þess vegna ratað í gegnum dómskerfið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Lögmaður Umhverfisstofnunar segir starfsleyfi Alcoa fyrir álveri í Reyðarfirði ekki verða afturkallað þrátt fyrir dóm Hæstaréttar um að álverið þurfi að fara í umhverfismat. Hjörleifur Guttormsson telur að stöðva þurfi framkvæmdirnar í Reyðarfirði á meðan umhverfisáhrif verði metin. Starfseyfi Alcoa var gefið út eftir að ákvörðun Skipulagsstofnunar lá fyrir í mars 2003 um að álverið þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Sigurður Örn Guðleifsson, lögmaður hjá Umhverfisstofnun, segir dóm Hæstaréttar hafa gefið ástæðu til þess að athuga hvort að afturkalla ætti stafsleyfi Alcoa, en ákveðið hafi verið að gera það ekki, meðal annars vegna þess að þeir leyfið hafa, hafi réttmætar væntingar um að halda því. Sigurður bendir enn fremur á að Alcoa hafi sent erindi til Skipulagsstofnunar á sínum tíma til þess að kanna það hvort þörf væri á öðru mati. Niðurstaða Skipulagstofnunar hafi verið sú að hið nýja álver þyrfti ekki að fara í mat og þá ákvörðun hafi umhverfisráðherra staðfest. Mistökin hafi legið þar en ekki hjá Alcoa. Þessi sjónarmið og mörg önnur vegist á og þurfi að skoða þegar tekin sé ákvörðun um það hvort Umhverfisstofnun eigi að afturkalla leyfið að eigin frumkvæði. Niðurstaða hennar sé sú að gera það ekki. Sigurður segir að ef umhverfismat kalli á breyttar forsendur geti verið að gefa þurfi út nýtt starfsleyfi en segir að í framhaldi af hagsmunamati nú þyki ekki rétt að afturkalla leyfið. Hjörleifur Guttormsson, sem kærði að ekki hafi farið fram sérstakt umhverfismat fyrir álver Alcoa, segist halda að Alcoa muni doka við með áframhaldandi framkvæmdir á meðan réttarstaðan sé svona óljós. Hann undrast ummæli umhverfisráðherra um að hægt sé að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann segist ekki vita hvar umhverfisráðherra sé staddur með skoðun mála og segist undrandi á því hvað frá honum komi, að það sé formsatriði og hægt sé að halda áfram framkvæmdum eins og ekkert hafi í skorist. Þetta segi ekki aðili með heila hugsun sem hafi fengið í höfuðið afgreiðslu, sem annar ráðherra hafi reyndar unnið árið 2002. Hann telji að umhverfisráðuneytið þurfi að vanda sig ef það ætli að rétta af kúrsinn og bæta sína stöðu því það sé mikið áhyggjuefni hvernig þar sé gengið fram. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ráðleggur þeim sem að málinu koma að staldra við með áframhaldandi framkvæmdir. Málið snúist ekki um hvort álver eigi að rísa heldur snúist það um fagleg vinnubrögð og umhverfisrétt. Hún telur það alvarlegt umhugsunarefni hvað ríkisstjórnin hafi fengið á sig marga dóma í málum sem hafi verið umdeild og þess vegna ratað í gegnum dómskerfið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira