Hvernig er þetta hægt? Þórlindur Kjartansson skrifar 16. júní 2005 00:01 Það þekkja það flestir að það getur verið erfitt að láta enda ná saman í fjármálum fjölskyldunnar. Algengt er að heyra að það skipti engu máli hvort tekjurnar hækki - það virðist bara alltaf enda þannig að um mánaðarmót stendur lítið eða ekkert eftir af mánaðarhýrunni. Fæst okkar búa hins vegar við þann undarlega veruleika að tekjur okkar nemi hundruðum milljóna króna á ári líkt og Michael Jackson. Í allri umfjölluninni um réttarhöldin yfir konungi poppsins hefur ítrekað komið fram að Jackson sé sennilega algjörlega blankur. Hjá honum hafa milljarðatekjur á síðustu áratugum ekki dugað til þess að endar nái saman og líklegt er að Jackson þurfi að selja meira og minna allar eignir sínar til að hafa upp í skuldir. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig menn fara að því að eyða milljónum króna á dag en þó er það ekki óalgengt í heimi stórstjarna að jafnvel svimandi tekjur dugi ekki fyrir lífstílnum. Atvinnumenn í íþróttum standa margir uppi slyppir og snauðir örfáum árum eftir að hafa sest í helgan stein þótt þeir hafi þénað stórkostlegar upphæðir. Eins er það alþekkt að sigurvegarar í lottói í Bandaríkjunum fara flestir á hausinn örfáum árum eftir að þeir hljóta vinninginn. Sú tilhneiging okkar flestra að stilla lífstílinn algjörlega eftir því hverjar tekjurnar eru er sennilega stærsta ástæðan fyrir því að svona getur farið. Þegar fólk skyndilega kemst í álnir, jafnvel eftir litla fyrirhöfn eða fyrir glópalán, virðist vera segin saga að fólk fari að hegða sér eins og það geti átt von á því að tekjustreymið verði óbreytt um ómunatíð. Þá er veruleikafirring á háu stigi, eins og virðst vera í tilfelli Jackson, ekki líkleg til þess að stuðla að skynsamlegum ákvörðunum í fjármálum heimilisins. Jackson virðist hafa einstaka getu til þess að eyða peningum í vitleysu og þótt það sé erfitt fyrir venjulegt fólk að ímynda sér hvernig hægt er að eyða hundruðum milljóna í verslunarferð þá hefur Jackson sýnt að allt er hægt ef viljinn - eða brjálsemin - er fyrir hendi. En þótt fjárhagsvandræði Jackson geti verið spaugileg í ákveðnu ljósi þá er hann líklega ekki eins ólíkur okkur flestum í þessu tilliti og við viljum vera láta. Hér á landi er í gangi mikið neyslufyllerí þar sem húsnæðislán og yfirdráttarlán eru notuð til þess að fjármagna kaup á hinum og þessum óþarfa. Á meðan svigrúm er til staðar þá líður flestum eins og þeir hafi vel efni á nýja sjónvarpinu, sumarbústaðnum og íbúðinni en hins vegar þarf gjarnan lítið til þess að endar hætti að ná saman. Úr því að manni á borð við Jackson tekst að rústa eigin fjármálum með óhófi þá gildir það sama um okkur hin. Vera má að Jackson hefði haft gott af því að heyra ráðleggingar gamallar íslenskrar konu sem hafði tekist að nurla saman dágóðum sjóði með því að lifa eftir tveimur ágætum reglum. Sú fyrri er: "Maður kaupir ekki það sem mann langar í, ekki það sem mann vantar, heldur aðeins það sem maður getur ekki verið án." Hin reglan var þessi: "Ef það er ekki til í Kaupfélaginu þá vantar mig það ekki." Þórlindur Kjartansson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það þekkja það flestir að það getur verið erfitt að láta enda ná saman í fjármálum fjölskyldunnar. Algengt er að heyra að það skipti engu máli hvort tekjurnar hækki - það virðist bara alltaf enda þannig að um mánaðarmót stendur lítið eða ekkert eftir af mánaðarhýrunni. Fæst okkar búa hins vegar við þann undarlega veruleika að tekjur okkar nemi hundruðum milljóna króna á ári líkt og Michael Jackson. Í allri umfjölluninni um réttarhöldin yfir konungi poppsins hefur ítrekað komið fram að Jackson sé sennilega algjörlega blankur. Hjá honum hafa milljarðatekjur á síðustu áratugum ekki dugað til þess að endar nái saman og líklegt er að Jackson þurfi að selja meira og minna allar eignir sínar til að hafa upp í skuldir. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig menn fara að því að eyða milljónum króna á dag en þó er það ekki óalgengt í heimi stórstjarna að jafnvel svimandi tekjur dugi ekki fyrir lífstílnum. Atvinnumenn í íþróttum standa margir uppi slyppir og snauðir örfáum árum eftir að hafa sest í helgan stein þótt þeir hafi þénað stórkostlegar upphæðir. Eins er það alþekkt að sigurvegarar í lottói í Bandaríkjunum fara flestir á hausinn örfáum árum eftir að þeir hljóta vinninginn. Sú tilhneiging okkar flestra að stilla lífstílinn algjörlega eftir því hverjar tekjurnar eru er sennilega stærsta ástæðan fyrir því að svona getur farið. Þegar fólk skyndilega kemst í álnir, jafnvel eftir litla fyrirhöfn eða fyrir glópalán, virðist vera segin saga að fólk fari að hegða sér eins og það geti átt von á því að tekjustreymið verði óbreytt um ómunatíð. Þá er veruleikafirring á háu stigi, eins og virðst vera í tilfelli Jackson, ekki líkleg til þess að stuðla að skynsamlegum ákvörðunum í fjármálum heimilisins. Jackson virðist hafa einstaka getu til þess að eyða peningum í vitleysu og þótt það sé erfitt fyrir venjulegt fólk að ímynda sér hvernig hægt er að eyða hundruðum milljóna í verslunarferð þá hefur Jackson sýnt að allt er hægt ef viljinn - eða brjálsemin - er fyrir hendi. En þótt fjárhagsvandræði Jackson geti verið spaugileg í ákveðnu ljósi þá er hann líklega ekki eins ólíkur okkur flestum í þessu tilliti og við viljum vera láta. Hér á landi er í gangi mikið neyslufyllerí þar sem húsnæðislán og yfirdráttarlán eru notuð til þess að fjármagna kaup á hinum og þessum óþarfa. Á meðan svigrúm er til staðar þá líður flestum eins og þeir hafi vel efni á nýja sjónvarpinu, sumarbústaðnum og íbúðinni en hins vegar þarf gjarnan lítið til þess að endar hætti að ná saman. Úr því að manni á borð við Jackson tekst að rústa eigin fjármálum með óhófi þá gildir það sama um okkur hin. Vera má að Jackson hefði haft gott af því að heyra ráðleggingar gamallar íslenskrar konu sem hafði tekist að nurla saman dágóðum sjóði með því að lifa eftir tveimur ágætum reglum. Sú fyrri er: "Maður kaupir ekki það sem mann langar í, ekki það sem mann vantar, heldur aðeins það sem maður getur ekki verið án." Hin reglan var þessi: "Ef það er ekki til í Kaupfélaginu þá vantar mig það ekki." Þórlindur Kjartansson
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun