Heldur hlífiskildi yfir Mugabe 18. júní 2005 00:01 Breskur þingmaður hefur gagnrýnt forseta Suður-Afríku harkalega fyrir að halda hlífiskildi yfir Robert Mugabe, forseta Simbabves. Þingmaðurinn er nýkomin úr leynilegri heimsókn til Simbabves og segir Mugabe vera í stríði við eigin þjóð. Hundruð þúsunda manna hafa orðið að flýja heimili sín í Simbabve að undanförnu, og ekki bara flýja heldur brjóta niður hús sín. Ríkisstjórn Mugabes vill fá landið sem þessi hús standa á til einhverra nota og hefur því lýst byggingu þeirra ólöglega. Margt af þessu fólki hefur orðið að flýja út í sveitir landsins og þannig misst þau störf sem það hugsanlega hafði til að framfleyta fjölskyldu sinni. Raunar er atvinnuleysi ógnvænlegt í Simbabve. Simbabve, sem eitt sinn var blómlegt land og flutti út matvæli, er löngu orðið gjaldþrota undir ógnarstjórn Mugabes. Íbúarnir verða að treysta á matargjafir erlendis frá og jafnvel þann mat fær það ekki nema það styðji forsetann. Það má eiginlega segja að Mugabe sitji í skjóli Thabos Mbekis, forseta Suður-Afríku, sem lagði blessun sína yfir sigur Mugabes í nýafstöðnum kosningum og hefur staðið gegn því að hann yrði beittur refsiaðgerðum. Þetta gagnrýnir breski þingmaðurinn, Kate Hoey. Hún segir eiginlega hafa ríkt þagnarsamsæri því ef Bretar hefðu afskipti af Simbabve myndi það minna á nýlendutímann. „Þetta er fátækasta fólkið í Afríku og þess eigin ríkisstjórn er að koma því í skelfilegar aðstæður. Ríkisstjórnin okkar verður að gera eitthvað í þessu í stað þess að sitja hjá og fylgjast þegjandi með þessu gerast,“ segir Hoey. Hoey er þingmaður verkamannaflokks Tonys Blair og er nefndarforseti í fjölflokka þingnefnd sem fer með mál Simbabves. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Breskur þingmaður hefur gagnrýnt forseta Suður-Afríku harkalega fyrir að halda hlífiskildi yfir Robert Mugabe, forseta Simbabves. Þingmaðurinn er nýkomin úr leynilegri heimsókn til Simbabves og segir Mugabe vera í stríði við eigin þjóð. Hundruð þúsunda manna hafa orðið að flýja heimili sín í Simbabve að undanförnu, og ekki bara flýja heldur brjóta niður hús sín. Ríkisstjórn Mugabes vill fá landið sem þessi hús standa á til einhverra nota og hefur því lýst byggingu þeirra ólöglega. Margt af þessu fólki hefur orðið að flýja út í sveitir landsins og þannig misst þau störf sem það hugsanlega hafði til að framfleyta fjölskyldu sinni. Raunar er atvinnuleysi ógnvænlegt í Simbabve. Simbabve, sem eitt sinn var blómlegt land og flutti út matvæli, er löngu orðið gjaldþrota undir ógnarstjórn Mugabes. Íbúarnir verða að treysta á matargjafir erlendis frá og jafnvel þann mat fær það ekki nema það styðji forsetann. Það má eiginlega segja að Mugabe sitji í skjóli Thabos Mbekis, forseta Suður-Afríku, sem lagði blessun sína yfir sigur Mugabes í nýafstöðnum kosningum og hefur staðið gegn því að hann yrði beittur refsiaðgerðum. Þetta gagnrýnir breski þingmaðurinn, Kate Hoey. Hún segir eiginlega hafa ríkt þagnarsamsæri því ef Bretar hefðu afskipti af Simbabve myndi það minna á nýlendutímann. „Þetta er fátækasta fólkið í Afríku og þess eigin ríkisstjórn er að koma því í skelfilegar aðstæður. Ríkisstjórnin okkar verður að gera eitthvað í þessu í stað þess að sitja hjá og fylgjast þegjandi með þessu gerast,“ segir Hoey. Hoey er þingmaður verkamannaflokks Tonys Blair og er nefndarforseti í fjölflokka þingnefnd sem fer með mál Simbabves.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira