Er jafnréttið í nánd? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 20. júní 2005 00:01 Um 2000 manns mættu á Þingvelli á sunnudag til að fagna þeim tímamótum að 90 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi kvenna til Alþingis. Reyndar var þetta líka 90 ára afmæli íslenska fánans, en minna bar á þeim hátíðarhöldum. Við þessi tímamót er ekki úr vegi að líta aðeins til baka og skoða hverning konum hefur vegnað á þingi, allt frá því að Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan til að vera kosin á þing fyrir hönd Kvennalistans árið 1922. Sumir, en ekki margir, þingmenn skrifuðu pistla á heimasíðu sína við þessi tímamót. Einn þeirra var Kristinn H. Gunnarsson sem fór í nokkra naflaskoðun og sagði að í jafnréttismálum hafi sigið á ógæfuhliðina innan flokksins. "Nú er aðeins ein kona í ráðherrastöðu fyrir flokkinn en fjórir karlar. Þetta endurspeglar að hugur fylgir ekki máli þegar kemur að því að framfylgja góðri jafnréttisstefnu flokksins," skrifaði hann á heimasíðu sinni. Þegar fjallað er um hlutfall kynjanna á þingi, í ráðherraembættum, í nefndum og stjórnum á vegum ríkisins virðast þeir margir sem sjá þar ekkert athugavert. Það er lifað við lögmál Darwins og þeir hæfustu lifa af. Að minnsta kosti er oft talað um að það hafi bara verið þeir hæfustu sem fengu stöðurnar. Þegar konur falla í prófkjörum, eða er raðað neðarlega á lista, þá hefur það ekkert að gera með kynferði þeirra. Það er bara óheppni eða eitthvað slíkt, sem veldur því að ár eftir ár er hlutfall kvenna minna en karla í slíkum stöðum. Þær eru ekki nógu hæfar, eða hafa ekki unnið nógu mikið fyrir utanríkisþjónustuna til að verða sendiherrar fyrir hönd ríkisins. Eitthvað annað en Guðmundur Árni Stefánsson og Markús Örn Antonsson. Þær eru ekki nógu mikið inn í fiskveiðum og landbúnaði til að komast í þær þingnefndir. Hvað þá fjárlaganefnd eða iðnaðarnefnd. Svo sýna þær þessum málum svo lítin áhuga. Þetta er það sem konur fá að heyra. Það er alhæft um konurnar, að þær séu ekki nógu mikið þetta eða hitt til að komast áfram. Aðallega fær maður að heyra hvað konur séu ekki nógu mikið eins og karlar. En það er samt aldrei kynferði þeirra að kenna. Þær þurfa bara að læra aðferðir og tungutak karlanna. Þá kemur þetta allt saman, því "góðir hlutir gerast hægt." Hlutir þróast og í jafnréttismálum hefur mikið breyst frá 1915 þegar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt, eða 1920 þegar konur fengu jafnan kosningarétt og karlar. En þegar verið er að fagna því að 90 ár eru liðin frá því að konur fengu kjörgengi og kosningarétt, virðist það sannreynt að góðu hlutirnir gerast hægt. Það þarf enn að ræða hlutfall kynjanna á framboðslistum, því það er okkur ekki orðið eðlilegt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Það þarf að ræða hlutfall kynjanna í þingnefndum, því annars lenda þær allar í félagsmála- og heilbrigðisnefnd, í mjúku málunum. Og það þarf að ræða hlutfall kynjanna í hópi ráðherra, því annars er konum ýtt til hliðar. Það er ekki merki um að jafnréttishugsjónin sé að ná yfirhöndinni þegar í hugum fólks þarf enn að fylla ímyndaða kynjakvóta, því okkur finnst það ekki sjálfsagt að hlutfall kynjanna sé jafnt. Svanborg Sigmarsdóttir - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Um 2000 manns mættu á Þingvelli á sunnudag til að fagna þeim tímamótum að 90 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi kvenna til Alþingis. Reyndar var þetta líka 90 ára afmæli íslenska fánans, en minna bar á þeim hátíðarhöldum. Við þessi tímamót er ekki úr vegi að líta aðeins til baka og skoða hverning konum hefur vegnað á þingi, allt frá því að Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan til að vera kosin á þing fyrir hönd Kvennalistans árið 1922. Sumir, en ekki margir, þingmenn skrifuðu pistla á heimasíðu sína við þessi tímamót. Einn þeirra var Kristinn H. Gunnarsson sem fór í nokkra naflaskoðun og sagði að í jafnréttismálum hafi sigið á ógæfuhliðina innan flokksins. "Nú er aðeins ein kona í ráðherrastöðu fyrir flokkinn en fjórir karlar. Þetta endurspeglar að hugur fylgir ekki máli þegar kemur að því að framfylgja góðri jafnréttisstefnu flokksins," skrifaði hann á heimasíðu sinni. Þegar fjallað er um hlutfall kynjanna á þingi, í ráðherraembættum, í nefndum og stjórnum á vegum ríkisins virðast þeir margir sem sjá þar ekkert athugavert. Það er lifað við lögmál Darwins og þeir hæfustu lifa af. Að minnsta kosti er oft talað um að það hafi bara verið þeir hæfustu sem fengu stöðurnar. Þegar konur falla í prófkjörum, eða er raðað neðarlega á lista, þá hefur það ekkert að gera með kynferði þeirra. Það er bara óheppni eða eitthvað slíkt, sem veldur því að ár eftir ár er hlutfall kvenna minna en karla í slíkum stöðum. Þær eru ekki nógu hæfar, eða hafa ekki unnið nógu mikið fyrir utanríkisþjónustuna til að verða sendiherrar fyrir hönd ríkisins. Eitthvað annað en Guðmundur Árni Stefánsson og Markús Örn Antonsson. Þær eru ekki nógu mikið inn í fiskveiðum og landbúnaði til að komast í þær þingnefndir. Hvað þá fjárlaganefnd eða iðnaðarnefnd. Svo sýna þær þessum málum svo lítin áhuga. Þetta er það sem konur fá að heyra. Það er alhæft um konurnar, að þær séu ekki nógu mikið þetta eða hitt til að komast áfram. Aðallega fær maður að heyra hvað konur séu ekki nógu mikið eins og karlar. En það er samt aldrei kynferði þeirra að kenna. Þær þurfa bara að læra aðferðir og tungutak karlanna. Þá kemur þetta allt saman, því "góðir hlutir gerast hægt." Hlutir þróast og í jafnréttismálum hefur mikið breyst frá 1915 þegar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt, eða 1920 þegar konur fengu jafnan kosningarétt og karlar. En þegar verið er að fagna því að 90 ár eru liðin frá því að konur fengu kjörgengi og kosningarétt, virðist það sannreynt að góðu hlutirnir gerast hægt. Það þarf enn að ræða hlutfall kynjanna á framboðslistum, því það er okkur ekki orðið eðlilegt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Það þarf að ræða hlutfall kynjanna í þingnefndum, því annars lenda þær allar í félagsmála- og heilbrigðisnefnd, í mjúku málunum. Og það þarf að ræða hlutfall kynjanna í hópi ráðherra, því annars er konum ýtt til hliðar. Það er ekki merki um að jafnréttishugsjónin sé að ná yfirhöndinni þegar í hugum fólks þarf enn að fylla ímyndaða kynjakvóta, því okkur finnst það ekki sjálfsagt að hlutfall kynjanna sé jafnt. Svanborg Sigmarsdóttir - [email protected]
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun