Svik að afnema ekki holræsagjald 20. júní 2005 00:01 Sjálfstæðismenn í borgarstjórn saka Reykjavíkurlistann um kosningasvik með því að afnema ekki holræsagjaldið, sem á sínum tíma var kynnt sem tímabundinn skattur. Þeir segja að R-listinn eigi ekki að hreykja sér af hreinsun strandlengjunnar heldur skammast sín. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri tilkynnti í síðustu viku að hreinsun strandlengju borgarinnar af skólpi væri nú formlega lokið en að holræsagjaldið yrði samt ekki fellt niður þar sem því væri ætlað að standa straum af kostnaði við dælustöðvar. Borgarstjóri sagði að tæplega áratugastarf við hreinsunina væri að baki. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á að holræsagjaldið hafi á sínum tíma verið kynntur sem tímabundinn skattur, sem R-listinn hafi nú ákveðið að hafa áfram. Hann segir að íslensku heiti þetta kosningasvik. Þá segir hann rangt að verkefnið hafi hafist þegar R-listinn hafi tekið við. Verkefnið sé mun eldra og þegar farið hafi verið af stað með það í tíð sjálfstæðismanna í borginni hafi Reykjavík verið í algjörri forystu í þessum málum. Þá hafi hins vegar ekki verið tekinn neinn skattur til verkefnisins. Guðlaugur segir enn fremur að það sé hæpið að menn hreyki sér af verkefninu því fyrir síðustu kosningar hafi R-listinn auglýst að það væri búið að hreinsa strandlengjuna. Samt sem áður hafi verið viðvörunarskilti í Hamra- og Bryggjuhverfi þar sem fólk sé varað við að fara út í fjörur út af mengun. Því ættu menn að skammast sín gagnvart íbúum þessara hverfa fremur en að hafa hátt um málið því búið sé að svíkja loforð um að ljúka þessu verkefni hvað eftir annað. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn saka Reykjavíkurlistann um kosningasvik með því að afnema ekki holræsagjaldið, sem á sínum tíma var kynnt sem tímabundinn skattur. Þeir segja að R-listinn eigi ekki að hreykja sér af hreinsun strandlengjunnar heldur skammast sín. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri tilkynnti í síðustu viku að hreinsun strandlengju borgarinnar af skólpi væri nú formlega lokið en að holræsagjaldið yrði samt ekki fellt niður þar sem því væri ætlað að standa straum af kostnaði við dælustöðvar. Borgarstjóri sagði að tæplega áratugastarf við hreinsunina væri að baki. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á að holræsagjaldið hafi á sínum tíma verið kynntur sem tímabundinn skattur, sem R-listinn hafi nú ákveðið að hafa áfram. Hann segir að íslensku heiti þetta kosningasvik. Þá segir hann rangt að verkefnið hafi hafist þegar R-listinn hafi tekið við. Verkefnið sé mun eldra og þegar farið hafi verið af stað með það í tíð sjálfstæðismanna í borginni hafi Reykjavík verið í algjörri forystu í þessum málum. Þá hafi hins vegar ekki verið tekinn neinn skattur til verkefnisins. Guðlaugur segir enn fremur að það sé hæpið að menn hreyki sér af verkefninu því fyrir síðustu kosningar hafi R-listinn auglýst að það væri búið að hreinsa strandlengjuna. Samt sem áður hafi verið viðvörunarskilti í Hamra- og Bryggjuhverfi þar sem fólk sé varað við að fara út í fjörur út af mengun. Því ættu menn að skammast sín gagnvart íbúum þessara hverfa fremur en að hafa hátt um málið því búið sé að svíkja loforð um að ljúka þessu verkefni hvað eftir annað.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira