Varnarviðræður innan nokkurra daga 24. júní 2005 00:01 Innan fárra daga hefjast viðræður um framtíð varnarsamstarfs Íslendinga og Bandaríkjamanna í Washington eftir langa bið. Ekki er þó ljóst hvað á að ræða þar sem Bandaríkjamenn hafa ekki ákveðið hver framtíð stöðvarinnar á að verða. Það eru liðin rúm tvö ár frá því að bandaríski sendiherrann hér á landi tilkynnti íslenskum stjórnvöldum að til stæði að kalla herþoturnar á Keflavíkurstöðinni heim fyrir fullt og allt. Tíðindin komu flatt upp á íslenska ráðamenn sem töldu vænlegast að þegja yfir öllu heila fram yfir þingkosningar. Ríkisstjórnin brást illa við og fékk - með látum - brotthvarfinu frestað og áður en yfir lauk tók Hvíta húsið við málinu, en varnarmálaráðuneytið hafði séð um það fram að því. Síðan hefur ekkert gerst. Þar til nú. 6. og 7. júlí ræða íslenskir embættismenn í Washington við bandaríska kollega sína. Innan íslenska stjórnkerfisins er því tekið fagnandi að loksins skuli vera komin hreyfing á málið en óvissan hefur farið illa í starfsmenn Varnarliðsins jafnt sem ráðamenn. Það er hins vegar nær öruggt að fundirnir í Washington muni litlu sem engu skila enda aðeins byrjunarviðræður. Í Hvíta húsinu hefur ekki ennþá verið tekin um það ákvörðun hver stefna Bandaríkjanna í málinu á að vera. Afstaða varnarmálaráðuneytisins er óbreytt en í utanríkisráðuneytinu hefur andstaðan við þær hugmyndir síst minnkað síðan að Condoleezza Rice tók við. Hún er talin sjá diplómatískan hag í því að halda Íslendingum góðum svo lengi sem það kostar ekki of mikið. Bush forseti og menn hans eru enn að melta hvoru ráðuneytinu sé best að fylgja. Og þá er loksins komið að þeim skilaboðum sem Bandaríkjamenn munu að öllum líkindum færa íslenskum embættismönnum í júlí: Íslendingar verða að borga meira. Það eru út af fyrir sig ekki ný skilaboð og hætt er við að embættismennirnir bandarísku geti lítið sagt um nákvæmlega hvernig þeir vilja að kostnaði sé skipt, fyrir utan að rekstur flugbrauta og tilheyrandi starfsemi verði framvegis á reikning Íslendinga. Þar sem Bandaríkjamenn hafa ekki enn náð samkomulagi á milli ólíkra ráðuneyta og um leið ólíkra hagsmuna um hvert framhaldið á að verða á Miðnesheiðinni geta þeir eðli máls samkvæmt ekki samið um neitt við Íslendinga. Heimildarmenn fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar segja hins vegar að þrátt fyrir seinaganginn í Hvíta húsinu snúist hjólin áfram og að í haust megi vænta þess að flugherinn taki við einhverjum hluta starfsemi Varnarliðsins og telja það fyrsta skrefið í átt að því að flugherinn taki við rekstri stöðvarinnar með öllu innan nokkurra ára - verði ekki tekin ákvörðun í Washington um að leggja stöðina niður með öllu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Innan fárra daga hefjast viðræður um framtíð varnarsamstarfs Íslendinga og Bandaríkjamanna í Washington eftir langa bið. Ekki er þó ljóst hvað á að ræða þar sem Bandaríkjamenn hafa ekki ákveðið hver framtíð stöðvarinnar á að verða. Það eru liðin rúm tvö ár frá því að bandaríski sendiherrann hér á landi tilkynnti íslenskum stjórnvöldum að til stæði að kalla herþoturnar á Keflavíkurstöðinni heim fyrir fullt og allt. Tíðindin komu flatt upp á íslenska ráðamenn sem töldu vænlegast að þegja yfir öllu heila fram yfir þingkosningar. Ríkisstjórnin brást illa við og fékk - með látum - brotthvarfinu frestað og áður en yfir lauk tók Hvíta húsið við málinu, en varnarmálaráðuneytið hafði séð um það fram að því. Síðan hefur ekkert gerst. Þar til nú. 6. og 7. júlí ræða íslenskir embættismenn í Washington við bandaríska kollega sína. Innan íslenska stjórnkerfisins er því tekið fagnandi að loksins skuli vera komin hreyfing á málið en óvissan hefur farið illa í starfsmenn Varnarliðsins jafnt sem ráðamenn. Það er hins vegar nær öruggt að fundirnir í Washington muni litlu sem engu skila enda aðeins byrjunarviðræður. Í Hvíta húsinu hefur ekki ennþá verið tekin um það ákvörðun hver stefna Bandaríkjanna í málinu á að vera. Afstaða varnarmálaráðuneytisins er óbreytt en í utanríkisráðuneytinu hefur andstaðan við þær hugmyndir síst minnkað síðan að Condoleezza Rice tók við. Hún er talin sjá diplómatískan hag í því að halda Íslendingum góðum svo lengi sem það kostar ekki of mikið. Bush forseti og menn hans eru enn að melta hvoru ráðuneytinu sé best að fylgja. Og þá er loksins komið að þeim skilaboðum sem Bandaríkjamenn munu að öllum líkindum færa íslenskum embættismönnum í júlí: Íslendingar verða að borga meira. Það eru út af fyrir sig ekki ný skilaboð og hætt er við að embættismennirnir bandarísku geti lítið sagt um nákvæmlega hvernig þeir vilja að kostnaði sé skipt, fyrir utan að rekstur flugbrauta og tilheyrandi starfsemi verði framvegis á reikning Íslendinga. Þar sem Bandaríkjamenn hafa ekki enn náð samkomulagi á milli ólíkra ráðuneyta og um leið ólíkra hagsmuna um hvert framhaldið á að verða á Miðnesheiðinni geta þeir eðli máls samkvæmt ekki samið um neitt við Íslendinga. Heimildarmenn fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar segja hins vegar að þrátt fyrir seinaganginn í Hvíta húsinu snúist hjólin áfram og að í haust megi vænta þess að flugherinn taki við einhverjum hluta starfsemi Varnarliðsins og telja það fyrsta skrefið í átt að því að flugherinn taki við rekstri stöðvarinnar með öllu innan nokkurra ára - verði ekki tekin ákvörðun í Washington um að leggja stöðina niður með öllu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira