Engir stofnfjárhlutir SPH seldir 25. júní 2005 00:01 Engir stofnfjárhlutir í Sparisjóði Hafnarfjarðar hafa verið seldir. Þetta fullyrða innanbúðarmenn hjá sjóðnum á sama tíma og Fjármálaeftirlitið sér ástæðu til að kanna hvort viðskipti með stofnfé hafi farið fram. Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar eru 47. Ríkisútvarpið og Víkurfréttir hafa fullyrt að þrjátíu þeirra hafi í síðustu viku selt 200 þúsund króna hluti sína á 48 milljónir hver með milligöngu Landsbankans í Lúxemborg. Í yfirlýsingu sem barst frá stjórn Sparisjóðsins segir að engin viðskipti hafa nokkru sinni verið með stofnbréfin. Enn fremur segir að engin beiðni hafi borist frá eigindum um að fá að framselja bréfin. Innanbúðarmenn segja sjóðinn eiga forkaupsrétt á stofnfjárhlutunum og að engin eigendaskipti hafi orðið, eins og haldið hefur verið fram. Þá vaknar sú spurning hvort stofnfjáreigendur hafi einungis fengið tilboð í hluti sína, en frá kaupum hafi ekki verið gengið. Páll Pálsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, hafnaði viðtali en sagði í samtali við fréttamann að hann vissi ekki til þess að stofnfjáreigendum hafi borist tilboð. Það virðist því sem Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, sé betur upplýstur um gang mála því hann fullyrti í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að hann hafi heyrt í stofnfjáreigendum sem hafi fengið slík tilboð og ef þessi áform gangi fram, þar sem hver einstakur stofnfjáreigandi ætli að stinga í vasa sinn 46-47 milljónum króna sem endurgjald fyrir framlag upp á 100-300 þúsund krónur, þá sé um að ræða bankarán um glaðbjartan dag. Ef rétt er sýna þeir stofnfjáreigendur sem fengið hafa slíkt gylliboð eftirtektarverða þagmælsku; enginn þeirra hefur stigið fram og sagst hafa fengið tilboð í sinn hlut, né heldur hafa fengist upplýsingar um það hverjir það eru sem ásælast svo mjög stofnfjárhlutina. Fjármálaeftirlitið hefur engu að síður séð ástæðu til að senda öllum stofnfjáreigendunum 47 bréf þar sem þeim er meðal annars gert að svara því fyrir mánaðarmót hvort þeir hafi selt hluti sína í sjóðnum eða fengið í þá tilboð. Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Engir stofnfjárhlutir í Sparisjóði Hafnarfjarðar hafa verið seldir. Þetta fullyrða innanbúðarmenn hjá sjóðnum á sama tíma og Fjármálaeftirlitið sér ástæðu til að kanna hvort viðskipti með stofnfé hafi farið fram. Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar eru 47. Ríkisútvarpið og Víkurfréttir hafa fullyrt að þrjátíu þeirra hafi í síðustu viku selt 200 þúsund króna hluti sína á 48 milljónir hver með milligöngu Landsbankans í Lúxemborg. Í yfirlýsingu sem barst frá stjórn Sparisjóðsins segir að engin viðskipti hafa nokkru sinni verið með stofnbréfin. Enn fremur segir að engin beiðni hafi borist frá eigindum um að fá að framselja bréfin. Innanbúðarmenn segja sjóðinn eiga forkaupsrétt á stofnfjárhlutunum og að engin eigendaskipti hafi orðið, eins og haldið hefur verið fram. Þá vaknar sú spurning hvort stofnfjáreigendur hafi einungis fengið tilboð í hluti sína, en frá kaupum hafi ekki verið gengið. Páll Pálsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, hafnaði viðtali en sagði í samtali við fréttamann að hann vissi ekki til þess að stofnfjáreigendum hafi borist tilboð. Það virðist því sem Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, sé betur upplýstur um gang mála því hann fullyrti í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að hann hafi heyrt í stofnfjáreigendum sem hafi fengið slík tilboð og ef þessi áform gangi fram, þar sem hver einstakur stofnfjáreigandi ætli að stinga í vasa sinn 46-47 milljónum króna sem endurgjald fyrir framlag upp á 100-300 þúsund krónur, þá sé um að ræða bankarán um glaðbjartan dag. Ef rétt er sýna þeir stofnfjáreigendur sem fengið hafa slíkt gylliboð eftirtektarverða þagmælsku; enginn þeirra hefur stigið fram og sagst hafa fengið tilboð í sinn hlut, né heldur hafa fengist upplýsingar um það hverjir það eru sem ásælast svo mjög stofnfjárhlutina. Fjármálaeftirlitið hefur engu að síður séð ástæðu til að senda öllum stofnfjáreigendunum 47 bréf þar sem þeim er meðal annars gert að svara því fyrir mánaðarmót hvort þeir hafi selt hluti sína í sjóðnum eða fengið í þá tilboð.
Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira