Fjármálaeftirlit í fullum rétti 27. júní 2005 00:01 Fjármálaeftirlitið segist í fullum rétti með að afla sér upplýsinga um væntanleg kaup í fjármálafyrirtækjum. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að eftirlitið hafi hugsanlega farið út fyrir valdsvið sitt með bréfi til stofnfjárfesta í sjóðnum. Hún telur bréfið geta verið villandi. Stjórn sparisjóðsins telur að Fjármálaeftirlitið eigi að ræða hugsanlega sölu á hlutum í sjóðnum við sig, en ekki einstaklingana sem eiga hlutabréfin. Í fréttinni er jafnframt vitnað til orða stjórnarformanns SPH þess efnis að FME hafi ekki lögsögu yfir stofnfjáraðilum heldur yfir fjármálafyrirtækjum. Þá kemur fram í fréttinni að stjórn SPH telji að efni bréfs FME geti verið villandi og vitnað er til eftirfarandi í bréfi stjórnarinnar: “Sérstaklega telur stjórn SPH alvarlegt að gefið er í skyn í umræddu dreifibréfi að FME hafi heimildir til að beita einstaklinga dagsektum, leit og/eða haldi á gögnum við upplýsingaöflun og eftirlit[...].Hið rétta er að FME hefur heimildir skv. 11. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998, til að beita umræddum heimildum gagnvart fjármálafyrirtækjunum sjálfum eða lögaðilum sem þeim tengjast, en ekki gagnvart einstaklingum”. Í fréttatilkynningunni er áréttað að Fjármálaeftirlitið hafi eftirlit með eigendum virkra eignarhluta samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. VI. og VIII. kafla laganna. Með virkum eignarhlut samkvæmt 2. mgr. 40. gr. laganna er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fyrirtæki sem nemur 10% eða meira af eigin fé, stofnfé eða atkvæðisrétti, eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi fyrirtækis. Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. sömu laga ber aðilum sem hyggjast eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki að leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins fyrirfram. Samkvæmt 2. mgr. 107. gr. laganna getur Fjármálaeftirlitið krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá einstaklingum eða lögaðilum sem eiga eða hyggjast eignast eða fara með eignarhlut í fjármálafyrirtækjum. Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Fjármálaeftirlitið segist í fullum rétti með að afla sér upplýsinga um væntanleg kaup í fjármálafyrirtækjum. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að eftirlitið hafi hugsanlega farið út fyrir valdsvið sitt með bréfi til stofnfjárfesta í sjóðnum. Hún telur bréfið geta verið villandi. Stjórn sparisjóðsins telur að Fjármálaeftirlitið eigi að ræða hugsanlega sölu á hlutum í sjóðnum við sig, en ekki einstaklingana sem eiga hlutabréfin. Í fréttinni er jafnframt vitnað til orða stjórnarformanns SPH þess efnis að FME hafi ekki lögsögu yfir stofnfjáraðilum heldur yfir fjármálafyrirtækjum. Þá kemur fram í fréttinni að stjórn SPH telji að efni bréfs FME geti verið villandi og vitnað er til eftirfarandi í bréfi stjórnarinnar: “Sérstaklega telur stjórn SPH alvarlegt að gefið er í skyn í umræddu dreifibréfi að FME hafi heimildir til að beita einstaklinga dagsektum, leit og/eða haldi á gögnum við upplýsingaöflun og eftirlit[...].Hið rétta er að FME hefur heimildir skv. 11. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998, til að beita umræddum heimildum gagnvart fjármálafyrirtækjunum sjálfum eða lögaðilum sem þeim tengjast, en ekki gagnvart einstaklingum”. Í fréttatilkynningunni er áréttað að Fjármálaeftirlitið hafi eftirlit með eigendum virkra eignarhluta samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. VI. og VIII. kafla laganna. Með virkum eignarhlut samkvæmt 2. mgr. 40. gr. laganna er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fyrirtæki sem nemur 10% eða meira af eigin fé, stofnfé eða atkvæðisrétti, eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi fyrirtækis. Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. sömu laga ber aðilum sem hyggjast eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki að leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins fyrirfram. Samkvæmt 2. mgr. 107. gr. laganna getur Fjármálaeftirlitið krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá einstaklingum eða lögaðilum sem eiga eða hyggjast eignast eða fara með eignarhlut í fjármálafyrirtækjum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira