Öllum sama um Live 8 4. júlí 2005 00:01 Ég er að koma frá einum minnst netvædda stað í Evrópu, eyjunni Folegandros. Einu tölvurnar sem var hægt að komast í voru tveir ofurhægir forngripir á lítilli skrifstofu sem selur miða í ferjur – undir vökulu augnaráði yngstu piparjónku Grikklands, stúlku sem getur varla verið meira en sextán ára en hefur tileinkað sér viðmót piparkerlingar af einstakri natni. Á þessum stað tókst okkur alveg að missa af Live 8, ég hafði ekki hugmynd um það fyrr en í gærkvöldi að þetta hefði farið fram – fremur en nokkur maður á eyjunni. Ég varð aldrei var við að neinn fylgdist með fréttum þá tíu daga sem við vorum þar. Hins vegar var þar haldið brúðkaup á laugardagskvöldið, veislan var á sjálfu aðaltorgi bæjarins og allir sem áttu leið um töldust brúðkaupsgestir, fengu vín og mat og máttu taka þátt í dansinum. --- --- --- Ég sá á vefnum um daginn frétt um að Evrópa væri tuttugu árum á eftir Ameríku, eitthvert verslunarráðið hafði komist að þessari niðurstöðu. En samkvæmt hvaða mælikvarða? Er það varðandi frítíma, lífeyri, almenna heilsugæslu, vellíðan borgaranna, fjölskyldubönd? Það eru að sönnu ýmsar leiðir til að skoða þetta. Hér í Grikklandi eru þeir að bjástra við að einkavæða OTE, hið gríðarmikla ríkissímafyrirtæki (ég hef sjaldan vitað fólk sem talar jafnmikið í síma og Grikkir). Ég las einhvers staðar að hátt í sextíu prósent starfsmannanna séu taldir óþarfir. Nú kemur væntanlega einhver Björgólfur og kaupir fyrirtækið – við ættum kannski að gera það saman? Þegar ég vann hjá póstinum ungur maður fyrir tuttugu og fimm árum, undraðist ég oft hversu margt starfsfólk var þar. Sumir virtust ekki alveg heilir heilsu – þarna var til dæmis maður sem með miklu átaki hafði náð þeim áfanga að geta lesið utan á bréf og þar af leiðandi borið út póst. En bara rétt svo. Nú hefur orðið gríðarleg fjölgun öryrkja. Sjálfsagt er mikið af því fólki sem þá vann á póstinum á örorkubótum núna. Eru það framfarir? --- --- --- Eins og ég segi fór Live 8 framhjá mér. Mér skilst þó að þetta sé mesti fjölmiðlaviðburður allra tíma. En á Folegandros var öllum hjartanlega sama. Gerir svonalagað eitthvert gagn? Maður veit satt að segja ekki. Live Aid skildi ekki mikið eftir á sínum tíma. Bob Geldorf hefur meira að segja verið sakaður um að vera að vissu leyti meðsekur í hungursneyðinni í Eþíópíu í kringum 1985 – ásamt með hjálparsamtökum á borð við Oxfam. Þetta segir að minnsta kosti David Rieff, sérfræðingur í hjálparstarfi, í mikilli grein sem hann ritaði í Guardian í síðustu viku. Rieff telur að framlög frá Live Aid og fleirum hafi hjálpað harðstjóranum Mengistu Haile Mariam við að reka þjóð sína inn á samyrkjubú samkvæmt hinni dólgslegu marxísku kenningu sem hann aðhylltist. Hungursneyðin í Eþíópíu á þessum tíma hafi að miklu leyti verið af mannavöldum, ekki ósvipað og gerðist í samyrkjuvæðingu Stalíns og síðar Maós. Samtök eins og Médecins sans Frontières hafi verið meðvituð um þetta, mótmælt og síðan hætt starfi í Eþíópíu – til að leggja harðstjóranum ekki lið. Bob Geldorf hafi hins vegar látið eins og pólitíkin skipti engu máli og í raun alltaf neitað að ræða málið. Rieff telur að það sé í meira lagi einfeldningsleg afstaða að veita hjálp af þessu tagi án þess að láta sig nokkru varða aðstæðurnar á svæðinu. --- --- --- Íslensk kona sem var með mér í grískutímum í vetur hefur verið með myndlistarsýningu hérna á eyjunni Sifnos þar sem við erum stödd í dag. Í gær skilst mér að hafi verið lokakvöld sýningarinar en þá gerði óvænt þrumuveður og rigningu – ég hef aldrei séð rigningu hérna á eyjunum í júlí. Stundum kemur ekki dropi úr lofti frá apríl fram í september. En við komumst semsagt ekki á sýninguna – sem er sorglegt því þarna hafa sjálfsagt verði Dorrit og Ólafur Ragnar og Jón Ásgeir og Ingibjörg og við hefðum kannski getað fengið far í þotunni á leiðinni heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun
Ég er að koma frá einum minnst netvædda stað í Evrópu, eyjunni Folegandros. Einu tölvurnar sem var hægt að komast í voru tveir ofurhægir forngripir á lítilli skrifstofu sem selur miða í ferjur – undir vökulu augnaráði yngstu piparjónku Grikklands, stúlku sem getur varla verið meira en sextán ára en hefur tileinkað sér viðmót piparkerlingar af einstakri natni. Á þessum stað tókst okkur alveg að missa af Live 8, ég hafði ekki hugmynd um það fyrr en í gærkvöldi að þetta hefði farið fram – fremur en nokkur maður á eyjunni. Ég varð aldrei var við að neinn fylgdist með fréttum þá tíu daga sem við vorum þar. Hins vegar var þar haldið brúðkaup á laugardagskvöldið, veislan var á sjálfu aðaltorgi bæjarins og allir sem áttu leið um töldust brúðkaupsgestir, fengu vín og mat og máttu taka þátt í dansinum. --- --- --- Ég sá á vefnum um daginn frétt um að Evrópa væri tuttugu árum á eftir Ameríku, eitthvert verslunarráðið hafði komist að þessari niðurstöðu. En samkvæmt hvaða mælikvarða? Er það varðandi frítíma, lífeyri, almenna heilsugæslu, vellíðan borgaranna, fjölskyldubönd? Það eru að sönnu ýmsar leiðir til að skoða þetta. Hér í Grikklandi eru þeir að bjástra við að einkavæða OTE, hið gríðarmikla ríkissímafyrirtæki (ég hef sjaldan vitað fólk sem talar jafnmikið í síma og Grikkir). Ég las einhvers staðar að hátt í sextíu prósent starfsmannanna séu taldir óþarfir. Nú kemur væntanlega einhver Björgólfur og kaupir fyrirtækið – við ættum kannski að gera það saman? Þegar ég vann hjá póstinum ungur maður fyrir tuttugu og fimm árum, undraðist ég oft hversu margt starfsfólk var þar. Sumir virtust ekki alveg heilir heilsu – þarna var til dæmis maður sem með miklu átaki hafði náð þeim áfanga að geta lesið utan á bréf og þar af leiðandi borið út póst. En bara rétt svo. Nú hefur orðið gríðarleg fjölgun öryrkja. Sjálfsagt er mikið af því fólki sem þá vann á póstinum á örorkubótum núna. Eru það framfarir? --- --- --- Eins og ég segi fór Live 8 framhjá mér. Mér skilst þó að þetta sé mesti fjölmiðlaviðburður allra tíma. En á Folegandros var öllum hjartanlega sama. Gerir svonalagað eitthvert gagn? Maður veit satt að segja ekki. Live Aid skildi ekki mikið eftir á sínum tíma. Bob Geldorf hefur meira að segja verið sakaður um að vera að vissu leyti meðsekur í hungursneyðinni í Eþíópíu í kringum 1985 – ásamt með hjálparsamtökum á borð við Oxfam. Þetta segir að minnsta kosti David Rieff, sérfræðingur í hjálparstarfi, í mikilli grein sem hann ritaði í Guardian í síðustu viku. Rieff telur að framlög frá Live Aid og fleirum hafi hjálpað harðstjóranum Mengistu Haile Mariam við að reka þjóð sína inn á samyrkjubú samkvæmt hinni dólgslegu marxísku kenningu sem hann aðhylltist. Hungursneyðin í Eþíópíu á þessum tíma hafi að miklu leyti verið af mannavöldum, ekki ósvipað og gerðist í samyrkjuvæðingu Stalíns og síðar Maós. Samtök eins og Médecins sans Frontières hafi verið meðvituð um þetta, mótmælt og síðan hætt starfi í Eþíópíu – til að leggja harðstjóranum ekki lið. Bob Geldorf hafi hins vegar látið eins og pólitíkin skipti engu máli og í raun alltaf neitað að ræða málið. Rieff telur að það sé í meira lagi einfeldningsleg afstaða að veita hjálp af þessu tagi án þess að láta sig nokkru varða aðstæðurnar á svæðinu. --- --- --- Íslensk kona sem var með mér í grískutímum í vetur hefur verið með myndlistarsýningu hérna á eyjunni Sifnos þar sem við erum stödd í dag. Í gær skilst mér að hafi verið lokakvöld sýningarinar en þá gerði óvænt þrumuveður og rigningu – ég hef aldrei séð rigningu hérna á eyjunum í júlí. Stundum kemur ekki dropi úr lofti frá apríl fram í september. En við komumst semsagt ekki á sýninguna – sem er sorglegt því þarna hafa sjálfsagt verði Dorrit og Ólafur Ragnar og Jón Ásgeir og Ingibjörg og við hefðum kannski getað fengið far í þotunni á leiðinni heim.