Varnarsamningur enn á umræðustigi 8. júlí 2005 00:01 Fyrstu umferð viðræðna íslenskra og bandarískra stjórnvalda um framtíð varnarsamningsins, lauk í Washington í gær án nokkurs teljandi árangurs. Þrátt fyrir það er undirbúningur vegna fyrirhugaðra breytinga á Keflvíkurstöðinni þegar hafinn. Tíu manna sendinefnd þriggja íslenskra ráðuneyta gerði grein fyrir afstöðu ríkisstjórnarinnar á fundum með Bandaríkjamönnum í vikunni. Afstaða Bandaríkjamanna mun ekki hafa breyst jafn mikið og íslenskir ráðamenn gerður sér vonir um. Ekki fæst uppgefið hjá utanríkisráðuneytinu hvaða kröfur eða hugmyndir voru lagðar fram, né heldur hvað ber í milli. Ástæða þess er sögð sú að það þjóni ekki tilgangi þar eð samningaferli standi yfir. Næstu samningafundir milli þjóðanna um varnarsamstarfið eru fyrirhugaðar í september. Vitað var fyrir upphaf viðræðna að þær myndu fyrstu og fremst snúast um kostnað og skiptingu hans. Bandaríkjamenn vilja að Íslendingar taka mun meiri þátt í rekstri flugvallarins og annarra þátta varnarstöðvarinnar sem notaðir eru bæði af hernum og borgaralegum aðilum, hvort sem er fyrirtækjum eða hinu opinbera. Ekki mun hins vegar hafa verið rætt um hvort að þær fjórar þotur, sem að jafnaði eru á Keflavíkurstöðinni, verði látnar fara. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að í næstu viku sé væntanleg til Keflavíkur opinber nefnd frá bandaríska flughernum til að kynna á sér rekstur stöðvarinnar. Miklum gögnum hefur verið safnað undanfarið um reksturinn, sem heimildarmenn fréttastofu segja að séu ætluð flughernum. Mun takmarkið vera að flugherinn taki yfir rekstur stöðvarinnar þar sem flotinn sér engan hag í stöðinni lengur. Hugsanlegt er að í framtíðinni verði Keflavíkurstöðin notuð sem æfingabækisstöð fyrir þotuflugmenn bandaríska hersins. Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Fyrstu umferð viðræðna íslenskra og bandarískra stjórnvalda um framtíð varnarsamningsins, lauk í Washington í gær án nokkurs teljandi árangurs. Þrátt fyrir það er undirbúningur vegna fyrirhugaðra breytinga á Keflvíkurstöðinni þegar hafinn. Tíu manna sendinefnd þriggja íslenskra ráðuneyta gerði grein fyrir afstöðu ríkisstjórnarinnar á fundum með Bandaríkjamönnum í vikunni. Afstaða Bandaríkjamanna mun ekki hafa breyst jafn mikið og íslenskir ráðamenn gerður sér vonir um. Ekki fæst uppgefið hjá utanríkisráðuneytinu hvaða kröfur eða hugmyndir voru lagðar fram, né heldur hvað ber í milli. Ástæða þess er sögð sú að það þjóni ekki tilgangi þar eð samningaferli standi yfir. Næstu samningafundir milli þjóðanna um varnarsamstarfið eru fyrirhugaðar í september. Vitað var fyrir upphaf viðræðna að þær myndu fyrstu og fremst snúast um kostnað og skiptingu hans. Bandaríkjamenn vilja að Íslendingar taka mun meiri þátt í rekstri flugvallarins og annarra þátta varnarstöðvarinnar sem notaðir eru bæði af hernum og borgaralegum aðilum, hvort sem er fyrirtækjum eða hinu opinbera. Ekki mun hins vegar hafa verið rætt um hvort að þær fjórar þotur, sem að jafnaði eru á Keflavíkurstöðinni, verði látnar fara. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að í næstu viku sé væntanleg til Keflavíkur opinber nefnd frá bandaríska flughernum til að kynna á sér rekstur stöðvarinnar. Miklum gögnum hefur verið safnað undanfarið um reksturinn, sem heimildarmenn fréttastofu segja að séu ætluð flughernum. Mun takmarkið vera að flugherinn taki yfir rekstur stöðvarinnar þar sem flotinn sér engan hag í stöðinni lengur. Hugsanlegt er að í framtíðinni verði Keflavíkurstöðin notuð sem æfingabækisstöð fyrir þotuflugmenn bandaríska hersins.
Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira