Hnífjafnt í borginni 8. júlí 2005 00:01 Sé horft til þeirra sem afstöðu tóku í nýrri viðhorfskönnun IMG Gallup fengi Sjálfstæðisflokkurinn 50,2 prósent, Reykjavíkurlistinn 49,0 prósent og Frjálslyndi flokkurinn 0,8 prósent ef kosið yrði til borgarstjórnar í dag. Skekkjumörk eru þó veruleg, 6,2 prósent hjá stóru framboðunum og 1,1 prósent hjá Frjálslynda flokknum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, segir augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn sé í mikilli sókn. Hann segir þó að öllum skoðanakönnunum beri að taka með fyrirvara. "Við erum mjög þakklát fyrir það traust sem Reykvíkingar sýna okkur og þessi skoðanakönnun endurspeglar," segir hann og telur niðurstöðuna vera flokknum mikil hvatning til áframhaldandi góðra verka fyrir borgarbúa. "Í samvinnu við þá ætlum við okkur að búa til betri borg." Steinunn Valdís Óskarsdótti borgarstjóri segir skoðanakannanir Gallup síðustu misseri hafa sýnt að meirihluti Reykjavíkurlistans standi traustum fótum. "Þó svo að ein smákönnun nú sýni að Sjálfstæðisflokkurinn sé þremur atkvæðum yfir Reykjavíkurlistanum, þá er það nokkuð sem ég sef alveg rólega yfir. En ef menn vilja taka þetta alvarlega má líka skoða niðurstöðuna í því ljósi að í gangi eru viðræður um framtíð Reykjavíkurlistans. Þar eru auðvitað miklar hræringar og ekki komið á hreint hvað verður fyrir næstu kosningar," segir hún. Símakönnun Gallup var unnin fyrir borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna dagana 15. júní til 5. júlí. Endanlegt úrtak var 670 Reykvíkingar, 18 til 75 ára, valdir af handahófi úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 56,1 prósent, en spurt var: "Ef kosið yrði í dag til borgarstjórnar hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa/líklegast kjósa?" Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Sé horft til þeirra sem afstöðu tóku í nýrri viðhorfskönnun IMG Gallup fengi Sjálfstæðisflokkurinn 50,2 prósent, Reykjavíkurlistinn 49,0 prósent og Frjálslyndi flokkurinn 0,8 prósent ef kosið yrði til borgarstjórnar í dag. Skekkjumörk eru þó veruleg, 6,2 prósent hjá stóru framboðunum og 1,1 prósent hjá Frjálslynda flokknum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, segir augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn sé í mikilli sókn. Hann segir þó að öllum skoðanakönnunum beri að taka með fyrirvara. "Við erum mjög þakklát fyrir það traust sem Reykvíkingar sýna okkur og þessi skoðanakönnun endurspeglar," segir hann og telur niðurstöðuna vera flokknum mikil hvatning til áframhaldandi góðra verka fyrir borgarbúa. "Í samvinnu við þá ætlum við okkur að búa til betri borg." Steinunn Valdís Óskarsdótti borgarstjóri segir skoðanakannanir Gallup síðustu misseri hafa sýnt að meirihluti Reykjavíkurlistans standi traustum fótum. "Þó svo að ein smákönnun nú sýni að Sjálfstæðisflokkurinn sé þremur atkvæðum yfir Reykjavíkurlistanum, þá er það nokkuð sem ég sef alveg rólega yfir. En ef menn vilja taka þetta alvarlega má líka skoða niðurstöðuna í því ljósi að í gangi eru viðræður um framtíð Reykjavíkurlistans. Þar eru auðvitað miklar hræringar og ekki komið á hreint hvað verður fyrir næstu kosningar," segir hún. Símakönnun Gallup var unnin fyrir borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna dagana 15. júní til 5. júlí. Endanlegt úrtak var 670 Reykvíkingar, 18 til 75 ára, valdir af handahófi úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 56,1 prósent, en spurt var: "Ef kosið yrði í dag til borgarstjórnar hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa/líklegast kjósa?"
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira